Enski boltinn

Tevez getur hugsað sér að vera áfram hjá Man. City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tevez kemur hér inná fyrir Aguero í leik með Man. City.
Tevez kemur hér inná fyrir Aguero í leik með Man. City. Mynd. / Getty Images
Vandræðagemsinn, Carlos Tevez,  hjá Manchester City verður eftir allt saman hjá félaginu í vetur, en umboðsmaður leikmannsins, Kia Joorabchian, segir að Tevez sé ánægður með niðurstöðuna.

Carlos Tevez vildi ólmur komast frá Man. City í sumar og taldi að hann væri á leiðinni frá félaginu. Leikmaðurinn hefur saknað fjölskyldu sinnar undanfarinn ár og vildi komast í lið sem væri nær henni.

Carlos Tevez er frá Argentínu en fjölskylda hans hefur aldrei náð að aðlaðast enskri menningu. Núna hefur fundist lausn á vandamálinu og fjölskyldan er flutt til Englands, því getur leikmaðurinn verið áfram í herbúðum Man. City.

„Við fengum nokkur tilboð í leikmanninn en að sjálfsögðu vildi Manchester City ekki sleppa honum,“ sagði Joorabchian við enska fjölmiðla.

„Honum hefur alltaf liðið vel sem knattspyrnumanni hjá félaginu en málið snérist um fjölskyldu leikmannsins, en nú er hún flutt til Manchester".

„Hann hefur náð að aðlaðast öllum liðum, unnið til verðlauna hvar sem hann hefur leikið en munurinn á enskri menningu og þeirri sem hann á að venjast er gríðarlegur og það hefur verið erfitt fyrir Tevez“.

Talið er að tilkoma Sergio Aguero til Manchester City hafi haft mikil áhrif á ákvörðun Tevez um að vera áfram hjá félaginu, en þeir félagar hafa leikið saman með argentínska landsliðinu undanfarinn ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×