Körfubolti

Alexander frá KR í Hauka | Almar Orri áfram í Vesturbænum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Alexander Knudsen mun leika með Haukum næsta vetur. 
Alexander Knudsen mun leika með Haukum næsta vetur.  Mynd/Haukar

Alexander Knudsen hefur gengið til liðs við Hauka sem verða nýliðar í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. KR-ingar tilkynntu hins vegar í dag að félagið hefði samið við Almar Orra Atlason. 

Alexander Knudsen hefur gengið til liðs við Hauka sem verða nýliðar í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. 

Alexander, sem er 19 ára, er uppalinn í KR og hefur verið í meistaraflokki félagsins undanfarin tímabil. Þá hefur Alexander verið í yngri landsliðum Íslands og var síðast í U-18 ára liðinu árið 2021.

KR-ingar tilkynntu hins vegar í dag að félagið hefði framlengt samning sinn við Almar Orri Atlason. Almar Orri er fæddur árið 2004 og er uppalinn í KR.

Almar Orri hefur leikið með KR upp í gegnum alla yngri flokkana. Hann gekk til liðs við Stella Azurra í Róm á Ítalíu, veturinn 2019-2020. 

Á síðasta tímabili kom Almar Orri við sögu í 20 af 22 leikjum í deild og skilaði 3,7 stigum og 1,6 frákasti að meðaltali í leik.

Almar var valinn í 26 manna æfingahóp A-landslið karla í sumar, sem var liður í undirbúningi liðsins fyrir leiki í undankeppni HM.

Almar Orri var einn af lykilmönnum í U-18 ára liði Íslands sem nældi í bronsverðlaun á Norðurlandamóti í Finnlandi fyrr í sumar. Almar Orri endaði næst stigahæstur í íslenska liðinu með 13,8 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í leik. Almar Orri er um þessar mundir staddur á EM í Rúmeníu með U-18 ára landsliðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.