Lífið

Villikettir og Sumarást

21 12 - Kúltúr Kompaní gaf nýverið út tvo vandaða geisladiska. Annars vegar 100% sumarást, safnplötu með lögum um ástina og lífið og hins vegar Villikettina, barnaplötu fyrir alla aldurshópa með vísum Davíðs Þórs Jónssonar. Villikettirnir - Vísur eftir Davíð Þór Jónsson, eru barnaplata fyrir alla fjölskylduna. Lögin eru flutt af Frey Eyjólfssyni, Pétri "Jesú" Guðmundssyni, Margréti Eir, Andreu Gylfadóttur og fleiri. Á plötunni er meðal annars að finna lög eins og "Kokkteilsósukonan" - "Heimskasti krakki í heimi" og "Öskurbörnin". Safnplatan 100% Sumarást hefur að geyma íslensk lög um ástina og lífið. Flytjendur eru Védís Hervör, Selma Björnsdóttir, Margrét Eir, Nýdönsk, Svanhildur Jakobsdóttir, Þórunn Antonía, Stefán Hilmarsson, Diddú, Valgeir Guðjónsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Regína Ósk og Helgi Björnsson. 21 12 Kúltúr Kompaní er sjálfstætt útgáfu- og framleiðslufyrirtæki á menningartengdu efni. Að sögn forráðamanna fyrirtækisins eru það gæðin sem skipta máli en ekki magnið og eru aðeins gefnir út sérvaldir úrvalstitlar ár hvert. Meðal efnis sem 21 12 Kúltúr Kompaní hefur áður gefið út eru vísur Davíðs Þórs Jónssonar um jólasnótirnar þrettán og uppátæki þeirra, tónlist með Margréti Eir, íslensku dívunum og Bang Gang. Í lok ágúst kemur svo út geisladiskurinn Mor Duran en þar flytja Margrét Eir og Róbert Þórhallsson bassaleikar nokkur af bestu lögum Druan Duran. Lögin hafa verið útsett á sérstakan hátt fyrir bassa og söngrödd.Heimasíða 21 12 Kúltúr Kompaní





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.