Enski boltinn

90 þúsund manns á úrslitaleik bikarkeppninnar á Wembley

MYND/AP

Á morgun mætast Manchester United og Chelsea í úrslitum enska bikarsins á nýjum Wembley í Lundúnum. Löngu er uppselt á leikinn en nýi völlurinn er glæsilegt mannvirki.

Nýi völlurinn rúmar 90 þúsund áhorfendur í sæti en síðast var keppt á gamla Wembley árið 2000 þegar Chelsea vann síðast sigur í enska bikarnum. Chelsea hefur þrsivar sinnum náð að að sigra í bikarkeppninni fyrst árið 1970.

Wemley-leikvangurinn hefur verið heimili enska bikarsins frá árinu 1923 þegar Bolton og West Ham léku til úrslita en þá er þess helst að minnast að einn löreglumaður á hrossi gætti þess að áhorfendur hefðu hemil á sér.

Manchester United hefur oftast allar liða unnið enska bikarinn eða 11. sinnum síðast árið 2004. Lykilmenn beggja liða eiga við meiðsli að stríða en Manchester United hefur gengið illa með Chelsea eftir að Jose Mourinho tók við liðinu. Aðeins einu sinni hefur Manchester United náð að sigra.

Leikurinn á morgun verður sýndur beint á Sýn og hefst útsening klukkan eitt. Manchester United getur á morgun leikið sama leik og liðið gerði árið 1999 þegar liðið vann bæði deildina og bikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×