Körfubolti

Kristbjörn Albertsson er látinn

Atli Arason og Valur Páll Eiríksson skrifa
Kristbjörn Albertsson.
Kristbjörn Albertsson. Víkurfréttir

Kristbjörn Albertsson, fyrrum körfuboltamaður, körfuboltadómari og formaður KKÍ, er látinn. Kristbjörn lést eftir baráttu við krabbamein þann 18. júlí síðastliðinn en Kristbjörn hefði orðið 78 ára þann 6. ágúst næstkomandi.

Kristbjörn lék körfubolta með Njarðvík ásamt því að vera formaður félagsins um árabil í kringum aldamótin. Kristbjörn var einnig kjörin formaður Körfuknattleikssambands Íslands árið 1981

Kristbjörn var á meðal fremstu körfuboltadómara Íslands fyrr og síðar. Kristbjörn var fimm sinnum valin körfuknattleiksdómari ársins á árunum 1975-1989 ásamt því að vera fyrsti íslenski alþjóðadómarinn í körfubolta.

Kristjbjörn var einnig kennari við Njarðvíkurskóla í rúma þrjá áratugi auk þess að starfa fyrir Suðurflug og Flugleiðir.

Útför Kristbjörns fer fram í Njarðvíkurkirkju klukkan 13:00 í dag, þriðjudaginn 26. júlí, í Njarðvíkurkirkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×