Lífið

Hræddir við rass teiknimyndafígúru

Það eru takmörk fyrir því hvað stjórnendur bandarískra sjónvarpsstöðva eru reiðubúnir að senda út. Fyrir nokkru brugðu stjórnendur Fox sjónvarpsstöðvarinnar á það ráð að hylja með móðu beran afturenda einnar persónunnar í sjónvarpsþætti. Skipti þá engu þótt um væri að ræða teiknimynd og að þátturinn væri endursýndur en fyrst þegar hann var sýndur sást ber bossinn. Stjórnendur Fox segjast hafa gert þetta til að vera öruggir um að bandaríska fjarskiptastofnunin sektaði þá ekki. Stofnunin hefur að undanförnu beitt háum sektum gegn stöðvum sem sýna nekt í útsendingu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.