Franska handknattleikssambandið staðfesti þetta í dag og greindi frá því að Gille hefði greinst með kórónuveirusmit.
Aðstoðarþjálfarinn Erick Mathé mun því stýra Frökkum á morgun en leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.
Guillaume Gille, a été testé positif au COVID-19. Erick Mathé assurera l'intérim sur le banc des BLEUS pour les matchs à venir. pic.twitter.com/UDJi4yW9xI
— Equipes de France de Handball (@FRAHandball) January 21, 2022
Áður hafði einn leikmaður Frakka, sá með skemmtilega nafnið Karl Konan, greinst með veiruna á EM, síðastliðinn þriðjudag.
Í aðdraganda EM glímdu Frakkar við hópsmit og alls smituðust þá níu leikmenn liðsins.