Lífið

MR úr leik í Gettu betur

"Þetta var góður sigur og við ætlum að vinna keppnina í ár," segir Steinþór H. Arnsteinsson úr spurningaliði Borgarholtsskóla sem sló lið Menntaskólans í Reykjavík út úr spurningakeppninni Gettu betur í gærkvöldi. Lið MR kemst því ekki áfram í fjórðungsúrslit í sjónvarpi en það hefur ekki gerst síðan 1991. Borghyltingar náðu mest fimm stiga forystu en MR-ingar náðu að saxa á muninn og þegar fjögur stig voru eftir í pottinum skildi eitt stig liðin að. Borgarholtskóli tryggði sér þá sigurinn með því að fá tvö stig fyrir að svara spurningu með tóndæmi rétt. Borghyltingar slógu MR einnig út í keppninni í fyrra en fyrir það hafði lið MR unnið keppnina ellefu ár í röð. Borgarholtsskóli komst í úrslit í fyrra en tapaði þar fyrir Verzlunarskóla Íslands.  





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.