Körfubolti

Íslendingar eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði EM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þor­vald­ur Orri Árna­son og Orri Gunnarsson unnu sér inn sæti í úrvalsliði EM.
Þor­vald­ur Orri Árna­son og Orri Gunnarsson unnu sér inn sæti í úrvalsliði EM. FIBA

Íslenska landsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri á tvo fulltrúa í úrvalsliði B-deildar Evrópumótsins sem lauk í Tbilisi í Georgíu í gær.

Það voru þeir Þor­vald­ur Orri Árna­son og Orri Gunnarsson sem voru valdir í liðið, en Ísland er eina þjóðin sem á tvo leikmenn í liðinu sem skipar fimm leikmenn.

Ísland fór alla leið í úrslit mótsins en þurfti að gera sér silfur að góðu eftir tap gegn Serbum, 81-67. Þorvaldur Orri var stigahæstur Íslendinga í úrslitaleiknum með 19 stig.

Þrátt fyrir tapið í úrslitaleiknum vann íslenska liðið sig upp í A-deild ásamt Serbum og Eistum.


Tengdar fréttir

Íslenska liðið þarf að sætta sig við silfur

Íslenska karlalandsliðið í körfu­bolta skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri laut í lægra haldi 81-67 þegar liðið mætti Serbíu í úrslitaleik B-deildar Evr­ópu­móts­ins í Tblisi í Georgíu í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.