Körfubolti

Bræður sameinaðir á ný hjá Tindastóli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ragnar og Viðar Ágústssynir.
Ragnar og Viðar Ágústssynir. Facebook

Tindastóll er að setja saman öflugt lið fyrir komandi keppnistímabil í körfuboltanum.

Bræðurnir Ragnar og Viðar Ágústssynir hafa samið við uppeldisfélagið en þeir hafa ekki leikið mikið saman fyrir meistaraflokk þar sem Ragnar, sem er yngri, hefur leikið með Þór á Akureyri undanfarin ár.

Viðar hefur verið hluti af Tindastólsliðinu undanfarin ár og gerir hann nýjan þriggja ára samning við félagið en Ragnar, sem er að koma frá Þór, gerir tveggja ára samning.

Ragnar er tvítugur að aldri en hefur verið í nokkuð stóru hlutverki í liði Þórs á undanförnum árum.

Króatinn Vladimir Anzulovic tók nýverið við stjórnartaumunum hjá Tindastóli sem ætla sér stóra hluti á komandi leiktíð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.