Körfubolti

Lítið fór fyrir Tryggva í tapi Zaragoza

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. vísir/getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza voru í eldlínunni í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Zaragoza fékk Murcia í heimsókn og voru gestirnir mun sterkari frá upphafi til enda. Fór svo að Murcia vann öruggan sautján stiga sigur, 64-81.

Tryggvi lék rúmlega sextán mínútur í leiknum en fékk úr litlu að moða í sóknarleiknum þar sem hann tók aðeins eitt skot á körfuna og fór það ofan í.

Lauk hann leiknum með tvö stig, tvö fráköst og þrjár stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×