Fleiri fréttir

Erlingur með veiruna

Erlingur Richardsson, þjálfari hollenska landsliðsins í handbolta, hefur greinst með kórónuveiruna.

Janus: Megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að vera hérna

„Heilsan er bara góð og við höfum farið yfir Danaleikinn og við getum aðeins nagað okkur í handarbökin að hafa ekki gert betur,“ sagði Janus Daði Smárason sem var frábær gegn Dönum og ætlar að halda uppteknum hætti gegn Frökkum í dag.

„Þeir sem trúa ekki geta farið heim“

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Watford, segir að þeir leikmenn sem trúa ekki að liðið geti bjargað sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni geti allt eins farið heim til sín.

Guðmundur: Mér finnst vera smit út um allt

„Stemningin er góð þrátt fyrir allt og við bara höldum áfram,“ sagði grímuklæddur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari en í ljósi stöðunnar eru eðlilega ekki teknar neinar áhættur.

Fyrrum leikmaður Newcastle sagður ljúga til um aldur

Chancel Mbemba, fyrrum leikmaður Newcastle og núverandi leikmaður Porto, er sagður hafa logið til um aldur. Mbemba hafði farið í aldursgreiningu til að sanna að hann sé fæddur árið 1994, en hefur nú sagt vinum sínum frá því að hann sé fæddur árið 1990.

Ragnar leggur skóna á hilluna

Fyrrum landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson tilkynnti í dag að knattspyrnuskórnir væru farnir á hilluna.

Turner III: Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttunni

Robert Eugene Turner III átti rosalega góðan leik fyrir Stjörnumenn sem lögðu Keflvíkinga að velli í 13. umferð Subway deildar karla fyrir í kvöld. Lokatölur voru 98-95 eftir framlengdan og kaflaskiptan leik. Turner III skoraði 42 stig fyrir sína menn, náði í 15 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þetta skilar 50 framlagspunktum og það verður að teljast hrikalega góð frammistaða.

Elvar Már og félagar með stórsigur í belgíska bikarnum

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Antwer Giants unnu 40 stiga stórsigur er liðið heimsótti Mechelen í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum belgísku bikarkeppninnar í kvöld. Elvar skoraði 14 stig, en lokatölur urðu 117-77.

Þjóðverjar í erfiðri stöðu eftir tap gegn Norðmönnum

Norðmenn unnu mikilvægan fimm marka sigur gegn Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í handbolta er liðin mættust á EM í kvöld. Lokatölur urðu 28-23 og vonir Þjóðverja um sæti í undanúrslitum fara minnkandi.

Svíar kjöldrógu Pólverja í fyrri hálfleik

Svíþjóð vann afar sannfærandi tíu marka sigur er liðið mætti Pólverjum í milliriðli tvö á EM í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 28-18, en Svíar leiddu með átta mörkum í hálfleik.

Hetja Dana: Þurftum að grafa upp myndbönd af Íslendingunum

Kevin Møller átti frábæran leik þegar Danmörk sigraði Ísland, 28-24, í milliriðli I á EM í handbolta í gær. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi riðlast eftir að lykilmenn íslenska liðsins heltust úr lestinni, hver á fætur öðrum.

Einar Örn smitaður og lýsir næstu leikjum af hótelherberginu

Íþróttafréttamaðurinn Einar Örn Jónsson er líklega kominn í hóp covid-smitaðra í Ungverjalandi en hann greindist jákvæður á hraðprófi í morgun. Hann spyr þó að leikslokum og segir að talsvert sé um að hraðprófin gefi falskar niðurstöður.

„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“

Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað.

Greindist smitaður eftir leikinn við Ísland

Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg, sem reyndar á íslenska foreldra, hefur greinst með kórónuveirusmit eftir leikinn við Ísland á EM í handbolta í gærkvöld.

Erlingur lét þjálfarann spila á EM

Erlingur Richardsson nýtti krafta markmannsþjálfara síns í leik Hollands á Evrópumótinu í handbolta í gær, og sá gæti spilað enn meira í næstu leikjum þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tveimur árum.

Sjá næstu 50 fréttir