Fleiri fréttir Fabregas kom inn á fyrir Xavi og skoraði tvö í 3-2 sigri á Chile Barcelona-maðurinn Cesc Fabregas var maðurinn á bak við 3-2 sigur Heims- og Evrópumeistara Spánverja á Chile í vináttulandsleik þjóðanna í kvöld en Chile-menn komust í 2-0 eftir 19 mínútur. 2.9.2011 20:57 Portúgalir með fjögur mörk á Kýpur - Ronaldo skoraði tvö Kýpverjar koma til Íslands með skottið á milli lappanna eftir 0-4 tap á heimavelli á móti Portúgal í undankeppni EM í kvöld en eftir þennan örugga sigur eru Portúgalir í efsta sæti í riðli Íslands. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir portúgalska liðið sem lék manni fleiri frá 34. mínútu. 2.9.2011 20:46 Þjóðverjar fyrstir inn á Evrópumótið - unnu Austurríki 6-2 Þýskaland varð í kvöld fyrsta þjóðin til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á næsta ári ef frá eru taldir gestgjafar Póllands og Úkraínu. Þjóðverjar unnu 6-2 sigur á Austurríki og eru þar með búnir að tryggja sér sigur í A-riðlinum. Mesut Özil skoraði tvö mörk í leiknum. 2.9.2011 20:36 Hollendingar skoruðu ellefu á móti San Marínó - ferna hjá Van Persie Hollendingar fóru á kostum í kvöld í undankeppni EM 2012 þegar þeir unnu 11-0 stórsigur á smáríkinu San Marínó en hollenska liðið er búið að vinna alla sjö leiki sína í E-riðlinum með markatölunni 32-5. Robin van Persie skoraði fernu í leiknum. 2.9.2011 20:29 Wayne Rooney með tvö mörk í sannfærandi enskum sigri í Búlgaríu England er eitt á toppi G-riðli í undankeppni EM eftir 3-0 útisigur á Búlgaríu í kvöld en nágrannar þeirra í Wales eru líka að hjálpa þeim því Walesbúar eru að vinna 2-0 heimasigur á Svartfjallalandi í hinum leik riðilsins. 2.9.2011 20:12 Signý komin heim - ósátt við þjálfara og aðstöðu Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, er hætt í Troy háskólanum í Alabama. Signý var ósátt við æfingaaðstöðuna og þjálfara sinn að því er fram kemur í viðtali við vefsíðuna Kylfingur.is. 2.9.2011 19:00 Nýr liðsmaður Arsenal skoraði þrennu fyrir Suður-Kóreu Park Chu-Young, nýjasti framherji Arsenal, var á skotskónum í 6-0 sigri Suður-Kóreu á Líbanon í undankeppni HM 2014 í dag. Park skoraði þrjú mörk í leiknum. 2.9.2011 17:30 Eiður Smári fyrirliði - Hjörtur Logi og Helgi Valur í byrjunarliðinu Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn á móti Norðmönnum á Ullevi í Osló. Veigar Páll Gunnarsson og Birkir Bjarnason eru báðir á bekknum en Hjörtur Logi Valgarðsson og Helgi Valur Daníelsson byrja inn á í dag. 2.9.2011 17:04 Celtic risið upp frá dauðum - tekur sæti Sion í Evrópudeildinni Skoska félagið Celtic verður með í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þrátt fyrir að liðið hafi dottið út fyrir FC Sion á dögunum. UEFA hefur dæmt svissneska liðið úr keppni fyrir að nota ólöglega leikmenn. 2.9.2011 16:52 Heidfeld endanlega úr myndinni hjá Renault og Senna ekur áfram Renault liðið tilkynnti í dag að liðið hefði náð samkomulagi við Nick Heidfeld um að keyra ekki meira hjá liðinu, en málið átti að fara fyrir dóm 18. september í Englandi. Heidfeld var ekki sáttur við að víkja sæti fyrir Bruno Senna í síðasta móti og því næsta, en nú er endanlega ljóst að Senna verður ökumaður Renault út tímabilið ásamt Vitaly Petrov 2.9.2011 16:34 Flóð af norskum fánum á Ullevål í kvöld Í gær var búið að koma fyrir norskum fána hjá hverju einasta sæti á Ullevål-leikvanginum í Osló, þar sem viðureigna heimamanna gegn Íslandi fer fram í kvöld. 2.9.2011 16:30 Sagan endalausa - Norðmenn tryggðu sér sigur úr víti í lokin Ísland tapaði 1-0 fyrir Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló í kvöld íleik þjóðanna í undankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið virtist vera að landa stiginu þegar markvörðurinn Stefán Logi Magnússon fékk á sig klaufalegt víti rétt fyrir leikslok. 2.9.2011 16:16 Væri kannski öðruvísi ef handboltalandsliðið væri að spila hér Vísir hitti á Sögu Brá Davíðsdóttur í miðbæ Oslóar í dag en hún er ein af um 200 Íslendingum sem verða á leik Noregs og Íslands í undankeppni EM 2012 í kvöld. 2.9.2011 16:15 Birkir: Ekkert betra en að spila gegn Noregi "Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik. Það er ekkert jafn skemmtilegt og að mæta norska landsliðinu,“ sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska liðsins, við Vísi í gær. 2.9.2011 16:00 Drillo í guðatölu hjá norskum stuðningsmönnum Harald Hunsbedt verður einn rúmlega 25 þúsund Norðmanna á leik Noregs og Íslands í kvöld en hann reiknar með erfiðum leik. Vísir hitti á hann í miðbæ Oslóar í dag. 2.9.2011 15:45 Aðeins um 200 Íslendingar á leiknum í kvöld Aðeins um sextíu miðar voru seldir í gegnum Knattspyrnusamband Íslands á leikinn gegn Norðmönnum á Ullevål-leikvanginum í Osló í kvöld. Ekki er búist við að meira en 200 Íslendingar verði á leiknum. 2.9.2011 15:30 Ísland oftast spilað við Noreg Ísland leikur í kvöld sinn 30. landsleik við Noreg frá upphafi en íslenska landsliðið hefur aldrei mætt neinu liðið oftar en því norska. Ísland hefur unnið sjö af leikjunum 29 til þessa. 2.9.2011 15:00 Kolbeinn: Dreymt um að fá að spila gegn liði eins og Real Madrid Kolbeinn Sigþórsson verður væntanlega í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Noregi í kvöld. Vísir hitti á hann í Osló í gær og ræddi við hann um tímabilið sem er fram undan hjá hollenska stórliðinu Ajax. 2.9.2011 14:00 Sóknarmaðurinn Moa er sjóðheitur Norðmenn munu stilla upp hinum öfluga Mohammed Abdellaoue, eða Moa eins og hann er kallaður, í fremstu víglínu gegn Íslandi í kvöld. Sá hefur verið sjóðheitur bæði með norska landsliðinu og Hannover 96 í þýsku úrvalsdeildinni. 2.9.2011 13:00 Stefán Logi: Gott að eyða óvissunni um landsliðsþjálfarastarfið Landsliðsmarkvörðurinn Stefán Logi Magnússon segir að það hafi verið gott að eyða þeirri óvissu sem ríkti um stöðu landsliðsþjálfarnan fyrir leikinn gegn Noregi í kvöld. 2.9.2011 12:30 Mikil forföll í norska landsliðinu Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, neyðist til að stilla upp nokkuð breyttu liði gegn Íslandi í kvöld frá síðustu leikjum sínum í undankeppni EM 2012. 2.9.2011 12:00 Schumacher fær góðar móttökur á Ítalíu Næsta Formúlu 1 mót er um aðra helgi og þá keppir Michael Schumacher í móti sem hann hefur unnið oftar en nokkur annar ökumaður, eða fimm sinnum. Keppt verður á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari og Torro Rosso keppnisliðanna, sem bæði eru staðsett á Ítalíu með bækistöðvar sínar. 2.9.2011 11:12 Rúrik mætir liðsfélaga sínum í kvöld Rúrik Gíslason verður væntanlega í byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Noregi í kvöld en að öllum líkindum verður liðsfélagi hans frá OB í Danmörku settur gegn honum í norska liðinu. 2.9.2011 11:00 Hargreaves og Inzaghi spila ekki í Meistaradeildinni Félögin 32 sem skipa riðlana átta í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu þurfa að skila 25 manna lista til evrópska knattspyrnusambandsins í dag. Nú þegar er ljóst að tvö stór nöfn komast ekki í hópinn hjá félögum sínum. Owen Hargreaves hjá Manchester City og Filippo Inzaghi framherji AC Milan. 2.9.2011 10:30 Veigar Páll: 14 kílómetrar í útileik með landsliðinu Veigar Páll Gunnarsson þurfti ekki að ferðast langa leið til að koma til móts við íslenska landsliðið hér í Noregi enda hefur hann búið hér í Osló um árabil. 2.9.2011 10:00 Opið hús í Hlíðarvatni Selvogi Sunnudaginn 4. September n.k. býðst lítið og óvönum veiðimönnum að koma í Hlíðarvatn í Selvogi og renna fyrir silung í boði veiðiréttarhafa. Á staðnum verða vanir veiðimenn frá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar og fleiri stangaveiðifélögum við vatnið sem gefa munu góð ráð og tilsögn. 2.9.2011 09:48 Staðan í topp 10 ánum Núna þegar líður á veiðitímann fara linur að skýrast um veiðina í sumar, alla vega að mestu leiti. Maðkurinn er kominn niður í margar árnar og það er séstaklega eftirtektarvert að síðasta vika gaf nærri 800 laxa í Ytri Rangá og enn er fiskur að ganga. 2.9.2011 09:43 Hrikalegar tölur úr Ytri Rangá Ytri Rangá fór á toppinn yfir aflahæstu laxveiðiár landsins í viðmiðunarviku LV, sem nær frá miðvikudegi til miðvikudags. Í gærkvöldi var Ytri Rangá með 3.388 laxa eftir 736 laxa viku! 2.9.2011 09:39 Svartá öll að koma til Síðasta holl í Svartá, sem lauk veiðum núna í dag, var með um 20 laxa á land. Stærstu laxarnir voru um 14 – 15 pund og einnig veiddist nokkuð af vænum urriða. Að sögn voru misvanir veiðimenn í hollinu og stóðu menn víst ekki stíft við veiðar. 2.9.2011 09:36 Leiðir Blackburn og Diouf skiljast - allir ánægðir Senegalinn El Hadji Diouf hefur verið leystur undan samningi hjá félagi sínu Blackburn Rovers. Félagið komst að samkomulagi við Diouf þess efnis í gærkvöld og framherjinn getur hafið leit sína að nýju félagi. 2.9.2011 09:22 Allir leikfærir í kvöld Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði í gær að hann ætti von á því að allir leikmenn liðsins yrðu klárir í slaginn gegn Noregi í kvöld. 2.9.2011 09:00 Aftur unnu strákarnir með Eyjólf í stúkunni - myndir Íslenska 21 árs landsliðið hóf undankeppni EM 2013 með góðum sigri á Belgíu á Hlíðarenda í gær en Eyjólfur Sverrisson þjálfari íslenska liðsins var í leikbanni og sat í stúkunni á Vodafone-vellinum. 2.9.2011 08:30 Utan vallar: Nýr þjálfari þarf að leita í smiðju Drillo Í kvöld mætast Noregur og Ísland í undankeppni EM 2012. Annars vegar lið sem hefur náð hærra en nokkur þorði að vona og hins vegar lið sem hefur sokkið dýpra en nokkur þorði að óttast. 2.9.2011 08:00 Hallgrímur: Vil taka næsta skref á ferlinum í Hollandi Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson var valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur en Ísland mætir fyrrnefnda liðinu ytra í dag. Hann segist ánægður með að hafa fengið kallið en Fréttablaðið hitti á Hallgrím á hóteli íslenska liðsins í Osló. 2.9.2011 07:00 Leikmenn bera líka sök á genginu Ísland mætir Noregi í undankeppni EM 2012 ytra í kvöld. Rúrik Gíslason, leikmaður Íslands, vorkennir Ólafi Jóhannessyni þjálfara fyrir þá gagnrýni sem hann hefur fengið og segir að leikmenn beri líka sök. 2.9.2011 06:00 Fyrrum leikmaður NBA ákærður fyrir morð Fyrrverandi NBA-leikmaðurinn Javaris Crittenton hefur verið ákærður fyrir morð á 23 ára konu í Bandaríkjunum, en konan er fjögurra barna móðir. 1.9.2011 23:15 Spánn, Þýskaland og Frakkland á sigurbraut á EM í körfu Spánn, Þýskaland og Frakkaland héldu áfram sigurgöngu sinni á EM í körfubolta í Litháen en annar leikdagur mótsins fór fram í dag. Serbía, Grikkland, Rússland, Slóvenía og Litháen hafa líka unnið tvo fyrstu leiki sína en liðin spila í fjórum sex liða riðlum. 1.9.2011 22:30 Er Arsene Wenger að safna fyrirliðum hjá Arsenal? Arsenal var í aðalhlutverki á lokadegi félagsskiptagluggans í gær en Arsene Wenger náði í fimm nýja leikmenn áður en glugginn lokaði. Þrír af þessum fimm leikmönnum eru eða voru fyrirliðar í sínum liðum og þar með eru níu fyrirliðar sem spila með Arsenal-liðinu í dag. Hollendinginn Robin van Persie, sem ber fyrirliðaband Arsenal, er einn þeirra þótt að hann sé ekki fyrirliði síns landsliðs. 1.9.2011 22:00 Forráðamenn Porto pirraðir út í Chelsea Það virðist hafa farið mikið í taugarnar á forráðamönnum Porto þegar enska knattspyrnufélagið Chelsea náði að landa Andre Villas-Boas, en hann var knattspyrnustjóri Porto á síðustu leiktíð. 1.9.2011 21:00 Leiknismenn enn á lífi í 1. deildinni en HK er fallið Leiknir vann 3-0 sigur á Fjölni í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og eiga Efri-Breiðhyltingar því ennþá möguleika á að bjarga sér frá falli. Sömu sögu er ekki hægt að segja af HK-liðinu sem tapaði 0-2 fyrir Haukum og er fallið niður í 2. deild. ÍR-ingar nánast tryggðu sér endanlega sæti í deildinni á næsta sumri með 3-1 sigri á Þrótti. 1.9.2011 20:40 Jordan Henderson skoraði í stórsigri Englendinga á Aserum Englendingar unnu 6-0 sigur á Aserbaídsjan í hinum leiknum í riðli íslenska 21 árs landsliðsins í undankeppni Em 2013. Jordan Henderson, leikmaður Liverpool og fyrirliði enska liðsins, skoraði þriðja mark liðsins í leiknum. 1.9.2011 20:27 Björn Bergmann: Miklu skemmtilegra að skora sjálfur Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. 1.9.2011 20:15 Tevez getur hugsað sér að vera áfram hjá Man. City Vandræðagemsinn, Carlos Tevez, hjá Manchester City verður eftir allt saman hjá félaginu í vetur, en umboðsmaður leikmannsins, Kia Joorabchian, segir að Tevez sé ánægður með niðurstöðuna. 1.9.2011 20:00 Guðlaugur Victor: Sýndum það að við getum unnið hvaða lið sem er Guðlaugur Victor Pálsson lék vel á miðju íslenska 21 árs liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Belgíu á Vodafonevellinum í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2013. 1.9.2011 19:31 Björn Bergmann tryggði Íslandi sigur gegn Belgum - skoraði bæði mörkin Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sigurmark íslenska 21 árs landsliðsins á móti Belgíu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2013 sem fram fór á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld. Björn Bergmann skoraði sigurmarkið sitt þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Íslandi með því 2-1 sigur. 1.9.2011 19:02 Sjá næstu 50 fréttir
Fabregas kom inn á fyrir Xavi og skoraði tvö í 3-2 sigri á Chile Barcelona-maðurinn Cesc Fabregas var maðurinn á bak við 3-2 sigur Heims- og Evrópumeistara Spánverja á Chile í vináttulandsleik þjóðanna í kvöld en Chile-menn komust í 2-0 eftir 19 mínútur. 2.9.2011 20:57
Portúgalir með fjögur mörk á Kýpur - Ronaldo skoraði tvö Kýpverjar koma til Íslands með skottið á milli lappanna eftir 0-4 tap á heimavelli á móti Portúgal í undankeppni EM í kvöld en eftir þennan örugga sigur eru Portúgalir í efsta sæti í riðli Íslands. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir portúgalska liðið sem lék manni fleiri frá 34. mínútu. 2.9.2011 20:46
Þjóðverjar fyrstir inn á Evrópumótið - unnu Austurríki 6-2 Þýskaland varð í kvöld fyrsta þjóðin til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á næsta ári ef frá eru taldir gestgjafar Póllands og Úkraínu. Þjóðverjar unnu 6-2 sigur á Austurríki og eru þar með búnir að tryggja sér sigur í A-riðlinum. Mesut Özil skoraði tvö mörk í leiknum. 2.9.2011 20:36
Hollendingar skoruðu ellefu á móti San Marínó - ferna hjá Van Persie Hollendingar fóru á kostum í kvöld í undankeppni EM 2012 þegar þeir unnu 11-0 stórsigur á smáríkinu San Marínó en hollenska liðið er búið að vinna alla sjö leiki sína í E-riðlinum með markatölunni 32-5. Robin van Persie skoraði fernu í leiknum. 2.9.2011 20:29
Wayne Rooney með tvö mörk í sannfærandi enskum sigri í Búlgaríu England er eitt á toppi G-riðli í undankeppni EM eftir 3-0 útisigur á Búlgaríu í kvöld en nágrannar þeirra í Wales eru líka að hjálpa þeim því Walesbúar eru að vinna 2-0 heimasigur á Svartfjallalandi í hinum leik riðilsins. 2.9.2011 20:12
Signý komin heim - ósátt við þjálfara og aðstöðu Signý Arnórsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, er hætt í Troy háskólanum í Alabama. Signý var ósátt við æfingaaðstöðuna og þjálfara sinn að því er fram kemur í viðtali við vefsíðuna Kylfingur.is. 2.9.2011 19:00
Nýr liðsmaður Arsenal skoraði þrennu fyrir Suður-Kóreu Park Chu-Young, nýjasti framherji Arsenal, var á skotskónum í 6-0 sigri Suður-Kóreu á Líbanon í undankeppni HM 2014 í dag. Park skoraði þrjú mörk í leiknum. 2.9.2011 17:30
Eiður Smári fyrirliði - Hjörtur Logi og Helgi Valur í byrjunarliðinu Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn á móti Norðmönnum á Ullevi í Osló. Veigar Páll Gunnarsson og Birkir Bjarnason eru báðir á bekknum en Hjörtur Logi Valgarðsson og Helgi Valur Daníelsson byrja inn á í dag. 2.9.2011 17:04
Celtic risið upp frá dauðum - tekur sæti Sion í Evrópudeildinni Skoska félagið Celtic verður með í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þrátt fyrir að liðið hafi dottið út fyrir FC Sion á dögunum. UEFA hefur dæmt svissneska liðið úr keppni fyrir að nota ólöglega leikmenn. 2.9.2011 16:52
Heidfeld endanlega úr myndinni hjá Renault og Senna ekur áfram Renault liðið tilkynnti í dag að liðið hefði náð samkomulagi við Nick Heidfeld um að keyra ekki meira hjá liðinu, en málið átti að fara fyrir dóm 18. september í Englandi. Heidfeld var ekki sáttur við að víkja sæti fyrir Bruno Senna í síðasta móti og því næsta, en nú er endanlega ljóst að Senna verður ökumaður Renault út tímabilið ásamt Vitaly Petrov 2.9.2011 16:34
Flóð af norskum fánum á Ullevål í kvöld Í gær var búið að koma fyrir norskum fána hjá hverju einasta sæti á Ullevål-leikvanginum í Osló, þar sem viðureigna heimamanna gegn Íslandi fer fram í kvöld. 2.9.2011 16:30
Sagan endalausa - Norðmenn tryggðu sér sigur úr víti í lokin Ísland tapaði 1-0 fyrir Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló í kvöld íleik þjóðanna í undankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið virtist vera að landa stiginu þegar markvörðurinn Stefán Logi Magnússon fékk á sig klaufalegt víti rétt fyrir leikslok. 2.9.2011 16:16
Væri kannski öðruvísi ef handboltalandsliðið væri að spila hér Vísir hitti á Sögu Brá Davíðsdóttur í miðbæ Oslóar í dag en hún er ein af um 200 Íslendingum sem verða á leik Noregs og Íslands í undankeppni EM 2012 í kvöld. 2.9.2011 16:15
Birkir: Ekkert betra en að spila gegn Noregi "Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik. Það er ekkert jafn skemmtilegt og að mæta norska landsliðinu,“ sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska liðsins, við Vísi í gær. 2.9.2011 16:00
Drillo í guðatölu hjá norskum stuðningsmönnum Harald Hunsbedt verður einn rúmlega 25 þúsund Norðmanna á leik Noregs og Íslands í kvöld en hann reiknar með erfiðum leik. Vísir hitti á hann í miðbæ Oslóar í dag. 2.9.2011 15:45
Aðeins um 200 Íslendingar á leiknum í kvöld Aðeins um sextíu miðar voru seldir í gegnum Knattspyrnusamband Íslands á leikinn gegn Norðmönnum á Ullevål-leikvanginum í Osló í kvöld. Ekki er búist við að meira en 200 Íslendingar verði á leiknum. 2.9.2011 15:30
Ísland oftast spilað við Noreg Ísland leikur í kvöld sinn 30. landsleik við Noreg frá upphafi en íslenska landsliðið hefur aldrei mætt neinu liðið oftar en því norska. Ísland hefur unnið sjö af leikjunum 29 til þessa. 2.9.2011 15:00
Kolbeinn: Dreymt um að fá að spila gegn liði eins og Real Madrid Kolbeinn Sigþórsson verður væntanlega í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Noregi í kvöld. Vísir hitti á hann í Osló í gær og ræddi við hann um tímabilið sem er fram undan hjá hollenska stórliðinu Ajax. 2.9.2011 14:00
Sóknarmaðurinn Moa er sjóðheitur Norðmenn munu stilla upp hinum öfluga Mohammed Abdellaoue, eða Moa eins og hann er kallaður, í fremstu víglínu gegn Íslandi í kvöld. Sá hefur verið sjóðheitur bæði með norska landsliðinu og Hannover 96 í þýsku úrvalsdeildinni. 2.9.2011 13:00
Stefán Logi: Gott að eyða óvissunni um landsliðsþjálfarastarfið Landsliðsmarkvörðurinn Stefán Logi Magnússon segir að það hafi verið gott að eyða þeirri óvissu sem ríkti um stöðu landsliðsþjálfarnan fyrir leikinn gegn Noregi í kvöld. 2.9.2011 12:30
Mikil forföll í norska landsliðinu Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, neyðist til að stilla upp nokkuð breyttu liði gegn Íslandi í kvöld frá síðustu leikjum sínum í undankeppni EM 2012. 2.9.2011 12:00
Schumacher fær góðar móttökur á Ítalíu Næsta Formúlu 1 mót er um aðra helgi og þá keppir Michael Schumacher í móti sem hann hefur unnið oftar en nokkur annar ökumaður, eða fimm sinnum. Keppt verður á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari og Torro Rosso keppnisliðanna, sem bæði eru staðsett á Ítalíu með bækistöðvar sínar. 2.9.2011 11:12
Rúrik mætir liðsfélaga sínum í kvöld Rúrik Gíslason verður væntanlega í byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Noregi í kvöld en að öllum líkindum verður liðsfélagi hans frá OB í Danmörku settur gegn honum í norska liðinu. 2.9.2011 11:00
Hargreaves og Inzaghi spila ekki í Meistaradeildinni Félögin 32 sem skipa riðlana átta í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu þurfa að skila 25 manna lista til evrópska knattspyrnusambandsins í dag. Nú þegar er ljóst að tvö stór nöfn komast ekki í hópinn hjá félögum sínum. Owen Hargreaves hjá Manchester City og Filippo Inzaghi framherji AC Milan. 2.9.2011 10:30
Veigar Páll: 14 kílómetrar í útileik með landsliðinu Veigar Páll Gunnarsson þurfti ekki að ferðast langa leið til að koma til móts við íslenska landsliðið hér í Noregi enda hefur hann búið hér í Osló um árabil. 2.9.2011 10:00
Opið hús í Hlíðarvatni Selvogi Sunnudaginn 4. September n.k. býðst lítið og óvönum veiðimönnum að koma í Hlíðarvatn í Selvogi og renna fyrir silung í boði veiðiréttarhafa. Á staðnum verða vanir veiðimenn frá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar og fleiri stangaveiðifélögum við vatnið sem gefa munu góð ráð og tilsögn. 2.9.2011 09:48
Staðan í topp 10 ánum Núna þegar líður á veiðitímann fara linur að skýrast um veiðina í sumar, alla vega að mestu leiti. Maðkurinn er kominn niður í margar árnar og það er séstaklega eftirtektarvert að síðasta vika gaf nærri 800 laxa í Ytri Rangá og enn er fiskur að ganga. 2.9.2011 09:43
Hrikalegar tölur úr Ytri Rangá Ytri Rangá fór á toppinn yfir aflahæstu laxveiðiár landsins í viðmiðunarviku LV, sem nær frá miðvikudegi til miðvikudags. Í gærkvöldi var Ytri Rangá með 3.388 laxa eftir 736 laxa viku! 2.9.2011 09:39
Svartá öll að koma til Síðasta holl í Svartá, sem lauk veiðum núna í dag, var með um 20 laxa á land. Stærstu laxarnir voru um 14 – 15 pund og einnig veiddist nokkuð af vænum urriða. Að sögn voru misvanir veiðimenn í hollinu og stóðu menn víst ekki stíft við veiðar. 2.9.2011 09:36
Leiðir Blackburn og Diouf skiljast - allir ánægðir Senegalinn El Hadji Diouf hefur verið leystur undan samningi hjá félagi sínu Blackburn Rovers. Félagið komst að samkomulagi við Diouf þess efnis í gærkvöld og framherjinn getur hafið leit sína að nýju félagi. 2.9.2011 09:22
Allir leikfærir í kvöld Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði í gær að hann ætti von á því að allir leikmenn liðsins yrðu klárir í slaginn gegn Noregi í kvöld. 2.9.2011 09:00
Aftur unnu strákarnir með Eyjólf í stúkunni - myndir Íslenska 21 árs landsliðið hóf undankeppni EM 2013 með góðum sigri á Belgíu á Hlíðarenda í gær en Eyjólfur Sverrisson þjálfari íslenska liðsins var í leikbanni og sat í stúkunni á Vodafone-vellinum. 2.9.2011 08:30
Utan vallar: Nýr þjálfari þarf að leita í smiðju Drillo Í kvöld mætast Noregur og Ísland í undankeppni EM 2012. Annars vegar lið sem hefur náð hærra en nokkur þorði að vona og hins vegar lið sem hefur sokkið dýpra en nokkur þorði að óttast. 2.9.2011 08:00
Hallgrímur: Vil taka næsta skref á ferlinum í Hollandi Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson var valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur en Ísland mætir fyrrnefnda liðinu ytra í dag. Hann segist ánægður með að hafa fengið kallið en Fréttablaðið hitti á Hallgrím á hóteli íslenska liðsins í Osló. 2.9.2011 07:00
Leikmenn bera líka sök á genginu Ísland mætir Noregi í undankeppni EM 2012 ytra í kvöld. Rúrik Gíslason, leikmaður Íslands, vorkennir Ólafi Jóhannessyni þjálfara fyrir þá gagnrýni sem hann hefur fengið og segir að leikmenn beri líka sök. 2.9.2011 06:00
Fyrrum leikmaður NBA ákærður fyrir morð Fyrrverandi NBA-leikmaðurinn Javaris Crittenton hefur verið ákærður fyrir morð á 23 ára konu í Bandaríkjunum, en konan er fjögurra barna móðir. 1.9.2011 23:15
Spánn, Þýskaland og Frakkland á sigurbraut á EM í körfu Spánn, Þýskaland og Frakkaland héldu áfram sigurgöngu sinni á EM í körfubolta í Litháen en annar leikdagur mótsins fór fram í dag. Serbía, Grikkland, Rússland, Slóvenía og Litháen hafa líka unnið tvo fyrstu leiki sína en liðin spila í fjórum sex liða riðlum. 1.9.2011 22:30
Er Arsene Wenger að safna fyrirliðum hjá Arsenal? Arsenal var í aðalhlutverki á lokadegi félagsskiptagluggans í gær en Arsene Wenger náði í fimm nýja leikmenn áður en glugginn lokaði. Þrír af þessum fimm leikmönnum eru eða voru fyrirliðar í sínum liðum og þar með eru níu fyrirliðar sem spila með Arsenal-liðinu í dag. Hollendinginn Robin van Persie, sem ber fyrirliðaband Arsenal, er einn þeirra þótt að hann sé ekki fyrirliði síns landsliðs. 1.9.2011 22:00
Forráðamenn Porto pirraðir út í Chelsea Það virðist hafa farið mikið í taugarnar á forráðamönnum Porto þegar enska knattspyrnufélagið Chelsea náði að landa Andre Villas-Boas, en hann var knattspyrnustjóri Porto á síðustu leiktíð. 1.9.2011 21:00
Leiknismenn enn á lífi í 1. deildinni en HK er fallið Leiknir vann 3-0 sigur á Fjölni í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og eiga Efri-Breiðhyltingar því ennþá möguleika á að bjarga sér frá falli. Sömu sögu er ekki hægt að segja af HK-liðinu sem tapaði 0-2 fyrir Haukum og er fallið niður í 2. deild. ÍR-ingar nánast tryggðu sér endanlega sæti í deildinni á næsta sumri með 3-1 sigri á Þrótti. 1.9.2011 20:40
Jordan Henderson skoraði í stórsigri Englendinga á Aserum Englendingar unnu 6-0 sigur á Aserbaídsjan í hinum leiknum í riðli íslenska 21 árs landsliðsins í undankeppni Em 2013. Jordan Henderson, leikmaður Liverpool og fyrirliði enska liðsins, skoraði þriðja mark liðsins í leiknum. 1.9.2011 20:27
Björn Bergmann: Miklu skemmtilegra að skora sjálfur Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. 1.9.2011 20:15
Tevez getur hugsað sér að vera áfram hjá Man. City Vandræðagemsinn, Carlos Tevez, hjá Manchester City verður eftir allt saman hjá félaginu í vetur, en umboðsmaður leikmannsins, Kia Joorabchian, segir að Tevez sé ánægður með niðurstöðuna. 1.9.2011 20:00
Guðlaugur Victor: Sýndum það að við getum unnið hvaða lið sem er Guðlaugur Victor Pálsson lék vel á miðju íslenska 21 árs liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Belgíu á Vodafonevellinum í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2013. 1.9.2011 19:31
Björn Bergmann tryggði Íslandi sigur gegn Belgum - skoraði bæði mörkin Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sigurmark íslenska 21 árs landsliðsins á móti Belgíu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2013 sem fram fór á Vodafonevellinum að Hlíðarenda í kvöld. Björn Bergmann skoraði sigurmarkið sitt þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Íslandi með því 2-1 sigur. 1.9.2011 19:02