Fleiri fréttir

Menn verða að þekkja sín takmörk

Georg Ögmundsson hefur krafta í kögglum enda er hann iðinn við að lyfta lóðum. Hann hefur keppt í aflraunum erlendis í sumar og gert það gott. </font /></b />

Yfir 200 vilja spila á Airwaves

Yfir 200 umsóknir hafa borist skipuleggjendum Airwaves-tónlistarhátíðarinnar frá listamönnum og hljómsveitum sem vilja spila á hátíðinni sem fram fer í Reykjavík dagana 19. til 23. október. Um 100 innlendir listamenn munu koma fram á hátíðinni og 25 munu koma að utan. Þetta er í sjötta sinn sem tónlistarhátíðin er haldin hér á landi, en hún hefur vakið mikla athygli erlendis.

Spriklar í golfi á sumrin

Jón Ingi Hákonarson, leikari, mun stjórna íslenska Bachelornum á SKJÁEINUM í haust, en stressar sig þó ekki á því að koma sér í form fyrir það.</font /></b />

1400 manns skráðu sig í Idol

Ríflega 1400 manns skráðu sig til þátttöku í þriðju þáttaröð Idol - Stjörnuleitar á Stöð 2, en skráningu lauk á miðnætti. Í tilkynningu frá Stöð 2 kemur fram að viðtökur hafi verið langt fram úr björtustu vonum en áheyrnarpróf hefjast eftir 11 daga. Áheyrnarpróf fara fram á Hótel Lofleiðum 27. ágúst, Hótel Kea Akureyri 1. september og Hótel Héraði Egilsstöðum 3. september.

Nintendo DS lækkar í Bandaríkjunum

Nintendo hafa ákveðið að lækka verðið á Nintendo DS leikjavélinni um 20 dollara í Bandaríkjunum 21. Ágúst næstkomandi. Vélin mun þá kosta 129.99 dollara (rúmar 8.000 krónur) og kemur lækkunin í tíma fyrir útgáfu á Nintendogs sem er nýjasta æðið í Japan. Ekki er komið á hreint hvort lækkun er að vænta á næstunni í Evrópu en GEIM mun fylgjast með þeirri þróun. Nintendo DS hefur setið á toppnum á öllum sölulistum í Japan síðustu fjóra mánuði.

Heimsmeistaramót tölva í skák

Heimsmeistaramót tölvuforrita í hraðskák fór fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. Keppnin var æsispennandi og þótt tölvur ættust við, höfðu mannleg mistök áhrif á það hver vann og hver tapaði.

Bjóða Eastwood í golf á Akureyri

Forsvarsmenn Golfklúbbs Akureyrar hafa boðið Clint Eastwood að koma til Akureyrar og leika golf á nyrsta 18 holu golfvelli í heiminum.

Á að vera mættur til Clint

"Ég verð að fara að komast af stað, Dirty Harry er farinn að reka á eftir mér," sagði ræðarinn Kjartan Jakob Hauksson sem var staddur á Stokkseyri í gær. Hann gat þó ekki lagt af stað vegna vonsku veðurs en vonaðist til þess að geta ýtt úr vör í dag.

Stekkur úr runna með bleiu

Lögregla í Eaglescliffe á Bretlandi leitar nú manns sem hefur gefið sig á tal við konur í bleiu einni klæða og spurst fyrir um skiptiaðstöðu fyrir börn. Lögregla segir manninn fela sig í runnum að kvöldlagi og velja fórnarlömb sín að kostgæfni áður en hann stökkvi fram á bleiunni. Maðurinn hefur þó ekki ráðist á neina kvennanna.

Sölvatínsla í Stórhöfða

Söl þykir mörgum vera sælgæti. Fyrr á tímum var sölvatínsla algeng og taldist til hlunninda. Sá siður tíðkast enn í Vestmannaeyjum að fara til sölva, en þar þykja söl enn vera gott búsílag og herramannsmatur.

Heimsmeistari í pylsuáti

Nýbakaður heimsmeistari í pylsuáti heldur áfram sigurgöngu sinni í átkeppnum. Japaninn Takeru Kobayashi hefur fimm sinnum unnið heimsmeistarakeppnina í pylsuáti, nú síðast með því að gleypa í sig fimmtíu og þrjár pylsur á tólf mínútum.

Evrópumeistaramót í mýrarbolta

Evrópumeistaramót í mýrarbolta var haldið á Ísafirði um helgina. Þar hlupu fullorðnir karlmenn um í drullusvaði, sannfærðir um að það væri íþrótt. Þetta er ekki knattspyrna og þetta er ekki leðjuglíma - en einhvern veginn minnir þetta örlítið á hvort tveggja. Það er óneitanlega mikill þokki yfir þessum leik.

Lína langsokkur sextug

Hin síunga og fjöruga Lína Langsokkur er sextug í dag og hefur líklega fengið sér vænan skammt af sælgæti í morgunmat í tilefni dagsins. Fyrsta bókin um hina óstýrilátu og óhefðbundnu Línu kom út á þessum degi fyrir sextíu árum. Bækurnar um ævintýri hennar og uppátæki hafa síðan verið þýddar á fimmtíu og sjö tungumál og selst í milljónum upplaga.

Alice Cooper mætti snemma í golf

Rokkgoðsögnin Alice Cooper kom til landsins í gærkvöldi og heldur í kvöld tónleika í Kapplakrika. Hann hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu undanfarin og farið þar mikinn. Í viðtölum við fjölmiðla hefur hann meðal annars sagst ætla að bíta höfuðið af París Hilton.

Alice Cooper fékk hlýjar móttökur

Vincent Damon Furnier kom til landsins í gærkvöldi. Vincent er betur þekktur sem myrkraprinsinn Alice Cooper en hann heldur tónleika í Kaplakrika í kvöld. Kappinn lék á als oddi í Leifsstöð í gær þar sem hann fékk ótrúlegar móttökur.

Herra Afganistan kjörinn

Ég mun aldrei gleyma þessum degi, mig hefur dreymt þetta andartak árum saman, sagði Khosraw Basheri eftir að hann hlaut titilinn Herra Afganistan í samnefndri vaxtaræktarkeppni í dag, fyrstur Afgana.

Miðja vegu milli kanínu og lambs

Geitaostur var unninn í sumar í Mjólkursamlaginu í Búðardal úr íslenskri geitamjólk sem safnað var á búinu á Háafelli í Hvítársíðu. Ostarnir hafa verið settir í kynningarsölu á meðan takmarkað magn endist.

Spriklandi grænmeti

Í Mosfellsdalnum er grænmetismarkaður á hverjum laugardegi. Íbúar dalsins gera þar ýmislegt til að skemmta sér og öðrum. Á morgun verður til dæmis haldin árleg sultukeppni, sem er opin öllum áhugasömum.</font /></b />

Metró víkur fyrir úbersexúal

Metrómaðurinn er dauður. Í staðinn er kominn karlmaður sem er úbersexúal og lifir eftir nýrri skilgreiningu karlmennskunnar.

Sanctuary kynnir 5 titla fyrir PSP

Sanctuary Visual Entertainment hafa tilkynnt um fimm titla sem fyrirtækið mun gefa út fyrir Sony PSP vélina sem kemur á markað í Evrópu 01. september næstkomandi.

Brimbrettamýs í Ástralíu

Mýs eru vinsæl gæludýr en hingað til hafa þær ekki verið þekktar fyrir að læra brögð af einhverju tagi, ólíkt til dæmis hundum. En Ástralinn Shane Wilmott er harðákveðinn í að þjálfa mýsnar sínar í að þeysast um á brimbretti. Það gengur nú ekkert óskaplega vel, en hann ætlar að halda áfram uns mýsnar eru orðnar meistarabrimarar. Spurning hvort að bæði mýs og þjálfari þurfi ekki á einhvers konar hjálp að halda.

Gengur aldrei í bleiku

Erna Hrönn Ólafsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Bermúda, getur ekki gert upp á milli uppáhaldseyrnalokkanna sinna og uppáhaldsúlpunnar, sem eru hvort tveggja algjörlega ómissandi.

Barbara Bel Geddes látin

Barbara Bel Geddes, betur þekkt sem frú Ellie, í Dallas-þáttunum, er látin 82 ára að aldri. Hún lést á heimili sínu í Maine í Bandaríkjunum úr lungnakrabba. Bel Geddes lék í fjölda bíómynda og leikrita á ferli sínum en sló síðan í gegn í hlutverki sínu sem móðirin í Dallas-þáttunum, sem á níunda áratugnum nutu mikilla vinsælda þar í landi og ekki síður hér á landi þar sem aðalpersónurnar voru nánast orðnar fjölskyldumeðlimir á hverju heimili.

Martin vill ekki hitta Blair

Chris Martin, söngvari hljómsveitarinnar Coldplay, vill ekki hitta Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Blair hefur boðið fjölda þekktra tónlistarmanna í heimsókn en Martin ætlar ekki að þekkjast boðið. Hann segist engu að síður vera hrifinn af Blair, þeir eigi sameiginleg áhugamál og að Blair virðist almennt gera sitt besta. Það sé sér hins vegar ekki endilega honum í hag að láta taka myndir af sér með Blair sem stendur.

Býr til listaverk úr smjöri

Norma "Duffy" Lyon er enginn venjulegur listamaður. Frá því árið 1960 hefur hún búið til aðalsmerki fylkissýningarinnar í Iowa, listaverk úr smjöri. Í ár sló hún öll met með kú úr fyrsta flokks smjöri, en það er víst nokkuð flókið að búa til listaverk úr hráefni sem bráðnar. Að sögn tekur það um sólarhring að klæða grind með smjöri en verkið er svo auðvitað geymt í kæli.

Eastwood kominn til landsins

Clint Eastwood lenti á Keflavíkurflutvelli í gærkvöld vegna framleiðslu á stórmyndinni <em>Flags of Our Fathers</em>. Tökur hefjast á fimmtudag og standa fram að helgi. Eastwood var fáorður þegar fréttastofan nálgaðist hann en þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur hingað til lands.

Kermit fimmtugur í dag

Hann er grænn og vænn, og hefur svo áratugum skiptir átt í ástarsambandi við svín. Hér er að sjálfsögðu átt við hinn eina sanna Kermit frosk sem á afmæli í dag. Hann er hvorki meira né minna en fimmtugur og því líklega allra froska elstur. Við óskum þessari heiðgrænu hetju til hamingju með daginn.

Manager 2006 Staðfestar nýjungar

Sports Interactive og SEGA hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu varðandi þær nýjungar sem staðfestar eru í Football Manager 2006 á PC/Mac. Gaurarnir hjá Sports Interactive hafa unnið hörðum höndum að því að gera þessa næstu útgáfu sem besta.

Pokémon Emerald kemur í október

Nú er kominn útgáfudagur fyrir Pokémon Emerald fyrir Game Boy Advance í Evrópu. Pokémon sjúklingar ættu að merkja 21. október í dagatalið sitt því þá lendir Emerald í Evrópu í hinni gríðarlega vinsælu Pokémon seríu.

Tökur á mynd Eastwoods að hefjast

Tökur á stórmynd Clints Eastwoods, <em>Flags of Our Fathers</em> hefjast á fimmtudag. Nokkrar af Hollywood-stjörnum myndarinnar lentu í Keflavík í dag.

Í hnapphelduna í íröksku sjónvarpi

Raunveruleikasjónvarpsþættir tröllríða heimsbyggðinni. Brúðkaupsþættir teljast til þessa flokks og eru víst ekki sérstaklega frumlegir - nema þá kannski sá sem íröksk sjónvarpsstöð hefur sett á dagskrá.

Big Mutha Truckers 2

Truck me Harder er eins og titillinn bendir til, framhaldsleikur Big Mutha Truckers. Núna höldum við áfram að fylgja Jackson fjölskyldunni í gegnum öll hennar ævintýri. Ættmóðirin sjálf hefur verið handtekinn fyrir skattsvik, og nú þurfa börnin hennar að finna leið til að múta kviðdómendunum svo Ma Jackson sleppi við fangelsisvist.

Kaldara kaffi er komið út

Eins og allir ættu að vita hafa Rockstar Games svo sannarlega verið í vandræðum undanfarið eftir að Hot Coffe kóðinn kom í ljós og leysti úr læðingi falda kynlífsleiki í GTA San Andreas. Nú hafa Rockstar séð að sér og gefið út "plástur" til að hreinsa öll PC eintök af leiknum.

Stingur af í tilefni dagsins

"Ég ætla bara að stinga af í dag og veit ekki einu sinni hvert," segir Eiríkur Smith Finnbogason listmálari, sem er áttræður í dag. "Ég ætla annars ekki að gera neitt í tilefni dagsins," bætir hann við. "Ég þekki svo marga að það væri alveg ómögulegt að fara að bjóða öllum heim."

Broskall í Kömbunum

Gatið sem sést á hægri hönd þegar komið er upp á Kambabrúnina hefur fengið andlitslyftingu. Fjórir fræknir drengir úr Mosfellsbæ og Hellu tóku sig til á dögunum og bjuggu til broskall í gatið. Það brosir því breitt móti kátum ökumönnum á leið um Kambana. Þrír félaganna komu við í í Íslandi í dag og sýndu bút úr stuttmynd sem þeir gerðu um broskallinn.

Leikarar vilja riftun

Nokkrir íslenskir aukaleikarar í kvikmynd Clints Eastwoods vilja rifta samningi sínum vegna leiks í myndinni. Leikararnir hafa leitað aðstoðar Verslunarmannafélags Suðurnesja.

Sárfættir en sáttir

Þeir voru sárfættir en sáttir, tvímenningarnir sem hafa gengið hringveginn undir kjörorðinu „Haltur leiðir blindan“ þegar síðustu kílómetrarnir voru farnir í dag.

Ridge Racer 6 verður að netleik

Upplýsingar um Ridge Racer 6 fyrir Xbox360 hafa nú borist frá framleiðanda leiksins Namco. Ridge Racer er gamall í hettunni í kappakstursleikja geiranum en í fyrsta sinn mun leikurinn verða fjöldaspilunarhæfur fyrir leikjatölvu. Með Xbox Live munu spilarar keppa á móti hvorum öðrum yfir netið, niðurhala nýjum tólum og tækjum.

Conflict skiptir um nafn

Nýjasti leikurinn í hinni vinsælu skotleikjaseríu Conflict hefur nú skipt um nafn en upphaflega átti næsti leikur að heita Conflict: Global Terror. Eidos hafa endurskýrt leikinn Conflict: Global Storm og mun hann koma á markað 30. september á PS2, Xbox og PC.

Kiri Te Kanawa við veiðar hér

Nýsjálenska óperusöngkonan Kiri Te Kanawa er stödd í þriðju veiðiferð sinni hér á landi. Hún heldur tónleika í október og ætlar að koma nokkrum dögum fyrr og taka heppna nemendur við Söngskólann í Reykjavík í söngkennslu.

Villikettir og Sumarást

2112 - Kúltúr Kompaní gaf nýverið út tvo vandaða geisladiska. Annars vegar 100% sumarást, safnplötu með lögum um ástina og lífið og hins vegar Villikettina, barnaplötu fyrir alla aldurshópa með vísum Davíðs Þórs Jónssonar.

Pönduungi á stærð við smjörstykki

Þrettán ára gömul risapanda í dýragarði í San Diego eignaðist í gær unga. Litla pandan var ekki nema um hundrað og tíu grömm þegar hún kom í heiminn og á stærð við smjörstykki.

Rallíleikir tilbúnir fyrir PSP

Codemasters hafa tilkynnt að Colin McRae Rally 2005 Plus og TOCA Race Driver 2 verði tilbúnir fyrir útgáfu á PSP vélinni frá Sony fyrsta september 2005. Leikirnir eru mjög heitir kappakstursleikir og því góð viðbót fyrir vélina.

Sony skáldaði kvikmyndagagnrýnanda

Kvikmyndafyrirtækið Sony hefur verið dæmt í tæplega hundrað milljóna króna sekt fyrir að blekkja almenning. Markaðsdeild Sony bjó til kvikmyndagagnrýnandann David Manning og vitnaði í hann í gríð og erg þegar kvikmyndir fyrirtækisins voru auglýstar.

Sverð Loga selt fyrir 13 milljónir

Geislasverð úr fyrstu Starwars-myndinni hefur verið selt fyrir þrettán milljónir króna. Það var leikarinn Mark Hamill, eða sjálfur Logi geimgengill, sem bar þetta sverð í myndinni.

Sjá næstu 50 fréttir