Það voru þeir Þorvaldur Orri Árnason og Orri Gunnarsson sem voru valdir í liðið, en Ísland er eina þjóðin sem á tvo leikmenn í liðinu sem skipar fimm leikmenn.
Ísland fór alla leið í úrslit mótsins en þurfti að gera sér silfur að góðu eftir tap gegn Serbum, 81-67. Þorvaldur Orri var stigahæstur Íslendinga í úrslitaleiknum með 19 stig.
Þrátt fyrir tapið í úrslitaleiknum vann íslenska liðið sig upp í A-deild ásamt Serbum og Eistum.