Körfubolti

Réttarhöldum yfir Griner frestað um nokkra daga

Árni Jóhansson skrifar
Brittney Griner leidd fyrir dómara
Brittney Griner leidd fyrir dómara AP Photo/Alexander Zemlianichenko

Bandaríska körfuknattleikskonan Brittney Griner var leidd fyrir dómstóla í Rússlandi á föstudaginn síðasta en Griner var handtekin í febrúar síðastliðnum. Griner var handtekin og ákærð fyrir að hafa í fórum sínum kannabis olíu á leið inn í Rússland.

Griner var á leið til Rússlands en hún ætlaði sér að spila fyrir liðið UMMC Ekaterinburg í rússnesku deildinni. Griner er á mála hjá Phoenx Mercury í WNBA deildinni í Bandaríkjunum. 

Þegar Griner var spurð af dómara hvort hún hefði svar við svaraði hún að hún væri ekki tilbúin til þess á föstudgainn síðastliðinn en að hún myndi svara þeim í náinni framtíð. Verði Griner dæmd á hún yfir höfði sér 10 ára fangelsisdóm fyrir að hafa komið með mikið magn af fíkniefnum inn í landið.

Líkurnar á því að Griner verði dæmd til fangelsisvistar eru miklar en einungis eitt prósent af þeim sem eru ákærðir fyrir glæpi í Rússlandi eru sýknaðir og þá er hægt að snúa við sýknudómum þar í landi. 

Réttarhöldunum var svo frestað til 7. júlí þar sem tvö vitni létu ekki sjá sig við réttarhöldin. Áður höfðu tollvörður og aðili sem kom fram í lokuðu þinghaldi borið vitni fyrir dómnum. Áður hafði verið tekin sú ákvörðun að Griner yrði í gæsluvarðhaldi í sex mánuði í viðbót eða fram í desember næstkomandi.

Réttarhöldin og gæsluvarðhaldið blandast inn í tímabil þar sem samband stórveldanna Bandaríkjanna og Rússlands gætu varla verið kaldari. Griner var handtekin rétt áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Associated Press fréttastofan hefur fylgst vel með atburðarrásinni og hægt er að lesa meira um þróunina og viðbrögð tengdra aðila með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Körfu­bolta­stjarna fór fyrir dómara í Rúss­landi í dag

Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner fór fyrir dómara í undirbúningsyfirheyrslu í Rússlandi í dag. Griner var handtekinn fyrir rúmlega fjórum mánuðum á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu fyrir vörslu á kannabisi þegar það fannst hassolía í rafrettu hennar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.