Körfubolti

Hildur Björg semur við Namur í Belgíu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hildur Björg Kjartansdóttir í baráttu við systurnar Söru og Bríeti Hinriksdætur. Hildur er nú á leið til Belgíu.
Hildur Björg Kjartansdóttir í baráttu við systurnar Söru og Bríeti Hinriksdætur. Hildur er nú á leið til Belgíu. VÍSIR/BÁRA

Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfubolta, hefur samið við belgíska liðið Basket Namur Capitale um að leika með liðinu á komandi leiktíð.

Hildur gengur til liðs við Namur frá Val þar sem hún hefur leikið frá árinu 2020, en ásamt því hefur hún leikið með KR og Snæfelli hér á landi. Þá hefur hún einnig leikið með spænsku liðunum Celta de Vigo Baloncesto og Club Baloncesto Leganes.

Hildur er 27 ára framherji sem hefur í tvígang fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Hún varð Íslandsmeistari með Snæfellingum árið 2014 og svo Valskonum 2021.

Það er Namur sem greinir frá félagsskiptunum á Instagram-síðu sinni. Liðið hafnaði í þriðja sæti belgísku deildarinnar á seinasta tímabili og féll svo út í undanúrslitum um belgíska meistaratitilinn gegn verðandi meisturum í Mechelen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×