Fleiri fréttir

Guðlaugur Victor með fyrirliðabandið í sigri

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke 04 unnu í kvöld góðan 3-1 sigur gegn Düsseldorf í þýsku B-deildinni. Guðlaugur Victor bar fyrirliðabandið í liði Schalke sem er nú með sjö stig eftir fimm leiki.

Tuchel segist hafa beðið til guðs seinustu fimm mínúturnar gegn Liverpool

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður með baráttu sinna manna þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Liverpool á Anfield í dag eftir að hafa verið manni færri allan seinni hálfleikinn. Hann segist þó ekki vera sannfærður um að Reece James hafi verðskuldað rautt spjald.

Tíu leikmenn Chelsea sóttu stig á Anfield

Liverpool og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Tíu leikmenn Chelsea héldu út og fara með eitt stig aftur til Lundúna.

Tíu Kórdrengir héldu lífi í toppbaráttunni

Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Alex Freyr Hilmarsson var hetja Kórdrengja þegar að liðið vann Grindavík 2-1, Afturelding vann 3-1 sigur gegn Þrótti R., tíu leikmenn Fram kláruðu 2-1 sigur gegn Gróttu, Selfyssingar tryggðu áframhaldandi veru í deildinni með 3-0 sigri gegn Víkingi Ólafsvík og Þór frá Akureyri og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli.

Özil hæddist að Arteta eftir tapið

Þjóðverjinn Mesut Özil, leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi og fyrrum leikmaður Arsenal á Englandi, sendi kaldhæðnislega kveðju á félagið og stjóra þess Mikel Arteta eftir 5-0 tap þess fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

West Ham og Everton á toppnum | Dramatík í Newcastle

Fimm leikir fóru fram um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton byrjar vel undir stjórn Spánverjans Rafaels Benítez en liðið er jafnt West Ham United að stigum á toppi deildarinnar eftir að Hömrunum mistókst að vinna sinn þriðja leik í röð.

Alfreð á bekknum í stórtapi

Alfreð Finnbogason sat allan leikinn á varamannabekk Augsburgar sem tapaði 4-1 fyrir Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann kom aftur inn í leikmannahóp liðsins eftir meiðsli.

Vålerenga hellist aftur úr í toppbaráttunni

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn fyrir Noregsmeistara Vålerenga sem töpuðu 1-0 fyrir toppliði Sandviken í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í Osló í dag.

„Þurfum að líta í spegil“

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, segir leikmenn liðsins þurfa að fara í naflaskoðun eftir 5-0 tap fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Arsenal hefur ekki skorað mark á leiktíðinni og er á botni deildarinnar án stiga.

Barbára og stöllur hennar komu til baka

Barbára Sól Gísladóttir spilaði allan leikinn fyrir Bröndby er liðið gerði 2-2 jafntefli við AGF á heimavelli við í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

„Er hann þá ekki svolítið búinn að missa hópinn?“

„Leikirnir þeirra eru að hleypast upp í allt of mikla kaós,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, um lið Fylkis eftir 1-0 tap liðsins fyrir Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Fylkiskonur eru í mikilli fallhættu.

Treyjasala upp úr öllu valdi þökk sé Ed Sheeran

C-deildarlið Ipswich Town á Englandi hefur óvænt rokið upp lista yfir þau lið í landinu sem hafa selt flestar treyjur og er á meðal þeirra 20 efstu. Þar er að þakka miklum stuðningsmanni félagsins, tónlistarmanninum Ed Sheeran.

Jafnt hjá Birki og félögum

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason spilaði síðasta korterið fyrir lið sitt Adana Demirspor sem gerði 1-1 jafntefli við Konyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Håland hetjan í hádramatískum sigri

Borussia Dortmund er komið á sigurbraut á ný í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Erling Braut Håland tryggði liðinu 3-2 sigur eftir svakalegar lokamínútur.

Óttar Magnús lánaður í C-deildina

Framherjinn Óttar Magnús Karlsson mun spila með Siena í ítölsku C-deildinni á komandi leiktíð. Hann fer þangað á láni frá Venezia.

Esbjerg náði í stig gegn lærisveinum Jensens

Íslendingalið Esbjerg náði í sitt þriðja stig í dönsku B-deildinni í fótbolta er liðið gerði 1-1 jafntefli við Nyköbing í kvöld. Íslendingarnir tveir hjá Esbjerg komu ekki við sögu.

Lyon byrjar tímabilið á sigri án Söru

Olympique Lyonnais, lið landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, hóf tímabilið í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 3-0 sigri á Stade de Reims. Lyon freistar þess að endurheimta franska meistaratitilinn frá Paris Saint-Germain.

Arnór kom við sögu í tapi Venezia

Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Venezia er liðið tapaði 3-0 fyrir Udinese í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Hinir tveir Íslendingarnir í röðum Feneyjaliðsins voru ekki í leikmannahópnum.

Leikmenn United himinlifandi með tíðindin

Leikmenn Manchester United hafa tekið vel á móti nýjum liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo. Einhverjir gleðjast yfir endurkynnum á meðan aðrir trúa vart tíðindunum.

Gefur öllum aukna von

Gary Neville, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, og fyrrum leikmaður Manchester United, kveðst himinlifandi með skipti portúgölsku stjörnunnar Cristiano Ronaldo til félagsins. Ronaldo spilaði áður en með Neville hjá félaginu en snýr nú aftur eftir 13 ára fjarveru.

Ólympíu­hetja í markið hjá PSG

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hafa sótt Stephanie Labbé í markið. Hún kemur frá sænska liðinu Rosengård en hún gekk í raðir þess fyrr á þessu ári. Skrifaði hún undir eins árs samning í París.

Ron­aldo hefur fengið samningstilboð frá Manchester United

Hlutirnir gerast hratt á gervihnattaröld. Í gær var staðfest að Cristiano Ronaldo vildi yfirgefa ítalska félagið Juventus. Í kjölfarið bárust fregnir að hann væri á leið til Manchester City en nú stefnir allt í að Portúgalinn sé á leiðinni „heim“ á Old Trafford. 

Pique nýtir sér vinsældir Messis

Gerard Pique er vitaskuld vel meðvitaður um vinsældir síns gamla lagsbróður til margra ára, Lionels Messi. Pique hefur nú keypt sjónvarpsútsendingaréttinn á Spáni frá leikjum Argentínumannsins í Frakklandi.

Erfið staða núna þar sem Gylfi og Aron eru ekki með

Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins, segir stöðuna í dag nokkuð svipaða og þegar hann tók við liðinu á sínum tíma ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hann segir mikilvægt að eldri leikmenn – og þjálfarateymið – standi við bakið á ungum leikmönnum liðsins.

Sjá næstu 50 fréttir