Fleiri fréttir Yfirtökutilboð í Newcastle Milljarðamæringurinn Mike Ashley hefur gert 133 milljón punda yfirtökutilboð í enska knattspyrnufélagið Newcastle. Ashley hefur þegar keypt hlut fjölskyldu Sir John Hall í félaginu sem nemur um 41,6% og kostaði það viðskiptajöfurinn 55 milljónir punda. 23.5.2007 14:31 Bale á leið til Tottenham Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er sagt hafa náð samkomulagi við Southampton um kaup á efnilegasta bakverði Bretlandseyja, Gareth Bale. Breska sjónvarpið segir sig hafa heimildir fyrir því að leikmaðurinn fari í læknisskoðun á morgun, en kaupverðið hefur enn ekki verið staðfest. Southampton hafði áður neitað 10 milljón punda Tottenham í hinn 17 ára gamla Bale, sem er í landsliði Wales. Southampton hefur ekki fengist til að staðfesta þessar fréttir. 23.5.2007 13:49 Distin semur við Portsmouth Franski varnarmaðurinn Sylvain Distin hefur skrifað undir þriggja ára samning við Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni en hann var samningslaus hjá Manchester City. Distin er 29 ára gamall og kom til City frá Paris St Germain fyrir 4 milljónir punda árið 2002. 23.5.2007 13:45 Duff úr leik fram í nóvember Írski landsliðsmaðurinn Damien Duff hjá Newcastle getur ekki spilað með liði sínu á ný fyrr en eftir fimm eða sex mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Þetta sagði Steve Staunton landsliðsþjálfari Íra í dag. Það er því ekki hægt að segja að Newcastle hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í fyrra þegar það keypti stjörnuleikmennina Duff og Michael Owen, sem báðir hafa verið oftar hjá sjúkraþjálfaranum en á leikvellinum. 22.5.2007 20:52 Seldi knattspyrnufélagið Wolves fyrir 1231 krónu Viðskiptajöfurinn Steve Morgan hefur gengið frá kaupum á fornfrægu knattspyrnufélagi Wolverhampton Wanderers fyrir 1231 krónu af fyrrum stjórnarformanni félagsins Sir Jack Hayward. Í staðinn hefur Morgan gefið loforð fyrir því að fjárfesta í félaginu fyrir 30 milljónir punda. 22.5.2007 20:37 Sidwell fer til Chelsea Jose Mourinho knattspyrustjóri Chelsea hefur gengið frá fyrstu kaupum sumarsins hjá félaginu. Miðjumaðurinn Steve Sidwell hjá Reading hefur þannig samþykkt að ganga í raðir félagsins í sumar á frjálsri sölu. Hann er 24 ára gamall og kom mjög á óvart í öskubuskuliði Reading í úrvalsdeildinni í vetur. Samningur Sidwell rennur út í júlí og þá er honum frjálst að ganga í raðir Chelsea. 22.5.2007 19:22 Henry: Beckham á skilið að komast í landsliðið Franski framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal segir að frammistaða David Beckham með Real Madrid í vor sé að sínu mati nóg til að réttlæta að hann verði kallaður inn í enska landsliðið á ný. Beckham náði að vinna traust þjálfara síns Fabio Capello og komast aftur inn í byrjunarlið Real eftir að hafa verið settur út í kuldann á tímabili. 22.5.2007 14:18 Distin farinn frá City Franski varnarmaðurinn Sylvain Distin hefur ákveðið að fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City eftir fimm ár í röðum þess. Distin er 29 ára gamall og missti aðeins úr einn leik á tímabilinu. Hann neitaði tilboði City um framlengingu á samningi sínum og talið er að hann muni ganga í raðir Portsmouth í sumar. 22.5.2007 14:16 Adebayor framlengir við Arsenal Framherjinn Emmanuel Adebayor hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Hann átti fast sæti í liðinu á nýafstaðinni leiktíð og skoraði 12 mörk í 44 leikjum. Adebayor er 23 ára gamall landsliðsmaður Tógó og var keyptur frá Mónakó í janúar í fyrra fyrir 3 milljónir punda. 22.5.2007 14:13 Benitez boðar breytingar Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur boðað breytingar í herbúðum liðsins í sumar óháð því hvernig fer í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað kvöld. Ljóst þykir að nýju eigendur félagsins séu tilbúnir að útvega fjármagn í að styrkja liðið verulega. 22.5.2007 14:05 Robson tekur við Sheffield United Bryan Robson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands í knattspyrnu, hefur verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri Sheffield United sem féll úr úrvalsdeildinni í vor. Hann tekur við af Neil Warnock sem hætti með liðið eftir að það féll. 22.5.2007 10:31 McLaren fagnar endurkomu Owen Steve McLaren, þjálfari enska landsliðsins, er alsæll með að sóknarmaðurinn Micheal Owen skuli loksins vera búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir á HM í Þýskalandi síðasta sumar. McLaren segir að öll lið sem ætli sér að verða sigursæl þurfi á markaskorara á borð við Owen að halda. 21.5.2007 18:30 Foster verður aðalmarkvörður Man. Utd. Nokkur götublaðanna í Englandi segja frá því í morgun að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., hafi tilkynnt markverðinum Edwin van der Saar að hann muni verða varamaður fyrir Ben Foster á næstu leiktíð, en Foster snýr þá aftur til Man. Utd. úr láni hjá Watford. 21.5.2007 17:06 Portsmouth að klófesta Distin Harry Redknapp og félagar í Portsmouth eru við það að tryggja sér þjónustu varnarmannsins Silvain Distin næstu þrjú árin, en varnarmanninum hefur verið boðinn samningur sem færir honum rúmar fimm milljónir á viku. Distin fer til Portsmouth á frjálsri sölu, en samningur hans við Manchester City er að renna út. 21.5.2007 17:03 Robben áfram hjá Chelsea Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hefur fullvissað stuðningsmenn Chelsea um að hann verði áfram í herbúðum enska liðsins á næstu leiktíð, en hann hefur lengi verið orðaður við sölu frá félaginu. Robben segist enn fremur hafa fulla trú á að hann verði kominn aftur í sitt besta form áður en næsta tímabil hefst. 21.5.2007 15:45 Shevchenko vill spila í Bandaríkjunum Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hefur greint frá því að hann eigi þann draum heitastan að geta spilað í bandarísku atvinnumannadeildinni áður en ferill hans er á enda. Shevchenko segir mikla uppbyggingu vera að eiga sér stað þar vestra og hefur sóknarmaðurinn mikinn áhuga á að taka þátt í henni. 21.5.2007 13:30 Carrick fagnar komu Hargreaves Michael Carrick, enski miðjumaðurinn hjá Man. Utd., segist munu bjóða landa sinn Owen Hargreaves velkominn til félagsins með opnum örmum, en Hargreaves mun líklega skrifa undir samning við ensku meistaranna síðar í vikunni. Carrick óttast ekki samkeppnina sem felst í komu Hargreaves til liðsins. 21.5.2007 13:15 Robson vill stýra Sheffield Utd. Bryan Robson, fyrrum þjálfari Middlesbrough og WBA, hefur staðfest að hann hafi mikinn áhuga á að taka við stjórn Sheffield United og er búist við því að hann verði formlega kynntur sem næsti knattspyrnustjóri liðsins á næstu tveimur sólarhringum. 21.5.2007 13:00 Hvatningarræða Drogba gerði útslagið Þótt að Didier Drogba hafi skorað markið sem réð úrslitum í bikarúrslitaleik Chelsea og Man. Utd. um helgina var það ekki síður ávarp hans til leikmanna fyrir leikinn sem hafði hvað mest áhrif á niðurstöðu leiksins, að því er fyrirliðinn John Terry heldur fram. Drogba hvatti leikmenn til að leggja sig alla fram fyrir hvorn annan. 21.5.2007 12:15 Gallas: Það vantar reynslu í Arsenal Franski varnarmaðurinn William Gallas hjá Arsenal segir að liðinu skorti sárlega reynslu í leikmannahópinn til að ná betri árangri en þeim sem liðið náði á þessu tímabili. Gallas er ómyrkur í máli og segir liðið ekki hafa tekið neinum framförum á nýafstaðinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. 20.5.2007 15:04 Mourinho: Mikel var kóngurinn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að frammistaða nígeríska miðjumannsins John Obi Mikel í bikarúrslitaleiknum gegn Chelsea í gær hafi verið ótrúleg og að “strákurinn” hafi verið kóngurinn í leiknum. Mourinho hélt einnig áfram að tala um hvernig tímabilið hjá liði sínu hefði getað orðið án meiðslavandræða. 20.5.2007 13:38 Ballack og Shevchenko verða ekki seldir Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni losa sig við þrjá leikmenn í sumar og að þrír til fjórir leikmenn munu koma til liðsins í staðinn. Að sögn stjórnarformannsins mun líklega enginn þeirra þó vera stórstjarna og þá staðfesti hann að hvorki Andriy Shevchenko né Michael Ballack væru á leið frá félaginu. 20.5.2007 13:36 Beckenbauer staðfestir brottför Hargreaves Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen í Þýskalandi, tilkynnti stuðningsmönnum liðsins í morgun að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves væri á förum frá liðinu til Englandsmeistara Manchester United. Hann staðfesti þar með fréttirnar sem birtust í þýskum fjölmiðlum í gær. 20.5.2007 12:19 Allt frágengið á milli Bayern og Man. Utd.? Allt útlit er fyrir að Owen Hargreaves verði orðinn leikmaður Manchester United innan fárra daga, að því er þýskir fjölmiðlar halda fram. Sagt er að Bayern Munchen hafi samþykkt 17 milljón punda tilboð Man. Utd. í enska landsliðsmanninn og að það sé aðeins formsatriði fyrir hann að ná samkomulagi við sitt nýja félag. 20.5.2007 11:18 Finnan fær nýjan samning hjá Liverpool Írski varnarmaðurinn Steve Finnan hjá Liverpool mun væntanlega skrifa undir nýjan samning við félagið fljótlega eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í næstu viku. Finnan er einn af fimm leikmönnum sem þjálfarinn Rafael Benitez hefur boðið nýjan samning, en talið er að nokkrar breytingar verði á leikmannahóp Liverpool í sumar. 19.5.2007 18:45 Mourinho: Áttum sigurinn skilinn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði að sínir menn hefðu átti sigurinn á Man. Utd. í bikarkeppninni í dag skilinn, bæði vegna þess að þeir hafi verið betri í leiknum en ekki síður vegna þess hvernig þeir hafa svarað mótlætinu sem hann telur liðið hefur lent í á tímabilinu – með því að vinna tvo titla. 19.5.2007 18:11 Ferguson: Leikmenn voru of þreyttir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að allur sá fjöldi leikja sem sitt lið hefur spilað í vetur hafi átt stóran þátt í tapi liðsins gegn Chelsea í úrslitaleiknum í dag. Ferguson fannst einstaka leikmenn sínir þreyttir eftir langt og strangt tímabil og að liðið hefði að þeim sökum ekki verið upp á sitt besta. 19.5.2007 18:08 Chelsea enskur bikarmeistari Markahrókurinn Didier Drogba var hetja Chelsea þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Man. Utd. þegar 4 mínútur voru eftir af úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í dag. Þetta er fyrsti sigur Chelsea í ensku bikarkeppninni frá því að Jose Mourinho tók við stjórn liðsins, en fyrr í vetur hafði liðið sigrað enska deildarbikarinn. 19.5.2007 16:29 Framlengt hjá Chelsea og Man. Utd. Leikmönnum Chelsea og Man. Utd. hefur ekki tekist að skora í venjulegum leiktíma í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og því þarf að framlengja leikinn. Verði ekkert mark skorað í framlengingunni munu úrslitin ráðast í vítaspyrnukeppni. 19.5.2007 15:53 Markalaust í hálfleik á Wembley Staðan er markalaus þegar flautað hefur verið til hálfleiks í bikarúrslitaleik Chelsea og Manchester United á Wembley í Lundúnum. Leikurinn hefur verið heldur bragðdaufur, leikmenn eru mjög varkárir í öllum sínum aðgerðum og nánast engin opin færi hafa litið dagsins ljós. Leikurinn er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. 19.5.2007 14:45 Enginn Cole í liði Chelsea Úrslitaleikur Manchester United og Chelsea í ensku bikarkeppninni er hafinn og er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Athygli vekur að Wayne Bridge er tekinn fram yfir Ashley Cole í byrjunarlið Chelsea, rétt eins og enskir fjölmiðlar höfðu spáð. Annars er fátt sem kemur á óvart í uppstillingu liðanna. 19.5.2007 14:01 Vidic: Ég er enginn morðingi Nemanja Vidic, varnarmaður Manchester United, segist alls ekki vera neinn morðingi, en það er þó ekki svo að hann hafi raunverulega verið ásakur um slíkt athæfi. Vidic er að neita fullyrðingum sem fram koma í söng stuðningsmanna Man. Utd. um Vidic, en textinn í laginu endar á textabrotinu: "Hann mun myrða þig." 19.5.2007 13:45 Treystir Cole ekki í slaginn gegn Ronaldo Fjölmiðlar í Englandi greina frá því nú í hádeginu að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafi ákveðið að taka Wayne Bridge fram yfir Ashley Cole í stöðu vinstri bakvarðar, þar sem hann telji Cole ekki í nægilega góðu formi til að ráða við Cristiano Ronaldo. 19.5.2007 11:49 90 þúsund manns á úrslitaleik bikarkeppninnar á Wembley Á morgun mætast Manchester United og Chelsea í úrslitum enska bikarsins á nýjum Wembley í Lundúnum. Löngu er uppselt á leikinn en nýi völlurinn er glæsilegt mannvirki. 18.5.2007 15:30 Mourinho: Látið börnin mín í friði Jose Mourinho þjálfari Chelsea sendi blaðamönnum breska götublaðsins The Sun tóninn á blaðamannafundi í gær en þar var hann mættur til að ræða um bikarúrslitaleik Chelsea og Man Utd sem fram fer á laugardaginn. 17.5.2007 20:15 Ranieri neitar viðræðum við Manchester City Ítalski þjálfarinn Claudio Ranieri hjá Parma hefur neitað því að hafa verið í viðræðum við Manchester City um að verða eftirmaður Stuart Pearce í stjórastólnum hjá félaginu. Ranieri hefur unnið gott starf hjá Parma í vetur, en hann tók við liðinu á botninum og er nú í góðri leið með að bjarga því frá falli. Hann hafði þar áður verið í tveggja ára fríi frá knattspyrnunni en stýrði Chelsea áður en Jose Mourinho tók þar við. 17.5.2007 16:16 Drogba fékk gullskóinn Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea hefur verið afhentur gullskórinn í ensku úrvalsdeildinni en það eru verðlaunin sem veitt eru makahæsta leikmanni deildarinnar ár hvert. Drogba skoraði 20 mörk í deildinni, Benni McCarthy hjá Blackburn varð annar með 18 og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United setti 17 mörk. Drogba er fyrsti Chelsea maðurinn til að fá verðlaunin síðan Jimmy Floyd Hasselbaink fékk þau árið 2001, en Thierry Henry hafði fengið þau þrjú síðustu ár. 17.5.2007 16:10 Gonzalez íhugar að fara frá Liverpool Mark Gonzalez hjá Liverpool segist vera að íhuga að fara frá félaginu í sumar og til greina komi að fara annað sem lánsmaður eða á beinni sölu. "Ég er með þriggja ára samning en maður veit aldrei hvað getur gerst í fótboltanum. Í augnablikinu er ég bara að einbeita mér að úrslitaleiknum í Meistaradeildinni," sagði hinn 22 ára gamli Chilemaður. 17.5.2007 16:02 Jewell hefði haldið áfram ef Wigan hefði fallið Knattspyrnustjórinn Paul Jewell sem sagði starfi sínu lausu hjá Wigan í vikunni, sagði í dag að hann hefði haldið áfram að stýra liðinu ef það hefði fallið úr úrvalsdeildinni. "Ég hefði aldre stokkið frá sökkvandi skipi. Ég elska félagið," sagði Jewell í samtali við staðarblöðin. 17.5.2007 16:00 Barton snýst til varnar Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City hefur neitað öllum ásöknum um að hafa ráðist á félaga sinn Ousmane Dabo á æfingasvæði félagsins á dögunum og hefur nú sent lögreglu í Manchester greinargerð þar sem fram kemur að það hafi verið Dabo sem átti upptökin af slagsmálum þeirra. Leikmenn liðsins verða væntanlega kallaðir til og munu bera vitni í málinu. 17.5.2007 15:57 Derby og West Brom leika um sæti í úrvalsdeildinni Það verða Derby og West Bromwich Albion sem leika til úrslita um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni, en West Brom lagði Wolves 1-0 í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Kevin Phillips, sem skoraði tvö mörk í æsilegum fyrri leik liðanna, skoraði eina mark leiksins í kvöld. Úrslitaleikurinn um laust sæti verður á Wembley síðar í þessum mánuði. 16.5.2007 20:51 Moyes ætlar að versla í sumar David Moyes, stjóri Everton, segir félagið ætla að vera duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar. "Við gerum okkar besta í að finna leikmenn og ég held að Everton gæti verið aðlaðandi möguleiki fyrir menn sem komast ekki í byrjunarlið fjögurra efstu liðanna í deildinni," sagði Moyes sem hefur augastað á þeim Joey Barton og David Nugent, sem báðir voru stuðningsmenn Everton í æsku. 16.5.2007 15:59 Miðvikudagsslúðrið á Englandi Íslendingalið West Ham er áberandi á slúðursíðum ensku blaðanna í dag. Daily Express greinir frá því að Ítalíumeistarar Inter Milan séu að undirbúa 25 milljón punda kauptilboð í framherjann Carlos Tevez. 16.5.2007 14:49 Warnock sagði af sér í dag Neil Warnock sagði í dag starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Sheffield United. Þetta var niðurstaða fundar sem hann átti með stjórn félagsins, en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í lokaumferðinni um síðustu helgi. Hann er 58 ára gamall og hafði verið við stjórnvölinn hjá United í meira en sjö ár. 16.5.2007 14:42 Saha verður ekki með United á laugardaginn Forráðamenn Manchester United staðfestu í dag að franski sóknarmaðurinn Louis Saha muni ekki geta leikið með liðinu í úrslitaleik enska bikarsins gegn Chelsea á laugardaginn vegna hnémeiðsla. 16.5.2007 14:40 Sjá næstu 50 fréttir
Yfirtökutilboð í Newcastle Milljarðamæringurinn Mike Ashley hefur gert 133 milljón punda yfirtökutilboð í enska knattspyrnufélagið Newcastle. Ashley hefur þegar keypt hlut fjölskyldu Sir John Hall í félaginu sem nemur um 41,6% og kostaði það viðskiptajöfurinn 55 milljónir punda. 23.5.2007 14:31
Bale á leið til Tottenham Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er sagt hafa náð samkomulagi við Southampton um kaup á efnilegasta bakverði Bretlandseyja, Gareth Bale. Breska sjónvarpið segir sig hafa heimildir fyrir því að leikmaðurinn fari í læknisskoðun á morgun, en kaupverðið hefur enn ekki verið staðfest. Southampton hafði áður neitað 10 milljón punda Tottenham í hinn 17 ára gamla Bale, sem er í landsliði Wales. Southampton hefur ekki fengist til að staðfesta þessar fréttir. 23.5.2007 13:49
Distin semur við Portsmouth Franski varnarmaðurinn Sylvain Distin hefur skrifað undir þriggja ára samning við Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni en hann var samningslaus hjá Manchester City. Distin er 29 ára gamall og kom til City frá Paris St Germain fyrir 4 milljónir punda árið 2002. 23.5.2007 13:45
Duff úr leik fram í nóvember Írski landsliðsmaðurinn Damien Duff hjá Newcastle getur ekki spilað með liði sínu á ný fyrr en eftir fimm eða sex mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Þetta sagði Steve Staunton landsliðsþjálfari Íra í dag. Það er því ekki hægt að segja að Newcastle hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í fyrra þegar það keypti stjörnuleikmennina Duff og Michael Owen, sem báðir hafa verið oftar hjá sjúkraþjálfaranum en á leikvellinum. 22.5.2007 20:52
Seldi knattspyrnufélagið Wolves fyrir 1231 krónu Viðskiptajöfurinn Steve Morgan hefur gengið frá kaupum á fornfrægu knattspyrnufélagi Wolverhampton Wanderers fyrir 1231 krónu af fyrrum stjórnarformanni félagsins Sir Jack Hayward. Í staðinn hefur Morgan gefið loforð fyrir því að fjárfesta í félaginu fyrir 30 milljónir punda. 22.5.2007 20:37
Sidwell fer til Chelsea Jose Mourinho knattspyrustjóri Chelsea hefur gengið frá fyrstu kaupum sumarsins hjá félaginu. Miðjumaðurinn Steve Sidwell hjá Reading hefur þannig samþykkt að ganga í raðir félagsins í sumar á frjálsri sölu. Hann er 24 ára gamall og kom mjög á óvart í öskubuskuliði Reading í úrvalsdeildinni í vetur. Samningur Sidwell rennur út í júlí og þá er honum frjálst að ganga í raðir Chelsea. 22.5.2007 19:22
Henry: Beckham á skilið að komast í landsliðið Franski framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal segir að frammistaða David Beckham með Real Madrid í vor sé að sínu mati nóg til að réttlæta að hann verði kallaður inn í enska landsliðið á ný. Beckham náði að vinna traust þjálfara síns Fabio Capello og komast aftur inn í byrjunarlið Real eftir að hafa verið settur út í kuldann á tímabili. 22.5.2007 14:18
Distin farinn frá City Franski varnarmaðurinn Sylvain Distin hefur ákveðið að fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City eftir fimm ár í röðum þess. Distin er 29 ára gamall og missti aðeins úr einn leik á tímabilinu. Hann neitaði tilboði City um framlengingu á samningi sínum og talið er að hann muni ganga í raðir Portsmouth í sumar. 22.5.2007 14:16
Adebayor framlengir við Arsenal Framherjinn Emmanuel Adebayor hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Hann átti fast sæti í liðinu á nýafstaðinni leiktíð og skoraði 12 mörk í 44 leikjum. Adebayor er 23 ára gamall landsliðsmaður Tógó og var keyptur frá Mónakó í janúar í fyrra fyrir 3 milljónir punda. 22.5.2007 14:13
Benitez boðar breytingar Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur boðað breytingar í herbúðum liðsins í sumar óháð því hvernig fer í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað kvöld. Ljóst þykir að nýju eigendur félagsins séu tilbúnir að útvega fjármagn í að styrkja liðið verulega. 22.5.2007 14:05
Robson tekur við Sheffield United Bryan Robson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands í knattspyrnu, hefur verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri Sheffield United sem féll úr úrvalsdeildinni í vor. Hann tekur við af Neil Warnock sem hætti með liðið eftir að það féll. 22.5.2007 10:31
McLaren fagnar endurkomu Owen Steve McLaren, þjálfari enska landsliðsins, er alsæll með að sóknarmaðurinn Micheal Owen skuli loksins vera búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir á HM í Þýskalandi síðasta sumar. McLaren segir að öll lið sem ætli sér að verða sigursæl þurfi á markaskorara á borð við Owen að halda. 21.5.2007 18:30
Foster verður aðalmarkvörður Man. Utd. Nokkur götublaðanna í Englandi segja frá því í morgun að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., hafi tilkynnt markverðinum Edwin van der Saar að hann muni verða varamaður fyrir Ben Foster á næstu leiktíð, en Foster snýr þá aftur til Man. Utd. úr láni hjá Watford. 21.5.2007 17:06
Portsmouth að klófesta Distin Harry Redknapp og félagar í Portsmouth eru við það að tryggja sér þjónustu varnarmannsins Silvain Distin næstu þrjú árin, en varnarmanninum hefur verið boðinn samningur sem færir honum rúmar fimm milljónir á viku. Distin fer til Portsmouth á frjálsri sölu, en samningur hans við Manchester City er að renna út. 21.5.2007 17:03
Robben áfram hjá Chelsea Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hefur fullvissað stuðningsmenn Chelsea um að hann verði áfram í herbúðum enska liðsins á næstu leiktíð, en hann hefur lengi verið orðaður við sölu frá félaginu. Robben segist enn fremur hafa fulla trú á að hann verði kominn aftur í sitt besta form áður en næsta tímabil hefst. 21.5.2007 15:45
Shevchenko vill spila í Bandaríkjunum Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hefur greint frá því að hann eigi þann draum heitastan að geta spilað í bandarísku atvinnumannadeildinni áður en ferill hans er á enda. Shevchenko segir mikla uppbyggingu vera að eiga sér stað þar vestra og hefur sóknarmaðurinn mikinn áhuga á að taka þátt í henni. 21.5.2007 13:30
Carrick fagnar komu Hargreaves Michael Carrick, enski miðjumaðurinn hjá Man. Utd., segist munu bjóða landa sinn Owen Hargreaves velkominn til félagsins með opnum örmum, en Hargreaves mun líklega skrifa undir samning við ensku meistaranna síðar í vikunni. Carrick óttast ekki samkeppnina sem felst í komu Hargreaves til liðsins. 21.5.2007 13:15
Robson vill stýra Sheffield Utd. Bryan Robson, fyrrum þjálfari Middlesbrough og WBA, hefur staðfest að hann hafi mikinn áhuga á að taka við stjórn Sheffield United og er búist við því að hann verði formlega kynntur sem næsti knattspyrnustjóri liðsins á næstu tveimur sólarhringum. 21.5.2007 13:00
Hvatningarræða Drogba gerði útslagið Þótt að Didier Drogba hafi skorað markið sem réð úrslitum í bikarúrslitaleik Chelsea og Man. Utd. um helgina var það ekki síður ávarp hans til leikmanna fyrir leikinn sem hafði hvað mest áhrif á niðurstöðu leiksins, að því er fyrirliðinn John Terry heldur fram. Drogba hvatti leikmenn til að leggja sig alla fram fyrir hvorn annan. 21.5.2007 12:15
Gallas: Það vantar reynslu í Arsenal Franski varnarmaðurinn William Gallas hjá Arsenal segir að liðinu skorti sárlega reynslu í leikmannahópinn til að ná betri árangri en þeim sem liðið náði á þessu tímabili. Gallas er ómyrkur í máli og segir liðið ekki hafa tekið neinum framförum á nýafstaðinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. 20.5.2007 15:04
Mourinho: Mikel var kóngurinn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að frammistaða nígeríska miðjumannsins John Obi Mikel í bikarúrslitaleiknum gegn Chelsea í gær hafi verið ótrúleg og að “strákurinn” hafi verið kóngurinn í leiknum. Mourinho hélt einnig áfram að tala um hvernig tímabilið hjá liði sínu hefði getað orðið án meiðslavandræða. 20.5.2007 13:38
Ballack og Shevchenko verða ekki seldir Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni losa sig við þrjá leikmenn í sumar og að þrír til fjórir leikmenn munu koma til liðsins í staðinn. Að sögn stjórnarformannsins mun líklega enginn þeirra þó vera stórstjarna og þá staðfesti hann að hvorki Andriy Shevchenko né Michael Ballack væru á leið frá félaginu. 20.5.2007 13:36
Beckenbauer staðfestir brottför Hargreaves Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen í Þýskalandi, tilkynnti stuðningsmönnum liðsins í morgun að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves væri á förum frá liðinu til Englandsmeistara Manchester United. Hann staðfesti þar með fréttirnar sem birtust í þýskum fjölmiðlum í gær. 20.5.2007 12:19
Allt frágengið á milli Bayern og Man. Utd.? Allt útlit er fyrir að Owen Hargreaves verði orðinn leikmaður Manchester United innan fárra daga, að því er þýskir fjölmiðlar halda fram. Sagt er að Bayern Munchen hafi samþykkt 17 milljón punda tilboð Man. Utd. í enska landsliðsmanninn og að það sé aðeins formsatriði fyrir hann að ná samkomulagi við sitt nýja félag. 20.5.2007 11:18
Finnan fær nýjan samning hjá Liverpool Írski varnarmaðurinn Steve Finnan hjá Liverpool mun væntanlega skrifa undir nýjan samning við félagið fljótlega eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í næstu viku. Finnan er einn af fimm leikmönnum sem þjálfarinn Rafael Benitez hefur boðið nýjan samning, en talið er að nokkrar breytingar verði á leikmannahóp Liverpool í sumar. 19.5.2007 18:45
Mourinho: Áttum sigurinn skilinn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði að sínir menn hefðu átti sigurinn á Man. Utd. í bikarkeppninni í dag skilinn, bæði vegna þess að þeir hafi verið betri í leiknum en ekki síður vegna þess hvernig þeir hafa svarað mótlætinu sem hann telur liðið hefur lent í á tímabilinu – með því að vinna tvo titla. 19.5.2007 18:11
Ferguson: Leikmenn voru of þreyttir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði að allur sá fjöldi leikja sem sitt lið hefur spilað í vetur hafi átt stóran þátt í tapi liðsins gegn Chelsea í úrslitaleiknum í dag. Ferguson fannst einstaka leikmenn sínir þreyttir eftir langt og strangt tímabil og að liðið hefði að þeim sökum ekki verið upp á sitt besta. 19.5.2007 18:08
Chelsea enskur bikarmeistari Markahrókurinn Didier Drogba var hetja Chelsea þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Man. Utd. þegar 4 mínútur voru eftir af úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í dag. Þetta er fyrsti sigur Chelsea í ensku bikarkeppninni frá því að Jose Mourinho tók við stjórn liðsins, en fyrr í vetur hafði liðið sigrað enska deildarbikarinn. 19.5.2007 16:29
Framlengt hjá Chelsea og Man. Utd. Leikmönnum Chelsea og Man. Utd. hefur ekki tekist að skora í venjulegum leiktíma í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og því þarf að framlengja leikinn. Verði ekkert mark skorað í framlengingunni munu úrslitin ráðast í vítaspyrnukeppni. 19.5.2007 15:53
Markalaust í hálfleik á Wembley Staðan er markalaus þegar flautað hefur verið til hálfleiks í bikarúrslitaleik Chelsea og Manchester United á Wembley í Lundúnum. Leikurinn hefur verið heldur bragðdaufur, leikmenn eru mjög varkárir í öllum sínum aðgerðum og nánast engin opin færi hafa litið dagsins ljós. Leikurinn er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. 19.5.2007 14:45
Enginn Cole í liði Chelsea Úrslitaleikur Manchester United og Chelsea í ensku bikarkeppninni er hafinn og er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Athygli vekur að Wayne Bridge er tekinn fram yfir Ashley Cole í byrjunarlið Chelsea, rétt eins og enskir fjölmiðlar höfðu spáð. Annars er fátt sem kemur á óvart í uppstillingu liðanna. 19.5.2007 14:01
Vidic: Ég er enginn morðingi Nemanja Vidic, varnarmaður Manchester United, segist alls ekki vera neinn morðingi, en það er þó ekki svo að hann hafi raunverulega verið ásakur um slíkt athæfi. Vidic er að neita fullyrðingum sem fram koma í söng stuðningsmanna Man. Utd. um Vidic, en textinn í laginu endar á textabrotinu: "Hann mun myrða þig." 19.5.2007 13:45
Treystir Cole ekki í slaginn gegn Ronaldo Fjölmiðlar í Englandi greina frá því nú í hádeginu að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafi ákveðið að taka Wayne Bridge fram yfir Ashley Cole í stöðu vinstri bakvarðar, þar sem hann telji Cole ekki í nægilega góðu formi til að ráða við Cristiano Ronaldo. 19.5.2007 11:49
90 þúsund manns á úrslitaleik bikarkeppninnar á Wembley Á morgun mætast Manchester United og Chelsea í úrslitum enska bikarsins á nýjum Wembley í Lundúnum. Löngu er uppselt á leikinn en nýi völlurinn er glæsilegt mannvirki. 18.5.2007 15:30
Mourinho: Látið börnin mín í friði Jose Mourinho þjálfari Chelsea sendi blaðamönnum breska götublaðsins The Sun tóninn á blaðamannafundi í gær en þar var hann mættur til að ræða um bikarúrslitaleik Chelsea og Man Utd sem fram fer á laugardaginn. 17.5.2007 20:15
Ranieri neitar viðræðum við Manchester City Ítalski þjálfarinn Claudio Ranieri hjá Parma hefur neitað því að hafa verið í viðræðum við Manchester City um að verða eftirmaður Stuart Pearce í stjórastólnum hjá félaginu. Ranieri hefur unnið gott starf hjá Parma í vetur, en hann tók við liðinu á botninum og er nú í góðri leið með að bjarga því frá falli. Hann hafði þar áður verið í tveggja ára fríi frá knattspyrnunni en stýrði Chelsea áður en Jose Mourinho tók þar við. 17.5.2007 16:16
Drogba fékk gullskóinn Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea hefur verið afhentur gullskórinn í ensku úrvalsdeildinni en það eru verðlaunin sem veitt eru makahæsta leikmanni deildarinnar ár hvert. Drogba skoraði 20 mörk í deildinni, Benni McCarthy hjá Blackburn varð annar með 18 og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United setti 17 mörk. Drogba er fyrsti Chelsea maðurinn til að fá verðlaunin síðan Jimmy Floyd Hasselbaink fékk þau árið 2001, en Thierry Henry hafði fengið þau þrjú síðustu ár. 17.5.2007 16:10
Gonzalez íhugar að fara frá Liverpool Mark Gonzalez hjá Liverpool segist vera að íhuga að fara frá félaginu í sumar og til greina komi að fara annað sem lánsmaður eða á beinni sölu. "Ég er með þriggja ára samning en maður veit aldrei hvað getur gerst í fótboltanum. Í augnablikinu er ég bara að einbeita mér að úrslitaleiknum í Meistaradeildinni," sagði hinn 22 ára gamli Chilemaður. 17.5.2007 16:02
Jewell hefði haldið áfram ef Wigan hefði fallið Knattspyrnustjórinn Paul Jewell sem sagði starfi sínu lausu hjá Wigan í vikunni, sagði í dag að hann hefði haldið áfram að stýra liðinu ef það hefði fallið úr úrvalsdeildinni. "Ég hefði aldre stokkið frá sökkvandi skipi. Ég elska félagið," sagði Jewell í samtali við staðarblöðin. 17.5.2007 16:00
Barton snýst til varnar Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City hefur neitað öllum ásöknum um að hafa ráðist á félaga sinn Ousmane Dabo á æfingasvæði félagsins á dögunum og hefur nú sent lögreglu í Manchester greinargerð þar sem fram kemur að það hafi verið Dabo sem átti upptökin af slagsmálum þeirra. Leikmenn liðsins verða væntanlega kallaðir til og munu bera vitni í málinu. 17.5.2007 15:57
Derby og West Brom leika um sæti í úrvalsdeildinni Það verða Derby og West Bromwich Albion sem leika til úrslita um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni, en West Brom lagði Wolves 1-0 í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Kevin Phillips, sem skoraði tvö mörk í æsilegum fyrri leik liðanna, skoraði eina mark leiksins í kvöld. Úrslitaleikurinn um laust sæti verður á Wembley síðar í þessum mánuði. 16.5.2007 20:51
Moyes ætlar að versla í sumar David Moyes, stjóri Everton, segir félagið ætla að vera duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar. "Við gerum okkar besta í að finna leikmenn og ég held að Everton gæti verið aðlaðandi möguleiki fyrir menn sem komast ekki í byrjunarlið fjögurra efstu liðanna í deildinni," sagði Moyes sem hefur augastað á þeim Joey Barton og David Nugent, sem báðir voru stuðningsmenn Everton í æsku. 16.5.2007 15:59
Miðvikudagsslúðrið á Englandi Íslendingalið West Ham er áberandi á slúðursíðum ensku blaðanna í dag. Daily Express greinir frá því að Ítalíumeistarar Inter Milan séu að undirbúa 25 milljón punda kauptilboð í framherjann Carlos Tevez. 16.5.2007 14:49
Warnock sagði af sér í dag Neil Warnock sagði í dag starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Sheffield United. Þetta var niðurstaða fundar sem hann átti með stjórn félagsins, en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í lokaumferðinni um síðustu helgi. Hann er 58 ára gamall og hafði verið við stjórnvölinn hjá United í meira en sjö ár. 16.5.2007 14:42
Saha verður ekki með United á laugardaginn Forráðamenn Manchester United staðfestu í dag að franski sóknarmaðurinn Louis Saha muni ekki geta leikið með liðinu í úrslitaleik enska bikarsins gegn Chelsea á laugardaginn vegna hnémeiðsla. 16.5.2007 14:40