Lífið

Minna stress á Akureyri

"Ég hef alltaf verið mikið á skíðum og á krakka sem eru farin að stunda íþróttina og var orðinn leiður á að keyra 40 km á hverjum degi til að komast upp að skíðasvæðunum," segir Benedikt Viggósson tryggingaráðgjafi sem reif sig og fjölskylduna upp með rótum af höfuðborgarsvæðinu og flutti til Akureyrar. "Helsta ástæðan fyrir fluttningnum var að hér er stutt að fara allt sem mér fannst mjög freistandi. Hér er miklu minna stress, styttri vegalengdir og svo er meiri sól á sumrin," segir Benedikt sem er ánægður á höfðustað norðurlands og ekkert á leiðinni í borgina aftur. Hann viðurkennir að hann hefði svo sem getað flutt á hvaða annað stað sem er þar sem góð skíðaaðstaða væri í boði en atvinnulega séð var Akureyri besti kosturinn auk þess sem hann segir Hlíðarfjal mjög skemmtilegt skíðasvæði. "Hér er toppaðstaða fyrir allt vetrarsport. Hér er mikil vélsleðamenning enda þarf enga kerru til að komast á sleða, þú keyrir bara af stað frá húsinu þínu. Aðstaðan hér fyrir snjóbrettafólk og gönguskíði er líka mjög góð en það eru tvö svæði fyrir gönguskíðaiðkun, bæði inni í Kjarnaskó og svo uppi í Hlíðarfjalli. Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.