Fleiri fréttir

Bill Russell er látinn

Bill Russell, sigursælasti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi, lést í dag 88 ára gamall að aldri.

LeBron James á leið í fámennan hóp

Körfuboltastjarnan LeBron James, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun verða hluti af fámennum hópi manna á komandi leiktíð. Hann mun þá spila sína tuttugustu leiktíð í deildinni.

Eftirmaður Baldurs fundinn

Tindastóll, silfurliðs Subway-deildar karla á síðasta tímabili, hefur ráðið nýjan þjálfara. Sá heitir Vladimir Anzulovic og er 44 ára Króati.

Hildur Björg semur við Namur í Belgíu

Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfubolta, hefur samið við belgíska liðið Basket Namur Capitale um að leika með liðinu á komandi leiktíð.

Kristbjörn Albertsson er látinn

Kristbjörn Albertsson, fyrrum körfuboltamaður, körfuboltadómari og formaður KKÍ, er látinn. Kristbjörn lést eftir baráttu við krabbamein þann 18. júlí síðastliðinn en Kristbjörn hefði orðið 78 ára þann 6. ágúst næstkomandi.

Íslenska liðið þarf að sætta sig við silfur

Íslenska karlalandsliðið í körfu­bolta skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri laut í lægra haldi 81-67 þegar liðið mætti Serbíu í úrslitaleik B-deildar Evr­ópu­móts­ins í Tblisi í Georgíu í dag.

Ísland tryggði sér sæti í A-deild

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í úrslitaleik B-deildar Evrópumótsins en íslenska liðið tryggði sér farseðilinn þangað með sigri gegn Finnlandi í kvöld. 

A-deildarsæti og úrslitaleikur undir hjá strákunum

U20 ára landslið karla í körfubolta komst í gær í undanúrslit á Evrópumóti B-deildar í Georgíu eftir sigur á Svíum. Finnar bíða íslenska liðsins í undanúrslitunum þar sem mikið er undir.

Bertone framlengir við Íslandsmeistarana

Argentínski körfuboltamaðurinn Pablo Bertone hefur framlengt samningi sínum við Íslandsmeistara Vals. Bertone verður því áfram í herbúðum Valsmanna næstu tvö árin í það minnsta.

Nýliðarnir fá reynslubolta frá Spáni

Nýliðar Hattar hafa samið við leikstjórnandan Obie Trotter um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway-deild karla í körfubolta. Trotter kemur frá HLA Alicante á Spáni.

Stjarnan semur við Adama Darboe

„Það verða ekki bara danskir dagar í Hagkaup næsta vetur,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar sem hefur öflugan liðsstyrk fyrir næsta tímabil frá KR-ingum í Dananum Adama Darboe.

Ægir Þór semur við HLA Alicante

Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur fundið sér nýtt lið á Spáni og hefur samið við HLA Alicante í LEB Oro deildinni. Ægir skrifaði undir eins árs samning við liðið.

Utah Jazz til­búið að hlusta á til­boð í Donovan Mitchell

Kevin Durant setti alla NBA-deildina í körfubolta í uppnám þegar hann tilkynnti að hann vildi yfirgefa Brooklyn Nets fyrir komandi leiktíð. Nú er nær öll lið deildarinnar til í að íhuga að skipta sínum bestu leikmönnum í von um að fá Durant í sínar raðir, Utah Jazz þar á meðal.

Þór Þorlákshöfn fær sænskan bakvörð

Körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshafnar hefur samið við sænska bakvörðinn Adam Ronnqvist um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway-deild karla.

Isabella framlagshæst í sigri

Isabella Ósk Sigurðardóttir átti fínan leik þegar lið hennar South Adelaide Panthers vann 26 stiga sigur á Central Districts Lions, 78-52, í NBL One Central deildinni í Ástralíu.

Þór Þor­láks­höfn verður með í Evrópu­keppni í vetur

Þór Þorlákshöfn mun taka þátt í Evrópubikarkeppni karla í körfubolta, FIBA Europe Cup, á næstu leiktíð. Hefur Körfuknattleikssamband Evrópu staðfest þátttökulið keppninnar. Fjögur efstu lið Íslandsmótsins fengu boð um þátttöku en Þórsarar voru eina liðið sem tók boðinu.

Zion ætlar ekki að bregðast neinum

Zion Williamson, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom fyrst inn í NBA deildina. Hann hefur glímt við ýmis meiðsli en virðist nú vera á batavegi og treystir Pelicans honum nægilega mikið til að gefa honum fimm ára samning upp á nærri 200 milljónir Bandaríkjadala.

Fjögur möguleg skipti fyrir Durant sem Brooklyn Nets gæti samþykkt

Það verður frekar erfitt að átta sig á landslaginu í NBA-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð fyrr en við vitum hvar hinn frábæri Kevin Durant muni spila. Kappinn hefur beðið um að komast frá Brooklyn Nets þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum.

Nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni

Stephen Curry fetaði í fótspor föður síns og varð stjarna í NBA-deildinni í körfubolta. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina verið duglegir að rifja upp mynd sem var tekin af þeim feðgum þegar Steph var fjögurra ára. Nú hefur Steph „endurtekið“ leikinn.

LeBron skoðaði Drang­ey með fyrir­liða Tinda­stóls

Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni.

Fimm laus pláss í næstu umferð forkeppni HM í körfubolta

Eins og frægt er orðið þá eru Íslendingar komnir í næstu umferð forkeppni HM og gerði sigurinn á móti Hollandi að verkum að þeir fara með haug af stigum með sér á næsta stig. Ein umferð er eftir í undankeppninni og ræðst það í dag hvernig forkeppnin lítur út.

Réttarhöldum yfir Griner frestað um nokkra daga

Bandaríska körfuknattleikskonan Brittney Griner var leidd fyrir dómstóla í Rússlandi á föstudaginn síðasta en Griner var handtekin í febrúar síðastliðnum. Griner var handtekin og ákærð fyrir að hafa í fórum sínum kannabis olíu á leið inn í Rússland.

Rudy Gobert skipt til Minnesota

Félagaskiptagluggi NBA deildarinnar heldur áfram og hver leikmannaskiptin á eftir öðrum eiga sér stað þessa dagana. Í gær var tilkynnt um leikmannaskipti sem geta haft talsverð áhrif á landslagið en einn af betri varnarmönnum deildarinnar, Rudy Gobert, var þá skipt frá Utah Jazz yfir til Minnesota Timberwolves.

Semple frá ÍR í KR

KR hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Subway deild karla næsta vetur. Jordan Semple hefur samþykkt að leika með liðinu en hann lék með ÍR á síðustu leiktíð og þótti standa sig með prýði.

Tryggvi Snær meðal bestu leikmanna umferðarinnar - Hægt að kjósa þann besta

Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Íslands hönd í sigrinum á Hollandi í gærkvöldi og leiddi hann liðið til sigurs ásamt Elvari Má Friðrikssyni. Tekið var eftir frammistöðunni hjá Tryggva og er hann í hóp með tveimur NBA leikmönnum sem taldir hafa staðið sig best í fimmtu umferð undankeppni HM í körfubolta 2023.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.