Körfubolti

Fyrst til að skorað yfir þrjátíu stig eftir fertugt: Í hóp með MJ og Dirk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diana Taurasi hefur unnið fjölmarga titla á sínum ferli og er af mörgum talin vera besta körfuboltakona sögunnar.
Diana Taurasi hefur unnið fjölmarga titla á sínum ferli og er af mörgum talin vera besta körfuboltakona sögunnar. Getty/Meg Oliphant

Diana Taurasi er stigahæsti leikmaðurinn í sögu WNBA-deildarinnar og hún er enn að spila í deildinni þrátt fyrir að hafa upp á fertugsafmælið sitt í síðasta mánuði. Hún er að gera miklu meira en það.

Taurasi bauð nefnilega upp á sögulegan leik með Phoenix Mercury í nótt þegar lið hennar vann 90-80 sigur á Los Angeles Sparks.

Taurasi skoraði 30 stig á 35 mínútum í leiknum og varð sú fyrsta í sögu WNBA til að skora þrjátíu stig eða meira eftir fertugsafmælið sitt.

Taurasi setti niður fimm þriggja stiga skot í leiknum og hitti úr 11 af 12 vítum sínum.

Hún hefur verið í stuði að undanförnu enda búin að skora 29, 23, 28 og 30 stig í síðustu fjórum leikjum sínum.

Diana Taurasi er líka í fámennum hóp ef við tökum karlana með því aðeins Michael Jordan og Dirk Nowitzki hefur tekist að skora 30 stig eða meira í NBA-deildinni eftir fertugsafmælið.

Taurasi varð stigahæsti leikmaður WNBA frá upphafi í júní í fyrra og hún var sú fyrsta til að skora meira en níu þúsund stig í deildinni. Hún á nú rúmlega þrjú hundruð stig í að ná að skora tíu þúsund stig.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.