Fleiri fréttir

FIA sátt við nýja Formúlu 1 braut í Indlandi

Charlie Whiting, keppnisstjóri FIA í Formúlu 1 er sáttur við ástand nýrrar brautar í Delí í Indlandi, sem verður notuð í fyrsta skipti 30. október á þessu ári. Þá fer fyrsti indverski Formúlu 1 kappaksturinn fram. Brautin í Indlandi nefnist Buddh og mótshaldarar eru með 10 ára samning um Formúlu 1 mótshald á svæðinu.

Ólafur Bjarki verður áfram hjá HK

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson sem leikið hefur með HK í N1-deildinni undanfarinn ár hefur samið á ný við Kópavogsfélagið.

Guðjón Valur fór hamförum fyrir AG Köbenhavn

Guðjón Valur Sigurðsson var sjóðandi heitur í danska handboltanum í gær en lið hans AG Köbenhavn bar sigur úr býtum gegn Ringsted, 40-27, í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar.

Var Crouch neyddur til að yfirgefa Tottenham?

Samkvæmt enska veðmiðlinum the Mirror var Peter Crouch neyddur til að yfirgefa Tottneham Hotspurs í félagsskiptaglugganum í gær, en leikmaðurinn gekk í raðið Stoke City.

Kominn tími á erlendan þjálfara

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Knattspyrnusamband Íslands þurfa að breyta allri umgjörð þegar kemur að íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Bjarni, sem náð hefur eftirtektarverðum árangri með Stjörnuna undanfarin ár, segir peningaskort enga fyrirstöðu.

Vona að Valsmenn fái pening fyrir mig

Guðjón Pétur Lýðsson, sem hefur að margra mati verið besti leikmaður Vals í sumar, hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Valsmenn lánuðu hann í gær til sænska úrvalsdeildarliðsins Helsingborg en Helsingborg hefur síðan forkaupsrétt á Guðjóni eftir tímabilið.

Eiður Smári: Grikkir eru skemmtilega blóðheitir

Eiður Smári Guðjohnsen verður í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu á móti Norðmönnum í undankeppni EM á morgun. Hann var í viðtali við Hörð Magnússon íþróttafréttamann Stöðvar 2 á æfingu liðsins sem fram fór á gamla heimavelli Stabæk í gær.

Hangeland um Eið Smára: Er ennþá einstaklega hæfileikaríkur

Brede Hangeland, fyrirliði norska landsliðsins, sparaði ekki hrósið á Eið Smára Guðjohnsen á blaðamannafundi fyrir leik Noregs og Íslands í undankeppni EM sem fer fram í Osló á föstudagskvöldið. Hangeland og Eiður Smári spiluðu saman í sex mánuði með Fulham á síðasta tímabili.

Rúnar í hópi með Laudrup, Charlton, Zidane, Beckenbauer og Dalglish

Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari toppliðs KR, fær sérstaka viðurkenningu frá UEFA fyrir landsleik Íslands og Kýpur á Laugardalsvelli þriðjudaginn 6. september næstkomandi en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í kvöld. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ, mun afhenda Rúnari verðlaunin fyrir hönd UEFA.

Meireles til Chelsea, Arteta til Arsenal og Bendtner til Sunderland

Félagsskiptavakt BBC hefur staðfest þrjú athyglisverð félagsskipti í ensku úrvalsdeildinni sem öllu gengu í gegn á síðustu mínútum. Portúgalinn Raul Meireles fer frá Liverpool til Chelsea, Mikel Arteta fer frá Everton til Arsenal og Sunderland fær Nicklas Bendtner á láni frá Arsenal.

Félagsskiptaglugginn er nú lokaður - hverjir fóru hvert

Fjölmörg félagsskipti gengu í gegn í dag en félagsskiptaglugginn lokaði kl. 22 að íslenskum tíma í kvöld. Þetta er ávallt gríðarlega spennandi dagur fyrir knattspyrnuáhugamanninn og ekki síst fyrir knattspyrnufélögin. Vísir tók saman atburðarrásina í dag og má sjá helstu félagsskipti hér að neðan.

Bellamy fer til Liverpool og Benayoun kominn á láni til Arsenal

Craig Bellamy er kominn aftur til Liverpool en Yossi Benayoun valdi það að fara frekar til Arsenal í staðinn fyrir að fara aftur norður til Liverpool. Portúgalinn Raul Meireles hefur einnig óskað formlega eftir félagsskiptum frá Liverpool og er líklega á leiðinni til Chelsea.

Stelpurnar okkar spila seint á kvöldin á HM í Brasilíu

Alþjóðahandboltasambandið er búið að gefa út leikjaplanið fyrir HM kvenna í Brasilíu sem fer fram í desember næstkomandi en íslensku stelpurnar eru nú með á heimsmeistaramóti fyrst íslenskra kvennalandsliðs.

Góður gangur í Langá

Gott vatn er í Langá þessa dagana og veiðin eftir því með ágætum. Síðustu tvö holl tóku 54 og 83 laxa, og hollið sem er að veiðum núna er komið tæplega 50 laxa og eiga heilan dag eftir.

78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá

Síðusta sex dagar Stóru Laxá hafa verið sannkölluð veisla. Svæði 1&2 hafa skilað 78 löxum á land og hafa 160 laxar verið skráðir í bókina á því svæði. Af þessum 160 löxum hefur 130 verið sleppt. Áin er þekkt fyrir sínar haustgöngur og virðist sem þær byrji fyrr þetta tímabil en undanfarin ár.

Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá

Fyrsta maðkahollið byrjaði í Ytri Rangá eftir hádegi í gær en sú vakt gaf 108 laxa og endaði dagurinn í alls 155 löxum. Í morgun voru 80 laxar komnir á land svo það gera 188 laxar á fyrsta daginn í maðkahollinu. Eru þetta fínar tölur miðað við að fluguveiðihollin á undan voru að gefa að meðaltali 70 laxa á dag.

Þverá í útboð

Það er alltaf nokkuð stór frétt þegar einhver af stóru laxveiðiánum er sett í útboð. Veiðifélag Þverár í Borgarfirði hefur nú ákveðið að óska eftir tilboðum í veiðirétt á vatnasvæði sínu, en þar eru Þverá og Kjarará, ásamt Litlu Þverá.

Owen Hargreaves fær eins árs samning hjá Manchester City

Owen Hargreaves er búinn að ganga frá eins árs samning við Manchester City en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá nágrönnunum í Manchester United. Hargreaves var látinn fara frá United eftir að hafa verið meira eða minna meiddur í fjögur ár á Old Trafford.

Valsmenn lána Guðjón Pétur til Helsingborg út tímabilið

Guðjón Pétur Lýðsson mun ekki spila fleiri leiki með Valsmönnum í Pepsi-deild karla í sumar því félagið hefur lánað hann til sænska úrvalsdeildarliðsins Helsingborg. Þetta kemur fram á heimasíðu sænska félagsins í kvöld.

Búlgarir hafa ekki mikinn áhuga á enska landsliðinu

Það er greinilega ekki mikill áhugi á enska landsliðinu í Búlgaríu þessa dagana því búlgarska knattspyrnusambandinu gengur afar illa að selja miða á leik Búlgaríu og Englands sem fer fram á Vasil Levski leikvanginum í Sofíu á föstudagskvöldið.

Anton og Hlynur í úrtökuhópnum fyrir EM í Serbíu

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson eru meðal sextán dómarapara sem munu taka þátt í námskeiði í Vínarborg um helgina sem er á vegum evrópska handboltasambandsins vegna komandi Evrópumóts í Serbíu í byrjun næsta árs.

Nýtt mót í Texas meðal 20 Formúlu 1 móta 2012

FIA staðfesti í dag að 20 Formúlu 1 mót verða á dagskrá á næsta ári og meðal þeirra nýtt mót í Texas í Bandaríkjunum á nýrri braut. Þá verður mót í Barein fjórða mót ársins, en í ár var það fellt niður vegna pólitísks ástands í landinu.

Mertesacker og Santos til Arsenal

Arsenal hefur gengið frá kaupum á varnarmönnunum Per Mertesacker frá Werder Bremen og Andre Santos frá Fenerbahce.

Liverpool-menn streyma til Frakklands - Poulsen til Evian

Christian Poulsen, fyrirliði danska landsliðsins, hefur fundið sér nýjan samanstað enda löngu orðið ljóst að það var ekki pláss fyrir hann á miðju Liverpool. Líkt og hjá Joe Cole þá endar Poulsen í Frakklandi.

Forlan kominn til Inter - samdi til tveggja ára

Diego Forlan, landsliðsmaður Úrúgvæ og besti leikmaðurinn á HM í fótbolta í fyrrasumar, mun spila með Inter Milan á Ítalíu næstu tvö árin en Inter gekk í dag frá kaupum á honum frá spænska félaginu Atletico Madrid. Forlan samdi til ársins 2013 en þessi félagsskipti hafa legið í loftinu í nokkrar vikur.

Alexander Hleb lánaður til Wolfsburg

Barcelona hefur lánað Hvít-Rússann Alexander Hleb til þýska liðsins Wolfsburg. Hleb hefur átt erfitt uppdráttar í boltanum síðan hann gekk til liðs við Barcelona frá Arsenal árið 2008.

Maldonado og Hamilton búnir að sættast eftir samstuðið á Spa

Pastor Maldonado hjá Williams Formúlu 1 liðinu náði í sín fyrstu stig í Formúlu 1 á sunnudaginn, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Hann hefur tvívegis lent í samstuði við Lewis Hamilton hjá McLaren á þessu ári, í seinna skiptið í tímatökum á Spa brautinni á laugardaginn og dómarar refsuðu honum vegna atviksins. En hann er ánægður með fyrstu stigin.

Parker genginn til liðs við Tottenham

Miðjumaðurinn Scott Parker er genginn til liðs við Tottenham. Parker lagði fram ósk um sölu frá West Ham í gær og hefur nú gengið frá samningi við Tottenham.

Fyrirliði Njarðvíkur búin að semja við KR

Anna María Ævarsdóttir, fyrirliði spútnikliðs Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna á síðasta tímabili, hefur söðlað um og samið við KR. Njarðvík kom öllum á óvart og fór alla leið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.

Ingimundur Níels í lán til Sandnes Ulf

Norska félagið Sandnes Ulf hefur fengið Ingimund Níels Óskarsson að láni frá Fylki út tímabilið. Þetta kemur fram á heimasíðu norska félagsins.

Guðmundur Reynir æfir með Brann

Guðmundur Reynir Gunnarsson, vinstri bakvörður KR, er um þessar mundir við æfingar hjá norska félaginu Brann í Bergen. Fjallað er um Guðmund Reyni á heimasíðu félagsins og hann tekinn tali.

Elia til Juventus - samdi til fjögurra ára

Hollenski landsliðsmaðurinn Eljero Elia er genginn til liðs við Juventus á Ítalíu. Elia, sem kemur frá Hamburg, skrifaði undir fjögurra ára samning við ítalska liðið.

Drogba dregur sig úr landsliðshópnum

Didier Drogba, framherji Chelsea, hefur dregið sig úr landsliðshópi Fílabeinsstrandarinnar sem mætir Rúanda í undankeppni Afríkukeppninnar á laugardag. Drogba meiddist í leik Chelsea gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir