Dauðskelkuð Griner biðlar til Bandaríkjaforseta: Gerðu það, ekki gleyma mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 09:31 Brittney Griner hefur ekkert getað spilað með Phoenix Mercury því hún hefur dúsað í fangelsi í Moskvu síðan í febrúar. Getty/Christian Petersen/ Bréf frá bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner, skrifað í fangelsi í Rússlandi, komst alla leið í Hvíta húsið. Bandarískir fjölmiðlar fengu að birta brot úr því á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí. Griner hefur verið í haldi í Rússlandi síðan hún var handtekin á flugvellinum í Moskvu fyrir að vera með hassolíu í sínum förum en hana notaði Griner í rafrettu sína. Það kom ekki fram hvernig bréfið komst úr fangelsinu í Moskvu alla leið í Hvíta húsið í Washington DC. Fjölmiðlar fengu heldur ekki afrit af öllu bréfinu heldur aðeins brot úr því. Það sem er vitað er að í þessu bréfi biðlaði Griner beint til Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Ég er dauðskelkuð um að ég verði hér alla tíð,“ skrifaði Brittney Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner er ein besta körfuboltakona heims, 206 sentímetra miðherji sem hefur bæði orðið WNBA-meistari sem og verið stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar í tvígang. Hún hefur líka átta sinnum varið flest skot á tímabili og þrisvar sinnum verið kosin í úrvalslið ársins. Réttarhöldin yfir Griner hófust síðastliðinn föstudag. Lögfræðisérfræðingar og bandarískir fulltrúar hafa sagt að réttarhöldin séu í raun aðeins sýndarréttarhöld og því löngu ljóst að hún verði dæmd sek og í langt fangelsi. „Ég átta mig á því að þú ert að glíma við marga hluti en gerðu það ekki gleyma mér og hinum sem eru líka í gæsluvarðhaldi,“ skrifaði Griner. Griner handskrifaði bréfið og þar nefnir hún meðal annars að faðir hennar hafi verið í Víetnam. „Fjórða júlí, heiðrar mín fjölskylda vanalega þá sem börðust fyrir frelsi okkar og meðal þeirra er faðir minn sem barðist í Víetnam. Það er mjög sárt að hugsa um það hvernig ég held vanalega upp á þennan dag því frelsi þýðir eitthvað allt annað fyrir mig í dag,“ skrifaði Griner. „Ég kaus í fyrsta sinn árið 2020 og þá kaus ég þig. Ég trúi á þig. Ég á enn svo margt gott eftir að láta af mér leiða og þú getur hjálpað mér að geta það. Ég sakna eiginkonu minnar. Ég sakna fjölskyldunnar. Ég sakna liðsfélaganna. Það er mjög erfitt að vita að þeir eru ganga í gegnum þetta kvalræði. Ég er þakklát fyrir allt sem þú getur gert til að hjálpa mér að komast heim,“ skrifaði Griner. Mál Brittney Griner NBA Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Griner hefur verið í haldi í Rússlandi síðan hún var handtekin á flugvellinum í Moskvu fyrir að vera með hassolíu í sínum förum en hana notaði Griner í rafrettu sína. Það kom ekki fram hvernig bréfið komst úr fangelsinu í Moskvu alla leið í Hvíta húsið í Washington DC. Fjölmiðlar fengu heldur ekki afrit af öllu bréfinu heldur aðeins brot úr því. Það sem er vitað er að í þessu bréfi biðlaði Griner beint til Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Ég er dauðskelkuð um að ég verði hér alla tíð,“ skrifaði Brittney Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner er ein besta körfuboltakona heims, 206 sentímetra miðherji sem hefur bæði orðið WNBA-meistari sem og verið stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar í tvígang. Hún hefur líka átta sinnum varið flest skot á tímabili og þrisvar sinnum verið kosin í úrvalslið ársins. Réttarhöldin yfir Griner hófust síðastliðinn föstudag. Lögfræðisérfræðingar og bandarískir fulltrúar hafa sagt að réttarhöldin séu í raun aðeins sýndarréttarhöld og því löngu ljóst að hún verði dæmd sek og í langt fangelsi. „Ég átta mig á því að þú ert að glíma við marga hluti en gerðu það ekki gleyma mér og hinum sem eru líka í gæsluvarðhaldi,“ skrifaði Griner. Griner handskrifaði bréfið og þar nefnir hún meðal annars að faðir hennar hafi verið í Víetnam. „Fjórða júlí, heiðrar mín fjölskylda vanalega þá sem börðust fyrir frelsi okkar og meðal þeirra er faðir minn sem barðist í Víetnam. Það er mjög sárt að hugsa um það hvernig ég held vanalega upp á þennan dag því frelsi þýðir eitthvað allt annað fyrir mig í dag,“ skrifaði Griner. „Ég kaus í fyrsta sinn árið 2020 og þá kaus ég þig. Ég trúi á þig. Ég á enn svo margt gott eftir að láta af mér leiða og þú getur hjálpað mér að geta það. Ég sakna eiginkonu minnar. Ég sakna fjölskyldunnar. Ég sakna liðsfélaganna. Það er mjög erfitt að vita að þeir eru ganga í gegnum þetta kvalræði. Ég er þakklát fyrir allt sem þú getur gert til að hjálpa mér að komast heim,“ skrifaði Griner.
Mál Brittney Griner NBA Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira