Enski boltinn

Mourinho: Látið börnin mín í friði

Jose Mourinho þjálfari Chelsea sendi blaðamönnum breska götublaðsins The Sun tóninn á blaðamannafundi í gær en þar var hann mættur til að ræða um bikarúrslitaleik Chelsea og Man Utd sem fram fer á laugardaginn.

Eins og fram kom í gær var Mourinho handtekinn þegar lögreglan mætti heim til hans í þeim tilgangi að fara með hundinn hans í sóttkví. Talið var að þjálfarinn hefði farið ti útlanda með hundinn og til baka aftur án þess að láta hann í viðeigandi sprautur. Mourinho neitaði þá að afhenda þeim hundinn og var handtekinn fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Honum var að vísu sleppt með viðvörun og þurfti ekki að dúsa í grjótinu.

Breskir fjölmiðlar hafa farið mikinn í tengslum við málið, þó sérstaklega The Sun. Mourinjó svaraði fréttamönnum blaðsins fullum hálsi í gær. Mourinho var loks spurður út í bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. Hann er óhress með hversu óheppinn hann er með meiðsli leikmanna að hann er að velta því fyrir sér að hafa vararkvörðinn Hilario sem sóknarmann á varamannabekknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×