Fleiri fréttir

Gæti verið að endur­komu Ron­aldo seinki

Leiks Manchester United og Newcastle United er beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem það er fyrsti leikur Man Utd síðan Cristiano Ronaldo skrifaði undir hjá félaginu. 

Kominn aftur til Eng­lands eftir ránið í vor

Sænski landsliðsmarkvörðurinn Robin Olsen samdi við enska B-deildarliðið Sheffield United undir lok félagaskiptagluggans. Hann og fjölskylda hans eru enn að jafna sig eftir skelfilega lífsreynslu sem þau urðu fyrir í vor.

Mourinho við Xhaka: Farðu í bólusetningu

Granit Xhaka, leikmaður Arsenal og svissneska karlalandsliðsins í fótbolta, greindist með kórónuveiruna í vikunni. Knattspyrnusamband Sviss greindi frá því að hann væri óbólusettur en José Mourinho, þjálfari Roma, sem reyndi að fá Xhaka í sínar raðir í sumar hefur hvatt hann til að láta sprauta sig.

Óhjákvæmilegt að gróðinn verði gríðarlegur á alla kanta

„Þetta er ekki áhætta að fá hann til liðs við Manchester United“ segir Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar Íslandsbanka, um skipti Cristiano Ronaldo til Manchester United. Í greiningu sinni á skiptunum segir Björn óhjákvæmilegt að félagið, styrktaraðilar og Ronaldo sjálfur græði umtalsvert á þeim.

Ronaldo þakklátur Cavani fyrir númerið

Cristiano Ronaldo fékk það í gegn að hann myndi klæðast treyju númer sjö, líkt og hann er vanur, eftir endurkomuna til Manchester United. Hann kveðst þakklátur Edinson Cavani fyrir að hafa verið til í að skipta um númer.

Ronaldo fær sjöuna hjá Manchester United

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo fær að leika í treyju númer sjö hjá Manchester United líkt og hann gerði þegar hann lék með liðinu fyrir tólf árum. Edinson Cavani gefur sjöuna eftir og mun leika í treyju númer 21.

Var drullusama um sjöuna hjá Man. Utd. og kennir Van Gaal um allt

Ángel Di María segir að sér hafi verið drullusama um hina frægu treyju númer sjö hjá Manchester United sem hann klæddist á eina tímabilinu sem hann lék með liðinu. Þá kennir Argentínumaðurinn Louis van Gaal um ófarir sínar hjá United.

United sækir um undanþágu fyrir Ronaldo

Enska fótboltafélagið Manchester United hefur sótt um undanþágu til ensku úrvalsdeildarinnar svo stjarnan Cristiano Ronaldo, sem gekk í raðir félagsins í gær, geti borið sína frægu sjöu á bakinu.

Við það að fá tauga­á­fall í fangelsinu

Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, er við það að fá taugaáfall í HMP Altcourse-fangelsinu. Þar bíður hann dóms eftir að hafa verið ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota. 

Arsenal sótti varnarmann á lokametrum gluggans

Arsenal krækti í japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu frá ítalska félaginu Bologna á lokametrum félagsskiptagluggans í kvöld. Lundúnaliðið greiðir í kringum 23 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Tottenham fær bakvörð frá Barcelona

Brasilíski bakvörðurinn Emerson Royal er gengin til liðs við enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur. Emerson skrifar undir fimm ára samning, en Lundúnaliðið greiðir um 30 milljónir evra fyrir þjónustu hans.

Sá besti fram­lengir til 2027

Portúgalski varnarmaðurinn Rúben Dias hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Manchester City til ársins 2027. Aðeins er rétt ár síðan Dias gekk í raðir City.

Hirtu útivallarmetið af Arsenal

Manchester United hefur gengið afar vel á útivelli undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og vann sterkan 0-1 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Tuchel segist hafa beðið til guðs seinustu fimm mínúturnar gegn Liverpool

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður með baráttu sinna manna þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Liverpool á Anfield í dag eftir að hafa verið manni færri allan seinni hálfleikinn. Hann segist þó ekki vera sannfærður um að Reece James hafi verðskuldað rautt spjald.

Tíu leikmenn Chelsea sóttu stig á Anfield

Liverpool og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Tíu leikmenn Chelsea héldu út og fara með eitt stig aftur til Lundúna.

Özil hæddist að Arteta eftir tapið

Þjóðverjinn Mesut Özil, leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi og fyrrum leikmaður Arsenal á Englandi, sendi kaldhæðnislega kveðju á félagið og stjóra þess Mikel Arteta eftir 5-0 tap þess fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

West Ham og Everton á toppnum | Dramatík í Newcastle

Fimm leikir fóru fram um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton byrjar vel undir stjórn Spánverjans Rafaels Benítez en liðið er jafnt West Ham United að stigum á toppi deildarinnar eftir að Hömrunum mistókst að vinna sinn þriðja leik í röð.

„Þurfum að líta í spegil“

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, segir leikmenn liðsins þurfa að fara í naflaskoðun eftir 5-0 tap fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal hefur ekki skorað mark á leiktíðinni og er á botni deildarinnar án stiga.

Treyjasala upp úr öllu valdi þökk sé Ed Sheeran

C-deildarlið Ipswich Town á Englandi hefur óvænt rokið upp lista yfir þau lið í landinu sem hafa selt flestar treyjur og er á meðal þeirra 20 efstu. Þar er að þakka miklum stuðningsmanni félagsins, tónlistarmanninum Ed Sheeran.

Sjá næstu 50 fréttir