Fleiri fréttir

Stólpagrín gert að Hart stem steinlá
Joe Hart, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, þótti sýna mikla leikræna tilburði í leik með Celtic gegn Motherwell í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina.

Haaland fékk fyndin skilaboð frá liðsfélaga á boltann
„Þetta á eftir að kosta mikinn pening í kaupum á fótboltum,“ skrifaði Aymeric Laporte, leikmaður Manchester City, við mynd af þeim Erling Haaland og Phil Foden sem báðir fengu keppnisbolta til eignar eftir að hafa skorað þrennu í 6-3 sigrinum gegn Manchester United.

Elín Metta er hætt
Knattspyrnukonan og markaskorarinn Elín Metta Jensen hefur lagt skóna á hilluna. Hún varð Íslandsmeistari með Val um helgina og valin í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í vikunni til undirbúnings fyrir úrslitaleikinn um sæti á HM.

Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“
Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar.

Keane ósáttur við Man Utd - „Algjör vanvirðing við Ronaldo“
Fyrrum fyrirliði Man Utd og einn sigursælasti leikmaður í sögu þess er algjörlega forviða á því hvernig komið er fyrir annarri goðsögn hjá félaginu, Cristiano Ronaldo.

„Við náðum að sigla þessu í land og gera vel“
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir unnu ÍA 3-2 í fyrsta leik neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í dag.

Benzema brenndi af vítaspyrnu og Real Madrid ekki lengur með fullt hús stiga
Spánarmeistarar Real Madrid fóru illa að ráði sínu þegar þeir fengu Osasuna í heimsókn í síðasta leik helgarinnar í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Öruggur sigur Juventus á Bologna
Juventus kom sér aftur á sigurbraut í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fékk Bologna í heimsókn.

„Við erum með öfluga og hættulega menn fram á við“
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með 3-2 sigur á Leikni í fyrsta leik neðri hluta Bestu deildar karla í kvöld. Framarar lentu undir strax í upphafi leiks en tókst að koma til baka og vinna leikinn að lokum með einu marki.

Aron Einar spilaði allan leikinn í bikarsigri
Leikið var í einni af bikarkeppnunum í katarska fótboltanum í dag.

Brynjólfur lagði upp eitt mark í átta marka jafntefli gegn Rosenborg
Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar Brynjólfur Willumsson og félagar í Kristiansund fengu stórveldið Rosenborg í heimsókn.

Atalanta heldur í við Napoli á toppnum
Atalanta er enn taplaust eftir fyrstu átta umferðirnar í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Hákon Arnar lagði upp sigurmark FCK í Íslendingaslag
Það var boðið upp á Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar AGF heimsótti FCK.

Aston Villa tókst ekki að nýta liðsmuninn gegn Leeds
Leeds United og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Elland Road í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Umfjöllun og viðtöl: KA - KR 1-0 | Sjálfsmark skilaði fyrsta sigri efri hlutans
KA tók á móti KR í fyrsta leiknum í efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Akureyri í dag. Það voru heimamenn í KA sem fögnuðu 1-0 sigri, en eina mark leiksins skoraði Grétar Snær Gunnarsson í sitt eigið mark.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Leiknir 3-2| Danmerkur drengirnir á skotskónum í kvöld
Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Nánast öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram.

Sævar kom inn af bekknum og bjargaði stigi fyrir Lyngby
Sævar Atli Magnússon reyndist hetja danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby er hann kom inn af varamannabekknum og tryggði liðinu jafntefli gegn Bröndby. Lokatölur 3-3, en Sævar kom inn af bekknum fyrir Alfreð Finnbogason sem hafði lagt upp fyrsta mark liðsins.

Ten Hag: „Okkur skorti trú“
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var eðlilega súr og svekktur eftir 6-3 tap liðsins gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Bruno Lage rekinn frá Wolves
Portúgalski knattspyrnustjórinn Bruno Lage hefur verið rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves eftir aðeins 16 mánuði í starfi.

Dagný kom West Ham til bjargar og tryggði liðinu sigur í vítaspyrnukeppni
Dagný Brynjarsdóttir reyndist hetja West Ham er hún skoraði annað mark liðsins í uppbótartíma gegn London City Lionesses í enska deildarbikarnum í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2 að venjulegum leiktíma loknum, en gestirnir í West Ham höfðu betur eftir langa vítaspyrnukeppni.

Guðrún og stöllur juku forskot sitt á meðan Kristianstad tapaði stigum
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård eru nú með fimm stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-4 sigur gegn Örebro í dag. Á sama tíma þurfti Íslendingalið Kristianstad að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Eskilstuna og tapaði þar með dýrmætum stigum í toppbaráttunni.

Íslendingarnir lögðu upp í öruggum sigri Norrköping
Nafnarnir Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson lögðu upp sitthvort markið er Norrköping vann góðan 1-3 sigur gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Haaland og Foden skoruðu þrennur er City valtaði yfir United
Erling Braut Haaland og Phil Foden skoruðu sitthvora þrennuna er Englandsmeistarar Manchester City völtuðu yfir nágranna sína í manchester United í borgarslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 6-3.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍA 3-2| Keflavík sigraði loksins ÍA á heimavelli
Skagamenn sóttu Keflavík heim í fyrsta leik neðri hluta Olís deildar karla. Það var mikið skemmtanagildi í leiknum þar sem fimm mörk litu dagsins ljós og þar af eitt úr víti. Lokatölur 3-2 fyrir Keflavík.

Rúnar og félagar björguðu stigi gegn tíu leikmönnum Giresunspor
Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Alanyaspor þurftu að sætta sig við eitt stig er liðið tók á móti Giresunspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-1, en heimamenn í Alanyaspor voru manni fleiri stærstan hluta leiksins.

Óttar skoraði enn eitt markið í endurkomusigri Oakland Roots
Knattspyrnumaðurinn Óttar Magnús Karlsson skoraði enn eitt markið fyrir Oakland Roots er liðið vann 2-1 endurkomusigur gegn Birmingham í næstefstu deild bandaríska fótboltans í nótt. Markið var hans átjánda á tímabilinu.

Kane fyrstur til að skora hundrað mörk á útivelli
Harry Kane varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora hundrað deildarmörk á útivelli. Hann skoraði eina mark Tottenham er liðið tapaði 3-1 gegn erkifjendum sínum í Arsenal.

Samherji Guðlaugs skoraði sjálfsmark og sá rautt í tapi DC United
Donovan Pines, samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United, átti ekki sinn besta leik er liðið heimsótti CF Montreal í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt.

Trossard tók nýja stjórann á orðinu með þrennunni á Anfield
Óhætt er að segja að belgíski sóknarmaðurinn Leandro Trossard fari vel af stað undir stjórn Roberto de Zerbi sem tók við stjórnartaumunum hjá Brighton á dögunum.

Guardiola mærir Ten Hag í aðdraganda Manchester slagsins
Baráttan um Manchester borg fer fram í dag og er leiksins að venju beðið með mikilli eftirvæntingu.

Stórkostleg hjólhestaspyrna í MLS deildinni
Það er ekki á hverjum degi sem hjólhestaspyrnumörk sjást í fótboltanum.

Messi og Mbappe sáu um Nice
PSG styrkti stöðu sína á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld með torsóttum sigri á Nice.

Lewandowski gerði eina markið á Mallorca
Sigurganga Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hélt áfram í kvöld þegar liðið gerði góða ferð til Mallorca.

Magnaðar lokamínútur þegar AC Milan lagði Empoli
Meistaralið AC Milan komst í hann krappan þegar liðið heimsótti Empoli í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Arnar Bergmann: „Fannst þessi sigur verðskuldaður"
Arnar Bergmann Gunnlaugsson stýrði í dag Víkingi Reykjavík til sigurs í bikarkeppni karla í fótbolta í þriðja skiptið í röð sem keppnin er haldin. Arnar Bergmann telur sigur liðsins gegn FH í úrslitaleik keppninnar þetta árið hafa verið sanngjarnan.

Willum tryggði sínu liði stig gegn Ajax
Willum Þór Willumsson lék allan leikinn fyrir Go Ahead Eagles þegar liðið heimsótti stórlið Ajax á Johan Cruijff leikvanginn í Amsterdam í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Nikolaj Hansen: „Gerist ekki betra en þetta"
Nikolaj Hansen reyndist hetja Víkings þegar liðið lagði FH að velli í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta í spennuþrungnum leik á Laugardalsvelli í dag.

Umfjöllun: FH - Víkingur 2-3 | Víkingur bikarmeistari þriðja tímabilið í röð
Víkingur er bikarmeistari þriðja keppnistímabilið í röð eftir dramatískan sigur á FH í bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli í dag.

Albert á skotskónum í sigri á SPAL
Albert Guðmundsson sneri til baka úr leikbanni í kvöld og var í byrjunarliði Genoa þegar liðið heimsótti SPAL í sjöundu umferð deildarinnar.

Alfons og félagar unnu stórsigur í mikilvægum leik
Alfons Sampsted og félagar í Bodo/Glimt unnu mikilvægan sigur á Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

West Ham innbyrti sinn annan sigur
Eftir þrjá leiki í röð án sigurs tókst West Ham að koma sér aftur á sigurbraut þegar liðið fékk Wolverhampton Wanderers í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Smalling tryggði Rómverjum frækinn sigur á Inter
AS Roma hafði betur gegn Inter Milan í stórleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Pétur: „Verð áfram á Hlíðarenda nema stjórnin ákveði annað"
Guðlaugur Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, var sáttur við leik liðs síns þegar það gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Valur hafði fyrir leikinn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Ásgerður Stefanía: „Skrýtin tilfinning að spila síðustu mínútur ferilsins"
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spilaði í dag sinn síðasta leik á frábærum ferli sínum þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag.

Klopp: „Við verðum að gera betur“
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki nógu sáttur eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdieldinni í knattspyrnu í dag. Liverpool lenti 0-2 undir snemma leiks, snéri leiknum við og komst í 3-2, en kastaði sigrinum frá sér á lokamínútunum.