Enski boltinn

Framlengt hjá Chelsea og Man. Utd.

Cristiano Ronaldo hefur verið í strangri gæslu varnarmanna Chelsea í dag, eins og þessi mynd ber með sér.
Cristiano Ronaldo hefur verið í strangri gæslu varnarmanna Chelsea í dag, eins og þessi mynd ber með sér. MYND/Getty

Leikmönnum Chelsea og Man. Utd. hefur ekki tekist að skora í venjulegum leiktíma í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og því þarf að framlengja leikinn. Verði ekkert mark skorað í framlengingunni munu úrslitin ráðast í vítaspyrnukeppni.

Síðari hálfleikur hefur verið mun fjörugri en sá fyrri og hefur Manchester United fengið ívið hættulegri færi. Leikurinn hefur hins vegar valdið nokkrum vonbrigðum í heildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×