Fleiri fréttir

Wenger: Skapið í Lehmann er vandamál

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur viðurkennt að skapofsi markvarðarins Jens Lehmann sé vandamál. Lehmann fékk sitt áttunda gula spjald á tímabilinu í gær þegar hann lenti í ryskingum við Dimitar Berbatov, leikmann Tottenham.

Átta leikmenn Man. Utd. í liði ársins

Átta leikmenn frá toppliði Manchester United voru valdir í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni, sem tilkynnt var um á árlegu hófi leikmannasamtaka deildarinnar í gærkvöldi. Öll varnarlína liðsins er í úrvalsliðinu, auk þess sem Edwin van der Sar þykir vera besti markvörður deildarinnar. Athygli vekur þó að ekkert pláss er fyrir Wayne Rooney.

Cantona: Stuðningsmenn Man. Utd. eru einstakir

Hinn franski Eric Cantona, lifandi goðsögn hjá Manchester United, segir að stuðningsmenn liðsins eigi stærstan þátt í frábærri frammistöðu Cristiano Ronaldo í vetur. Telur Cantona að Ronaldo geti þakkað þeim fyrir að hafa verið valinn besti leikmaður deildarinnar í gær.

Ronaldo ætlar að verða enn betri

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United var að vonum ánægður með þá viðurkenningu sem honum hlotnaðist í gærkvöldi þegar hann var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildinnar og besti ungi leikmaðurinn. Ronaldo segir útnefninguna vera hvatningu til að bæta sig enn frekar sem fótboltamaður.

Ronaldo vann tvöfalt

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af samtökum leikmanna deildarinnar en úrslitin voru gerð opinber í kvöld. Ronaldo var einnig valinn besti ungi leikmaður deildarinnar en þetta er aðeins í annað skiptið í sögunni sem sami leikmaðurinn hlýtur bæði verðlaunin.

Mourinho: Áttum ekki skilið að vinna

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, viðurkenndi eftir markalausa jafnteflið gegn Newcastle í dag að sínir menn hefðu ekki átt skilið að fara frá St. James´Park með þrjú stig í farteskinu. Mourinho var hins vegar mjög óánægður með dómara leiksins og sagði augljósri vítaspyrnu hafa verið sleppt.

Joey Barton gagnrýnir forráðamenn Man. City

Joey Barton, leikmaður Manchester City á Englandi, hefur gagnrýnt stjórnarmenn félagsins harðlega fyrir að hafa ekki hugmynd um hvert þeir vilja stefna með félagið. Barton telur að tímabilið í ár hafi verið algjörlega misheppnað og að stuðningsmenn liðsins eigi betri árangur skilinn. Hann náist hins vegar ekki án þess að betri leikmenn komi til liðsins.

Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Newcastle

Leik Newcastle og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni er lokið og svo fór að liðin gerðu markalaust jafntefli. Chelsea missti þar með af gullnu tækifæri til að minnka forskot Man. Utd. á toppi deildarinnar niður í eitt stig og munar því ennþá þremur stigum á liðunum þegar hvort lið á fjóra leiki eftir. Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack meiddist í leiknum.

Keisarinn hvetur Klinsmann til að taka við Chelsea

Franz Beckenbauer, fyrrum fyrirliði og þjálfari þýska landsliðsins í fótbolta, telur að Jurgen Klinsmann eigi að taka við starfi Jose Mourinho hjá Chelsea, fari svo að honum verði boðin þjálfarastaðan á Stamford Bridge í nánustu framtíð. Klinsmann hefur verið sterklega orðaður sem eftirmaður Mourinho hjá Chelsea, hvenær svo sem portúgalski stjórinn hverfur á braut.

Ferguson: Dyrnar eru opnar fyrir Chelsea

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd. viðurkennir að kapphlaupið um meistaratitilinn í ensku úrvalsdeildinni sé fjarri því að vera á enda eftir jafntefli liðsins gegn Middlesbrough í kvöld. Manchester United varð fyrir áfalli þegar Rio Ferdinand fór meiddur af velli og verður hann frá í tvær vikur hið minnsta.

Lampard: Drogba er sá besti

Miðjumaðurinn Frank Lampard telur að félagi sinn Didier Drogba eigi skilið að vera valinn leikmaður ársins af samtökum leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar, fremur heldur en Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd. Ástæðan sé einföld; Drogba hafi verið besti framherjinn í heiminum á þessu tímabili. Úrslitin í kjörinu verða tilkynnt annað kvöld.

Man. Utd. tapaði stigum gegn Middlesbrough

Manchester United náði aðeins jafntefli gegn Middlesbrough í liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór á Old Trafford nú undir kvöld. Man. Utd. komst yfir strax á þriðju mínútu með marki Kieran Richardsson en Mark Viduka jafnaði metin á 46. mínútu og þar við sat. Chelsea á einn leik til góða og með sigri mun liðið verða aðeins einu stigi á eftir Man. Utd.

Curbishley: Leikurinn gegn Wigan ræður úrslitum

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, var að vonum ánægður með lærisveina sína verðskuldaðan sigur þeirra á Everton í dag. Þetta var fjórði sigur West Ham í síðustu sex leikjum, og allir hafa þeir komið gegn liðum í efri hluta deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Wigan og segir Curbishley að sá leikur muni líklega ráða úrslitum um framhaldið.

Wenger: Okkur líður eins og eftir tapleik

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var gríðarlega vonsvikinn með að hafa misst unnin leik niður í jafntefli í viðureigninni gegn Tottenham í dag, en hrósaði leikmönnum sínum þó fyrir að sýna mikinn karakter. Wenger sagði við fréttamenn eftir leikinn að stemningin í búningsklefanum eftir leik hafi verið eins og eftir tapleik.

Ferguson hrósar ótrúlegri endurkomu Alan Smith

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að endurkoma Alan Smith í lið sitt hafi verið lyginni líkust og geti gert gæfumuninn í baráttu liðsins um sigur í ensku deildinni, ensku bikarkeppninni og Meistaradeildinni. Eftir að hafa verið frá í nánast 14 mánuði samfleytt hefur Smith spilað frábærlega á síðustu vikum.

Ekki öll nótt úti enn fyrir West Ham

Eggert Magnússon og félagar í West Ham unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og er nú þremur stigum frá því að komast upp úr fallsæti deildarinnar. Á sama tíma gerðu helstu keppinautarnir, Charlton og Sheffield Utd., gerðu 1-1 jafntefli. Fjölmargir leikir fóru fram í Englandi í dag og er Watford fallið í 1. deild.

West Ham yfir í hálfleik

Íslendingaliðið West Ham er með 1-0 forystu gegn Everton þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma eru Charlton og Sheffield Utd. að gera markalaust jafntefli og ef úrslitin yrðu á þennn veg væri West Ham aðeins tveimur stigum frá því að komast úr fallsæti eftir leiki dagsins.

Mourinho ánægður með Carvalho

Varnarmaðurinn Ricardo Carvalho er vanmetnasti leikmaður Chelsea, að mati Jose Mourinho. Portúgalski knattspyrnustjórinn segir að landi sinn hafi staðið sig frábærlega í vetur, sérstaklega í ljósi meiðsla lykilmanna í öftustu línu liðsins.

Ívar og Brynjar byrja - Hermann og Heiðar á bekknum

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading sem sækir Bolton heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heiðar Helguson er á meðal varamanna Fulham sem fær Blackburn í heimsókn og það er Hermann Hreiðarsson sömuleiðis hjá Charlton, en liðið mætir Sheffield United í dag.

Jenas jafnaði á síðustu sekúndu

Jermaine Jenas jafnaði metin fyrir Tottenham á 95. mínútu í viðureign liðsins gegn erkifjendunum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur urðu 2-2 eftir mjög sveiflukenndan leik, þar sem Tottenham komst yfir í fyrri hálfleik áður en Arsenal svaraði með tveimur mörkum í þeim síðari.

Carragher þolir ekki að spila á móti Heskey

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, hlakkar ekki til að mæta Emile Heskey í leiknum gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag, enda sá hann ein helsta martröð varnarmanna deildarinnar. Carragher lék lengi með Heskey hjá Liverpool og telur hann vera frábæran leikmann.

Curbishley vill ekki að leikmenn fagni

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, hefur skipað leikmönnum sínum að fagna ekki mörkum fyrr en að liðið hafi bjargað sér frá falli. Curbishley var ekki ánægður með gríðarleg fagnaðarlæti leikmanna liðsins þegar það jafnaði í leiknum gegn Chelsea um síðustu helgi, en Chelsea skoraði aftur á meðan leikmennirnir voru nánast enn að fagna.

Gilberto vill fá Dein aftur til Arsenal

Gilberto Silva, hinn brasilíski miðjumaður Arsenal, segir að leikmenn liðsins hafi fengið vægt sjokk þegar þeir heyrðu af brotthvarfi stjórnarmannsins David Dein frá félaginu í vikunni. Gilberto vill jafnframt að Arsenal geri allt til að fá Dein aftur til félagsins, svo stóran þátt hafi hann átt í velgengni liðsins síðustu ár.

Boateng: Ég mun ekki meiða Ronaldo viljandi

George Boateng, fyrirliði Middlesbrough, segir af og frá að leikmenn liðsins muni viljandi reyna að meiða Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United, þegar liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eftir síðasta leik liðanna fyrir um mánuði síðan lét Boateng hafa eftir sér að Ronaldo ætti eftir að lenda illa í því í framtíðinni.

Wenger sagður meta framtíð sína hjá Arsenal

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sagður vega og meta framtíð sína hjá félaginu eftir að varaformaður stjórnar félagsins, David Dein, hætti skyndilega á miðvikudaginn vegna ágreinings um stefnu þess.

Eggert trúir enn

Eggert Magnússon segist enn ekki vera búinn að missa trú á liði sínu West Ham í ensku úrvalsdeildinni þó útlitið sé orðið mjög dökkt í fallbaráttunni. West Ham hefur tapað tveimur leikjum í röð og þegar fjórar umferðir eru eftir er liðið enn fimm stigum frá fallsvæðinu.

Baptista er að rotna á Englandi

Brasilíski landsliðsmaðurinn Julio Baptista hjá Arsenal segir að sér líði ömurlega á Englandi og er tilbúinn að reyna aftur fyrir sér hjá Real Madrid á Spáni. Hann kom sem lánsmaður til Arsenal frá Real í skiptum fyrir Jose Antonio Reyes, en Brasilíumanninum hefur ekki gengið betur að aðlagast enskum siðum og veðurfari frekar en Reyes á sínum tíma.

Solskjær ætlar að spila út næstu leiktíð

Norski markaskorarinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United hefur gefið það út að hann muni að öllum líkindum leggja skóna á hilluna eftir næsta keppnistímabil. Hann er 34 ára gamall og samningur hans við félagið rennur út sumarið 2008.

Pele: Of snemmt að kalla Ronaldo besta leikmann heims

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele segir að enn sé of snemmt að kalla Cristiano Ronaldo hjá Manchester United besta leikmann heims. Pele segir að hann verði að spila tvö til þrjú ár í viðbótar á pari við það sem hann hefur sýnt í vetur til að geta talist einn af þeim bestu.

Helmingslíkur á að Owen mæti Chelsea

Glenn Roeder, stjóri Newcastle, metur stöðuna þannig að um helmingslíkur séu á því að Michael Owen snúi til baka úr meiðslum og komi við sögu í leik liðsins gegn Chelsea á sunnudaginn. Owen hefur ekki spilað leik í 10 mánuði vegna hnémeiðsla, en á þar að auki við smávægileg nárameiðsli að stríða.

Wenger fer ekki frá Arsenal

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að Arsene Wenger muni verða knattspyrnustjóri liðsins áfram þrátt fyrir að David Dein hafi farið frá félaginu í gær vegna samstarfsörðugleika við aðra stjórnarmenn. Dein var ábyrgur fyrir því að ráða Wenger til félagsins árið 1996.

Stuðningsmenn West Ham grýttu rútu Chelsea

Leikmenn Chelsea fengu óblíðar móttökur í gær þegar þeir mættu á Upton Park til að spila við granna sína í West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Múrsteini var grýtt inn um rúðu bílsins sem flutti Chelsea á svæðið. Frank Lampard, fyrrum leikmaður West Ham, vildi ekki gera mikið úr atvikinu.

Öruggt hjá Chelsea

Chelsea vann í kvöld öruggan 4-1 útisigur á grönnum sínum í West Ham í ensku úrvalsdeildinni og minnkaði um leið forskot Manchester United niður í þrjú stig á toppnum. West Ham er nú komið í verulega vond mál í botnbaráttunni. Liverpool lagði Middlesbrough 2-0 með mörkum Steven Gerrard og Blackburn vann Watford 3-1.

Miðvikudagsslúðrið á Englandi

Bayern Munchen hefur tilkynnt forráðamönnum Manchester United að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sé falur á 18 milljónir punda í sumar. Daily Mail segir Rafa Benitez vera að undirbúa tilboð í vængmanninn Simao Sabrosa hjá Benfica.

Klinsmann orðaður við Chelsea

Jurgen Klinsmann, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja, er nýjasta nafnið sem orðað hefur verið við knattspyrnustjórastöðuna hjá Chelsea ef Jose Mourinho hættir hjá félaginu. Franz Beckenbauer segir að Klinsmann gæti gert góða hluti á Englandi.

David Dein hættur hjá Arsenal

David Dein, varastjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hætti störfum hjá félaginu í dag. Félagið hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem fram kemur að þessi ráðstöfun tengist ekki fyrirhuguðu yfirtökutilboði ameríska auðjöfursins Stan Kroenke í félagið.

Coleman: Áfall að vera rekinn frá Fulham

Chris Coleman segir að það hafi verið sér mikið áfall þegar hann var rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham á dögunum. Hann hafði verið hjá félaginu í áratug, fyrst sem leikmaður, þá þjálfari og loks knattspyrnustjóri. Hann segist ekki vera gramur út í sína fyrrum félaga og vonar að þeir sleppi við fall.

Chelsea yfir gegn West Ham í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum þremur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur yfir 2-1 gegn West Ham á Upton Park þar sem Shaun Wright-Phillips skoraði mörk gestanna en Carlos Tevez mark West Ham. Blackburn hefur yfir 3-1 gegn Watford og markalaust er hjá Liverpool og Middlesbrough.

Barcelona - Getafe í beinni í kvöld

Það verður nóg um að vera í fótboltanum í Evrópu í kvöld. Barcelona tekur á móti Getafe í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Konungsbikarsins á Spáni og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18:25. Þrír leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni og ber þar hæst Lundúnaslagur West Ham og Chelsea. Liverpool fær Middlesbrough í heimsókn og Blackburn tekur á móti Watford. Þá getur Inter tryggt sér meistaratitilinn á Ítalíu með sigri á Roma í stórleik kvöldsins þar í landi.

Forysta United komin í sex stig á ný

Manchester United náði sex stiga forystu á Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Sheffield United á heimavelli. Michael Carrick kom heimamönnum yfir eftir þrjár mínútur þegar hann afgreiddi sendingu Cristiano Ronaldo í netið og Wayne Rooney gerði út um leikinn með laglegu marki í upphafi síðari hálfleiks.

Sheringham spilar varla meira fyrir West Ham

Framerjinn Teddy Sheringham hjá West Ham segist reikna með því að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Hann hefur ekki spilað mínútu síðan í janúar og segir stjórann Alan Curbishley hafa tilkynnt sér að hann sé ekki í plönum hans í framtíðinni.

Jafnt á Emirates í hálfleik

Staðan í leik Arsenal og Manchester City er 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Tomas Rosicky kom Arsenal yfir eftir 12 mínútur en DaMarcus Beasley jafnaði fyrir gestina skömmu fyrir hlé. Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Sheffield United þar sem Michael Carrick skoraði á fjórðu mínútu. Patrice Evra fór af velli meiddur í fyrri hálfleik og er Kieran Richardson kominn í stöðu vinstri bakvarðar í hans stað.

Kuszczak stendur í marki United

Pólski markvörðurinn Tomasz Kuszczak stendur í marki Manchester United í kvöld þegar liðið tekur á móti Sheffield United. Darren Fletcher er enn í stöðu hægri bakvarðar vegna mikilla meiðsla í herbúðum liðsins. Arsenal tekur á móti Manchester City á Emirates leikvellinum þar sem liðið hefur aðeins tapað einu sinni í 24 leikjum.

Wenger: Við höfðum áhuga á Drogba

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið hafi haft áhuga á að fá Didier Drogba í sínar raðir þegar hann lék með neðrideildarliðum í Frakklandi á sínum tíma, en ekkert hafi orðið úr því. Hann segir Drogba búa yfir nokkuð sérstakri reynslu sem nýtist honum vel í keppni meðal þeirra bestu.

Sjá næstu 50 fréttir