Serbar höfðu frumkvæðið í leiknum frá upphafi til enda en þó munaði bara einu stigi, 39-38, í hálfleik.
Þorvaldur Orri Árnason, leikmaður KR, var líkt og í flestum leikjanna í mótinu öflugast í sóknarleik íslenska liðsins. Þorvaldur Orri var stigahæstur með 19 stig.

Sigurður Pétursson kom næstur með 11 stig, Ólafur Gunnlaugsson setti niður áttaf stig og Friðrik Anton Jónsson og Hugi Hallgrímsson settu svo niður sjö stig hvor.
Orri Gunnarsson og Ástþór Svalason lögðu sín lóð á vogarskálina með sínum sex stigum og og Hilmir Hallgrímsson bætti þremur stigum í púkkinn.
Ísland mun leika í A-deild Evrópumótsins næst þegar keppt verður á mótinu en íslenska liðið tryggði sér sæti þar með sigri gegn Finnum í undanúrslitum mótsins í gær.