Fleiri fréttir

Haukur og félagar hafa unnið 75 deildarleiki í röð

Haukur Þrastarson og félagar hans í pólska stórliðinu Kielce hafa ekki lagt í vana sinn að tapa mörgum deildarleikjum undanfarin ár. Liðið hefur nú unnið 75 leiki í röð í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir 21 marks stórsigur gegn Gwardia Opole, 42-21.

Kane fyrstur til að skora hundrað mörk á útivelli

Harry Kane varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora hundrað deildarmörk á útivelli. Hann skoraði eina mark Tottenham er liðið tapaði 3-1 gegn erkifjendum sínum í Arsenal.

Messi og Mbappe sáu um Nice

PSG styrkti stöðu sína á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld með torsóttum sigri á Nice.

Júlíus: „Gríðarlega stoltur af þessu afreki"

Júlíus Magnússon, fyrirliði Vikings, var að rifna úr stolti eftir að hann og liðsfélagar hans höfðu landað sigri í Mjólkurbikar karla í fótbolta þriðja skiptið í röð. 

Arnar Bergmann: „Fannst þessi sigur verðskuldaður"

Arnar Bergmann Gunnlaugsson stýrði í dag Víkingi Reykjavík til sigurs í bikarkeppni karla í fótbolta í þriðja skiptið í röð sem keppnin er haldin. Arnar Bergmann telur sigur liðsins gegn FH í úrslitaleik keppninnar þetta árið hafa verið sanngjarnan. 

Willum tryggði sínu liði stig gegn Ajax

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn fyrir Go Ahead Eagles þegar liðið heimsótti stórlið Ajax á Johan Cruijff leikvanginn í Amsterdam í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Nikolaj Hansen: „Gerist ekki betra en þetta"

Nikolaj Hansen reyndist hetja Víkings þegar liðið lagði FH að velli í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta í spennuþrungnum leik á Laugardalsvelli í dag. 

Albert á skotskónum í sigri á SPAL

Albert Guðmundsson sneri til baka úr leikbanni í kvöld og var í byrjunarliði Genoa þegar liðið heimsótti SPAL í sjöundu umferð deildarinnar.

West Ham innbyrti sinn annan sigur

Eftir þrjá leiki í röð án sigurs tókst West Ham að koma sér aftur á sigurbraut þegar liðið fékk Wolverhampton Wanderers í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Arna Sif: „Mögulega besta tímabilið á ferlinum"

Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur leikið frábærlega á sínu fyrsta keppnistímabili með Val síðan hún gekk í raðir félagsins á nýjan leik síðasta haust. Arna Sif segir nýlokna leiktíð mögulega vera þá bestu á sínum ferli. 

Klopp: „Við verðum að gera betur“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki nógu sáttur eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdieldinni í knattspyrnu í dag. Liverpool lenti 0-2 undir snemma leiks, snéri leiknum við og komst í 3-2, en kastaði sigrinum frá sér á lokamínútunum.

Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool

Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna.

Umfjöllun: Valur - Selfoss 1-1 | Valur gerði jafntefli áður en bikarinn fór á loft

Valur og Selfoss skildu jöfn 1-1 þegar liðin mættust í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Aftureldingu í síðustu umferð deildarinnar og því eingöngu spurning um að klára mótið með glæsibrag áður en bikarinn færi á loft. Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari á nýlokinni leiktíð.

Tíu leikmenn Frankfurt fyrstir til að vinna toppliðið | Dortmund missti af toppsætinu

Frankfurt varð í dag fyrsta liðið á tímabilinu til að leggja Union Berlin að velli í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er liðið vann 2-0 sigur, þrátt fyrir að vera manni færri seinustu tuttugu mínútur leiksins. Þá mátti Borussia Dortmund þola 3-2 tap gegn Köln, en sigur hefði lyft liðinu upp fyrir Union Berlin í toppsæti deildarinnar.

„Mér fannst við vera betra liðið frá fyrstu sekúndu leiksins“

Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, var eðlilega kátur eftir 3-1 sigur liðsins gegn erkifjendum sínum í tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Xhaka skoraði þriðja mark Arsenal í dag og segir liðið hafa verið með yfirburði á vellinum frá upphafi til enda.

Sjá næstu 50 fréttir