Körfubolti

Elvar og félagar á toppinn neftir öruggan sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elvar Már flýgur í gegnum háloftin.
Elvar Már flýgur í gegnum háloftin. Vísir/Hulda Margrét

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Rytas Vilnius unnu öruggan 23 stiga sigur er liðið heimsótti Prienai í litháísku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 66-89.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og voru aðeins fjögur stig sem skildu liðin að að loknum fyrsta leikhluta. Elvar og félagar juku þann mun upp í sjö stig fyrir hálfleikshléið, en staðan var 35-42 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Gestirnir í Rytas tóku þó öll völd á vellinum í upphafi síðari hálfleiks og skoruðu 22 stig gegn aðeins sjö stigum heimamanna í þriðja leikhluta. Lokaleikhlutinn var því hálfgert formsatriði fyrir liðsmenn Rytas og niðurstaðan að lokum 23 stiga sigur Rytas, 66-89.

Elvar skoraði fjögur stig fyrir Rytas í dag, tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Liðið er enn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í deildinni og trónir á toppnum eins og staðan er núna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×