Enski boltinn

Allt frágengið á milli Bayern og Man. Utd.?

Owen Hargreaves mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Owen Hargreaves mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. MYND/Getty

Allt útlit er fyrir að Owen Hargreaves verði orðinn leikmaður Manchester United innan fárra daga, að því er þýskir fjölmiðlar halda fram. Sagt er að Bayern Munchen hafi samþykkt 17 milljón punda tilboð Man. Utd. í enska landsliðsmanninn og að það sé aðeins formsatriði fyrir hann að ná samkomulagi við sitt nýja félag.

Sagt er að Hargreaves muni skrifa undir fjögurra ára samning við Rauðu djöflanna, en hann hefur verið á mála hjá Bayern Munchen síðustu 10 ár. Hann lék sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni aðeins 19 ára gamall, en síðan þá hefur hann spilað 145 deildarleiki fyrir þýska stórveldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×