Lífið

Lovely Bones næst á dagskrá

Næsta mynd leikstjórans Peter Jackson á eftir King Kong verður The Lovely Bones. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Alice Sebold og fjallar um stúlku á himnum sem segir sögu sína eftir að hafa verið myrt. Jackson mun skrifa handrit myndarinnar ásamt Fran Walsh og Philippa Boyens sem átti þátt í handritinu að Lord of the Rings-myndunum, sem Jackson leikstýrði. Talið er að The Lovely Bones verði komin á hvíta tjaldið árið 2007. King Kong er aftur á móti væntanleg í kvikmyndahús í desember á þessu ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.