Fleiri fréttir

3,4 milljónir í laun á tímann allan sólarhringinn
Góður átta tíma svefn gæti gefið Cristiano Ronaldo 27 milljónir í aðra hönd. Sænska Sportbladet hefur reiknað út möguleg ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá sádí-arabíska félaginu Al Nassr.

„Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“
Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta.

Luis Suarez neitar að biðjast afsökunar
Úrúgvæ og Gana mætast annað kvöld í lokaumferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar þar sem sæti í sextán liða úrslitunum er í boði.

Frakkar skiptu yfir í auglýsingar og héldu að þeir hefðu gert jafntefli
Sjónvarpsáhorfendur í Frakklandi héldu eflaust að sínir menn í franska landsliðinu hefðu farið taplausir í gegnum riðlakeppnina á HM í fótbolta, vegna afglapa í útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar TF1.

Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM
Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði.

Mögulega vítakeppnir í riðlum á næsta HM
FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, er með til skoðunar að notast við vítaspyrnukeppni verði jafntefli í leikjum í riðlakeppni á næsta heimsmeistaramóti karla, sem fram fer árið 2026.

Vildu ekki sjá kvennaliðið undir þeirra hatti þótt þær beri sama nafn
Kvennalið Lilleström á ekki upp á pallborðið hjá Lilleström. Það kom vel í ljós í kosningu á aðalfundi félagsins í gær.

Argentínski þjálfarinn hneykslaður á keppnisfyrirkomulaginu á HM í Katar
Argentínski landsliðsþjálfarinn Lionel Scaloni var auðvitað ánægður með að vinna Pólverja sannfærandi og að vinna riðilinn en hann var líka mjög hneykslaður á keppnisfyrirkomulaginu á heimsmeistaramótinu í Katar.

Danir vilja framlengja við Hjulmand þrátt fyrir klúðrið í Katar
Þrátt fyrir að Danir hafi fallið úr leik á neyðarlegan hátt á HM í Katar ætlar danska knattspyrnusambandið að framlengja samning landsliðsþjálfarans Kaspers Hjulmand.

Frakkar klaga til FIFA
Heimsmeistarar Frakka hafa sent kvörtun til FIFA vegna marksins sem var dæmt af Antoine Griezmann í uppbótartíma í leiknum gegn Túnisum á HM í Katar í gær. Þeir telja að dómurinn hafi verið rangur.

Biðst afsökunar á að hafa hótað Messi
Mexíkóski hnefaleikakappinn Canelo Álvarez hefur beðist afsökunar á að hafa hótað argentínska fótboltasnillingnum Lionel Messi.

Konurnar græða miklu meira á HM karla í ár en þegar þær unnu HM sjálfar
Nýr samningur við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins sér til þess að landsliðskonurnar frá Bandaríkjunum græða miklu meira á góðum árangri karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í Katar en þegar þær urðu sjálfar heimsmeistarar árið 2019.

Szczesny tapaði veðmáli við Messi áður en hann varði vítið
Wojciech Szczesny veðjaði við Lionel Messi að hann myndi ekki fá vítaspyrnu í leik Argentínu og Póllands á heimsmeistaramótinu í Katar í gær. Hann segist skulda argentínska snillingnum hundrað evrur.

Leyndarmálið um stuðningsmenn Katar á HM
Stuðningsmenn Katar á yfirstandandi heimsmeistaramóti hafa vakið töluverða athygli, þá sérstaklega fyrir þá gríðarmiklu stemningu sem þeim fylgdi. En hverjir eru þessir menn eiginlega?

Vlahovic segir fráleitt að hann hafi haldið við eiginkonu samherja síns
Dusan Vlahovic, framherji Juventus, segir ekkert til í því að hann hafi haldið við konu samherja síns í serbneska landsliðinu.

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni áfram laus gegn tryggingu eftir handtöku vegna nauðgunar í sumar
Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður áfram laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn í sumar sakaður um nauðgun. Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem keppir á heimsmeistaramótinu í Katar.

Þjálfari Ástrala þakkar samfélagsmiðlabanni góðan árangur
Graham Arnold er búinn að stýra Áströlum í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í Katar eftir góðan sigur á Dönum í dag. Hann þakkar samfélagsmiðlabanni leikmanna því að liðið er komið svona langt í keppninni.

Ben White yfirgefur enska hópinn
Ben White, leikmaður Arsenal og enska landsliðið, hefur yfirgefið enska landsliðshópinn í Katar og haldið heim til Englands. Ástæður brottfararinnar eru persónulegar ástæður og biður enska knattspyrnusambandið um að einkalíf leikmannsins sé virt.

Mexíkó féll úr keppni á minnsta mun
Mexíkó vann 2-1 sigur á Sádi Arabíu á heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld. Sigurinn var þó súrsætur því Mexíkó hefði þurft eitt mark í viðbót til að hirða annað sætið af Pólverjum og tryggja sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Argentína tók efsta sætið og Pólland fór líka áfram eftir ótrúlega dramatík
Argentína tryggði sér efsta sætið í C-riðli og um leið sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarkeppninnar með 2-0 sigri á Póllandi í kvöld. Pólverjar fara einnig áfram eftir mikla dramatík í hinum leik riðilsins.

Hraunað yfir danska liðið í fjölmiðlum eftir klúðrið í Katar
Danskir fjölmiðlar slá ekkert af í gagnrýni sinni á danska knattspyrnulandsliðið en liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar eftir tap gegn Ástralíu í dag.

Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt
Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum.

Túnisbúar vinna heimsmeistara Frakka en eru samt á heimleið
Túnis vann hetjulega baráttusigur á gömlu herraþjóðinni þegar þeir unnu heimsmeistara Frakka sanngjarnt 1-0 í lokaumferð riðilsins á HM í Katar.

Ástralar sendu Dani heim og jöfnuðu sinn besta árangur
Ástralía tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum HM karla í fótbolta í annað sinn í sögunni með því að vinna Danmörku, 1-0.

Pelé á sjúkrahús en dóttirin biður fólk að örvænta ekki
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, sem glímir við krabbamein, var fluttur á sjúkrahús í dag en dóttir hans segir fréttaflutning ýktan og að ekki sé um neyðarástand að ræða.

Tileinkaði nýlátnum vini mörkin tvö gegn Wales
Marcus Rashford tileinkaði mörkin tvö sem hann skoraði fyrir enska landsliðið gegn því velska nýlátnum vini sínum. England vann leikinn, 3-0, og tryggði sér þar með sigur í B-riðli.

„Ég skil stoltur við félagið“
„Það er bara kominn tími á breytingar, hjá báðum aðilum held ég. Þetta var komið gott,“ segir Geir Þorsteinsson um viðskilnaðinn við Knattspyrnufélag ÍA þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri í tæp tvö ár. Þessi fyrrverandi formaður KSÍ til fjölda ár ætla sér að starfa áfram innan fótboltans.

Vanda þrýsti á UEFA sem stofnar vinnuhóp
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, nýtti tækifæri á fundi formanna og framkvæmdastjóra knattspyrnusambanda Evrópu í október til að kalla eftir jafnari þátttöku kynja í nefndum og stjórn UEFA.

Ekki meir Geir hjá ÍA
Geir Þorsteinsson hættir sem framkvæmdastjóri ÍA á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Líkti Lionel Messi við skíðagoðsögn
Pólverjar mæta Argentínu í kvöld í lokaleik riðilsins á heimsmeistaramótinu í Katar en bæði lið eru í baráttunni um sæti í sextán liða úrslitunum.

Ole Martin segir að hann muni þjálfa KR en að Rúnar ráði ef þeir eru ósammála
Rúnar Kristinsson virðist vera orðinn eins konar knattspyrnustjóri hjá karlaliði KR en þjálfun liðsins verði hér eftir í höndum Norðmannsins Ole Martin Nesselquist.

Courtois hótar meintum svikara í belgíska liðinu
Dramað í kringum belgíska fótboltalandsliðið heldur áfram og markvörðurinn Thibaut Courtois hefur hótað meintum svikara í herbúðum þess.

Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur
Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum.

Erfiðast fyrir leikmenn að fara leikbann á Íslandi vegna gulra spjalda
Gulu spjöldin og refsingar vegna þeirra voru til umræðu á Formanna- og framkvæmdastjórarfundi Knattspyrnusambands Íslands.

Fundu hvar FIFA „geymir“ farandverkamennina sem mega ekki sjást á HM
Blaðamenn hjá hinu sænska Aftonbladet höfðu upp á verkamönnunum sem mega ekki sjást á meðan heimsmeistaramótinu í Katar stendur.

Ronaldo nálægt því að samþykkja stjörnugalið samningstilboð Sádanna
Cristiano Ronaldo er nálægt því að gera risasamning við Al Nassr í Sádí-Arabíu. Hann er án félags eftir að hann yfirgaf Manchester United í síðustu viku.

„Er bara 27 ára gamall og hungraður í að sýna öllum hér heima hvað ég get“
Adam Örn Arnarson spilaði í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa spilað til fjölda ára sem atvinnumaður. Hann er án félags í dag en stefnir á að láta að sér kveða í sumar og sýna fólki hér á landi að hann sé enn sami leikmaður og spilaði við góðan orðstír í atvinnumennsku í öll þessi ár.

Glenn tekur tvær knattspyrnukonur með sér úr Eyjum
Keflavík hefur samið við tvo nýja erlenda leikmenn sem báðar fylgja nýjum þjálfara liðsins úr Eyjum.

Fór illa með stelpurnar okkar en fær nú að skrifa söguna á HM karla í Katar
Við Íslendingar erum kannski ekki enn búin að fyrirgefa slaka frammistöðu dómarans Stéphanie Frappart í umspilsleiknum á móti Portúgal á dögunum en á morgun skrifar hún nýjan kafla í sögu heimsmeistaramóts karla.

Hrósar Pulisic fyrir að fórna eistunum fyrir sigurmarkið
Ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar hrósaði Christian Pulisic fyrir fórnfýsi þegar hann skoraði sigurmark Bandaríkjanna gegn Íran í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í fótbolta í Katar.

Meinaður aðgangur og neyddur til að afklæðast fyrir að bera regnbogalitina
Stuðningsmaður enska landsliðsins í knattspyrnu segir að hann neyddur til að afklæðast í lokuðu herbergi á meðan öryggisverðir leituðu á honum og að sér hafi verið meinaður aðgangur að leik Hollands og Katar og fyrir það að klæðast regnbogalitunum á leið sinni inn á leikvanginn á HM í Katar í gær.

Segir að loftræstingin á leikvöngunum sé að gera leikmenn veika
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Antony, leikmaður Manchester United og brasilíska landsliðsins, segir að loftræstingin á leikvöngunum á HM í Katar hafi valdið því að hann, og aðrir leikmenn brasilíska liðsins, hafi orðið veikir á síðustu dögum.

Pulisic skaut Bandaríkjamönnum í 16-liða úrslit
Christian Pulisic skoraði eina mark leiksins er Bandaríkjamenn unnu 1-0 sigur gegn Íran í lokaumferð B-riðils á heimsmeistaramótinu í Katar í kvöld. Sigurinn þýðir að Bandaríkjamenn eru á leið í 16-liða úrslit á kostnað Írana.

England tryggði sér efsta sætið með öruggum sigri í grannaslagnum
England tryggði sér efsta sæti B-riðils á heimsmeistaramótinu í Katar er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn nágrönnum sínum í Wales í kvöld. Ekki nóg með það að hafa gulltryggt sæti sitt í 16-liða úrslitum tókst Englendingum einnig að slá Walesverja úr leik.

Framarar sækja liðsstyrk til Grindavíkur
Framarar hafa samið við knattspyrnumanninn Aron Jóhannsson um að leika með liðinu í Bestu-deild karla næstu tvö árin.