Körfubolti

Bertone framlengir við Íslandsmeistarana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pablo Bertone verður áfram í herbúðum Valsmanna.
Pablo Bertone verður áfram í herbúðum Valsmanna. Vísir/Bára Dröfn

Argentínski körfuboltamaðurinn Pablo Bertone hefur framlengt samningi sínum við Íslandsmeistara Vals. Bertone verður því áfram í herbúðum Valsmanna næstu tvö árin í það minnsta.

Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Valsmanna, en Bertone kom til Vals frá Hukum fyrir seinasta tímabil.

Bertone spilaði stórt hlutverk í liði Vals er félagið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Hann skilaði að meðaltali 15 stigum, fimm fráköstum og fimm stoðsendingum í leik.

Íslandsmeistararnir ætla sér greinilega að halda svipuðum kjarna og skilaði þeim titlinum í vor. Í gær tilkynnti félagið að Kári Jónsson, mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar á seinasta tímabili, hefði skrifað undir áframhaldandi samning við félagið.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.