Körfubolti

Nýliðarnir fá reynslubolta frá Spáni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Obie Trotter í Evrópuleik með ungverska liðinu Szolnoki Olaj árið 2012.
Obie Trotter í Evrópuleik með ungverska liðinu Szolnoki Olaj árið 2012. Vladimir Rys Photography/Getty Images

Nýliðar Hattar hafa samið við leikstjórnandan Obie Trotter um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway-deild karla í körfubolta. Trotter kemur frá HLA Alicante á Spáni.

Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Hattar, en HLA Alicante hafnaði í 12. sæti spænsku B-deildarinnar á seinasta tímabili.

Trotter er bandarískur leikstjórnandi, en er með ungverskt vegabréf og kemur því til liðsins sem Evrópumaður. 

Hann er 38 ára gamall og hóf feril sinn með The JobStairs GIESSEN 46ers í Þýskalandi. Á löngum ferli sínum hefur hann einnig leikið í Frakklandi, Finnlandi, Ungverjalandi, Rússlandi, Grikklandi, Póllandi, Ítalíu og Rúmeníu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.