Körfubolti

Eftirmaður Baldurs fundinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tindastóll var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari á síðasta tímabili.
Tindastóll var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari á síðasta tímabili. vísir/bára

Tindastóll, silfurliðs Subway-deildar karla á síðasta tímabili, hefur ráðið nýjan þjálfara. Sá heitir Vladimir Anzulovic og er 44 ára Króati.

Anzulovic tekur við Tindastóli af Baldri Þór Ragnarssyni sem lét af störfum fyrr í mánuðinum eftir þrjú ár í Skagafirðinum.

Á síðasta tímabili stýrði Anzulovic Zadar í heimalandinu. Hann hefur einnig þjálfað í Slóveníu og gerði Krka að bikarmeisturum þar í landi 2016. Á leikmannaferlinum lék Anzulovic í heimalandinu, Póllandi, Ungverjalandi, Grikklandi og Belgíu.

Auk þess að stýra karlaliði Tindastóls mun Anzulovic þjálfa unglingaflokk félagsins og stýra körfuboltaakademíu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Á síðasta tímabili komst Tindastóll í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn en tapaði þar fyrir Val, 3-2.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.