Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Hattar, en HLA Alicante hafnaði í 12. sæti spænsku B-deildarinnar á seinasta tímabili.
Trotter er bandarískur leikstjórnandi, en er með ungverskt vegabréf og kemur því til liðsins sem Evrópumaður.
Hann er 38 ára gamall og hóf feril sinn með The JobStairs GIESSEN 46ers í Þýskalandi. Á löngum ferli sínum hefur hann einnig leikið í Frakklandi, Finnlandi, Ungverjalandi, Rússlandi, Grikklandi, Póllandi, Ítalíu og Rúmeníu.