Fleiri fréttir

Gunnar Magnús Jónsson: Við missum einn dag í hvíld

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var afar svekktur með að hafa misst leikinn niður í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar, en Selma Sól virtist vera rangstæð þegar hún skoraði jöfnunarmarkið.

Albert Guðmundsson og félagar úr leik þrátt fyrir sigur

Albert Guðmundsson og félagar hans í hollenska liðinu AZ Alkmaar tóku á móti Celtic frá skotlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Albert og félagar unnu leikinn 2-1, en Skotarnir unnu fyrri leikinn 2-0 og fara því áfram á samanlögðum úrslitum.

Jón Guðni skoraði tvö en Hammarby er úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í sænska liðinu Hammarby tóku á móti svissneska liðinu Basel í seinni leik liðanna um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Eftir 3-1 tap í fyrri leiknum tryggði Jón Guðni Hammarby framlengingu með tveimur mörkum, en liðið tapaði 4-3 í vítaspyrnukeppni.

Guðrún og Rosengård með stórsigur

Guðrún Arnardóttir spilaði allan likinn í liði Rosengård í sænska boltanum í dag. Rosengård vann 4-0 stórsigur þegar að liðið heimsótti Vittsjö.

Lars vildi halda áfram en er ekki í fýlu

Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tíu árum, og undir hans stjórn skrifaði liðið sinn glæstasta kafla í sögunni. Hann var svo ráðinn sem aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar, núverandi landsliðsþjálfara, en það samstarf entist ekki lengi. Lagerbäck segist gjarnan hafa viljað halda áfram.

Manchester City og PSG í dauðariðli Meistaradeildarinnar

Nú rétt í þessu var dregið í riðla Meistaradeildar Evrópu. Manchester City mætir PSG og RB Leipzig í A-riðli, Liverpool er einnig í erfiðum B-riðli með Atletico Madrid, Porto og AC Milan, og Manchester United mætir Villareal, Atalanta og Young Boys í F-riðli.

Mörkin sem tryggðu Val titilinn og meistarafögnuður

Valskonur fögnuðu fram á nótt á Hlíðarenda í gærkvöld þegar þær urðu Íslandsmeistarar í fótbolta í annað sinn á þremur árum. Þær tryggðu sér titilinn með sannkallaðri sýningu þegar þær unnu 6-1 sigur á Tindastóli.

Guðmann tók í lurginn á samherja sínum

Guðmann Þórisson hafði lítinn húmor fyrir því þegar Hörður Ingi Gunnarsson, samherji hans, var að dútla með knöttinn í eigin vítateig gegn Keflavík er liðin mættust í Kaplakrika. Guðmann lét Hörð Inga heyra það og bakvörðurinn svaraði fullum hálsi.

Erum að kíkja til framtíðar en ég hata að tapa

Fjórir leikmenn í nýjasta landsliðshópi karla í fótbolta, sem leikur í undankeppni HM í næstu viku, hafa ekki náð tvítugsaldri. Í hópnum eru einnig tvöfalt eldri leikmenn á borð við Kára Árnason og Hannes Þór Halldórsson.

Skotinn á leið undir hnífinn

Scott McTominay, miðjumaður Manchester United og skoska landsliðsins, þarf að fara í aðgerð til að fá meina sinna bót.

Man City boðið að kaupa Ron­aldo

Það virðist sem tími Cristinao Ronaldo hjá Juventus sé á enda. Félagið hefur áhuga á að losa þennan magnaða leikmann af launaskrá sinni og Ronaldo sjálfur virðist vera hugsa sér til hreyfings þó hann segi það ekki opinberlega.

Ekki alltaf sann­gjörn gagn­rýni

„Ég ætla ekki að standa hérna og ljúga að þér, það er búið að vera mikið að gera og þetta er búið að vera erfitt að mörgu leyti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi var tilkynntur.

Aubameyang: Þetta gefur okkur vonandi eitthvað til að byggja ofan á

Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, var virkilega sáttur með 6-0 sigur liðsins gegn WBA í enska deildarbikarnum í kvöld. Aubameyang skoraði þrennu, en hann segir það mikilvægt að byggja upp sjálfstraust liðsins eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

„Rútuferðirnar voru örugglega hluti af þessu“

„Tvær rútuferðir. Ein á Húsavík og önnur á Krókinn. Eftir það var þetta pottþétt,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, sposkur á svip þegar hann var spurður hvað hefði skilað liðinu titlinum.

Bayern München með risasigur í þýska bikarnum

Bayern München vann stórsigur þegar að liðið heimsótti Bremer SV í þýska bikarnum í kvöld. Bremer leikur í fimmtu efstu deild í Þýskalandi og það er óhætt að segja að þýsku meistararnir hafi verið of stór biti, en lokatölur urðu 12-0.

Ísland án margra lykilmanna í komandi verkefni í undankeppni HM

Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen kynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni í undankeppni heimsmeistaramótsins. Ísland varður án margra lykilmanna. Henry Birgir Gunnarsson var í Laugardalnum og ræddi við Arnar Þór eftir fundinn.

Diljá Zomers hafði betur í Íslendingaslag

Íslendingaliðin Kristianstad og Häcken áttust við í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad og þær Sveindís Jane Jónsdótti og Sif Atladóttir voru í byjunarliðinu, en Diljá Zomers kom inn á af varamannabekk Häcken sem vann að lokum 3-1.

FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar

Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar.

Sjá næstu 50 fréttir