Körfubolti

Íslenska liðið þarf að sætta sig við silfur

Hjörvar Ólafsson skrifar
Þorvaldur Orri Árnason var atkvæðamestur hjá Íslandi í dag. 
Þorvaldur Orri Árnason var atkvæðamestur hjá Íslandi í dag.  Mynd/FIBA Europe.

Íslenska karlalandsliðið í körfu­bolta skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri laut í lægra haldi 81-67 þegar liðið mætti Serbíu í úrslitaleik B-deildar Evr­ópu­móts­ins í Tblisi í Georgíu í dag.

Serbar höfðu frumkvæðið í leiknum frá upphafi til enda en þó munaði bara einu stigi, 39-38, í hálfleik. 

Þor­vald­ur Orri Árna­son, leikmaður KR, var líkt og í flestum leikjanna í mótinu öflugast í sóknarleik íslenska liðsins. Þorvaldur Orri var stigahæstur með 19 stig. 

Ástþór Svalason sækir að körfu serbneska liðsins. 

Sig­urður Pét­urs­son kom næstur með 11 stig, Ólaf­ur Gunn­laugs­son setti niður áttaf stig og Friðrik Anton Jóns­son og Hugi Hall­gríms­son settu svo niður sjö stig hvor. 

Orri Gunn­ars­son og Ástþór Svala­son lögðu sín lóð á vogarskálina með sínum sex stigum og og Hilm­ir Hall­gríms­son bætti þremur stigum í púkkinn. 

Ísland mun leika í A-deild Evrópumótsins næst þegar keppt verður á mótinu en íslenska liðið tryggði sér sæti þar með sigri gegn Finnum í undanúrslitum mótsins í gær. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.