Lífið

Emma á BBC

Plöggið er komið á fullt hjá Emilíönu Torrin, enda er stutt í að nýja platan komi út. Hún er því á ferð og flugi þessa dagana á tónleikum í Englandi og fékk m.a. fínan dóm fyrir það í The Guardian. Fókus fór á stúfana og komst einnig að því að á mánudaginn mætir hún til BBC í Lundúnum til að spjalla og spila nýju lögin sín í hljóðverinu. Það var ekki langt stoppið hennar Emilíönu á Íslandi um daginn. Enda ný plata handan við hornið og fullt af plöggi á aðgerðalistanum. Hún var voða sæt hjá Gísla Marteini og greinilega aðeins búin að skrúfa niður í smástelpustælunum. Hvað um það. Nýja platan, Fisherman´s Woman, kemur út 31. janúar. Tveimur vikum síðar kemur síðan út fyrsta smáskífan, Sunnyroad, en þar er að finna endurhljóðblandanir á lögunum hennar eftir reggígaurinn Manasseh og Atom TM. Emilíana er byrjuð að halda tónleika fyrir plötuna og virðist ganga þrusuvel með þá. The Guardian birti lofsamlegan dóm um hana í vikunni og fékk hún fjórar stjörnur af fimm fyrir vikið. Þeir sem eru orðnir æstir í að heyra þetta nýja dót hennar Emilíönu, voru að fíla síðustu plötu og eru forvitnir um þróunina, ættu að setja vafrann í gang á mánudagskvöld. Þá mætir snótin í útvarpið í London, á BBC Radio 2, til Marks nokkurs Radcliffe. Þátturinn byrjar á slaginu hálf ellefu og er til miðnættis. Hægt er að hlusta á netinu, í beinni útsendingu. Emilíana ætlar að syngja lög af plötunni í hljóðverinu og fer eflaust yfir ferilinn og talar um Kópavoginn sinn og sitthvað dúllulegt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.