Erlingur lét þjálfarann spila á EM Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2022 11:31 Gerrie Eijlers var óvænt kallaður til í gær og spilaði smáhluta af leik Hollands gegn Frakklandi. Getty/Henk Seppen Erlingur Richardsson nýtti krafta markmannsþjálfara síns í leik Hollands á Evrópumótinu í handbolta í gær, og sá gæti spilað enn meira í næstu leikjum þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tveimur árum. Það er ekki bara íslenska landsliðið sem orðið hefur illa fyrir barðinu á kórónuveirunni á EM. Raunar hafa flest liðanna lent illa í veirunni og yfir 60 leikmenn smitast síðan að mótið hófst fyrir viku síðan. Þar á meðal eru fimm leikmenn hollenska landsliðsins, sem nú eru í einangrun. Í þeim hópi eru báðir helstu markverðir liðsins. Markvörðurinn Dennis Schellekens greindist með veiruna fyrir leikinn við Frakkland í gær og því neyddist Erlingur til að biðja markmannsþjálfarann Gerrie Eijlers að vera í búning. Eijlers, sem er 41 árs, spilaði raunar hluta leiksins og varði þrjú af fjórum skotum sem hann fékk á sig, þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik í tvö ár! Gerrie Eijlers (9 May 1980) is now the oldest player in this tournament. He's exactly one day older than coach Kiril Lazarov and three moth older than Nikola Prce. #handball #ehfeuro2022 https://t.co/og7Jgqpfje— Fabian Koch (@Fabian_Handball) January 20, 2022 Nú hefur svo aðalmarkvörður Hollands, Bart Ravensbergen, einnig greinst með veiruna. Því er René de Knegt á leiðinni til Búdapest með flugi og vonandi fyrir Erling og hans menn að De Knegt standist smitpróf við komuna. Aðrir sem eru í einangrun þessa stundina eru þeir Jeffrey Boomhouwer, Robin Schoenaker og Iso Sluijters. Hollendingar leika í sama milliriðli og Ísland en liðin mættust í riðlakeppninni og tók Ísland með sér stigin tvö sem fengust þar með 29-28 sigrinum. Eftir 34-24 tapið gegn Frakklandi í gær mætir Holland næst liði Svartfjallalands á morgun, Danmörku á mánudag og loks Króatíu næsta miðvikudag. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Það er ekki bara íslenska landsliðið sem orðið hefur illa fyrir barðinu á kórónuveirunni á EM. Raunar hafa flest liðanna lent illa í veirunni og yfir 60 leikmenn smitast síðan að mótið hófst fyrir viku síðan. Þar á meðal eru fimm leikmenn hollenska landsliðsins, sem nú eru í einangrun. Í þeim hópi eru báðir helstu markverðir liðsins. Markvörðurinn Dennis Schellekens greindist með veiruna fyrir leikinn við Frakkland í gær og því neyddist Erlingur til að biðja markmannsþjálfarann Gerrie Eijlers að vera í búning. Eijlers, sem er 41 árs, spilaði raunar hluta leiksins og varði þrjú af fjórum skotum sem hann fékk á sig, þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik í tvö ár! Gerrie Eijlers (9 May 1980) is now the oldest player in this tournament. He's exactly one day older than coach Kiril Lazarov and three moth older than Nikola Prce. #handball #ehfeuro2022 https://t.co/og7Jgqpfje— Fabian Koch (@Fabian_Handball) January 20, 2022 Nú hefur svo aðalmarkvörður Hollands, Bart Ravensbergen, einnig greinst með veiruna. Því er René de Knegt á leiðinni til Búdapest með flugi og vonandi fyrir Erling og hans menn að De Knegt standist smitpróf við komuna. Aðrir sem eru í einangrun þessa stundina eru þeir Jeffrey Boomhouwer, Robin Schoenaker og Iso Sluijters. Hollendingar leika í sama milliriðli og Ísland en liðin mættust í riðlakeppninni og tók Ísland með sér stigin tvö sem fengust þar með 29-28 sigrinum. Eftir 34-24 tapið gegn Frakklandi í gær mætir Holland næst liði Svartfjallalands á morgun, Danmörku á mánudag og loks Króatíu næsta miðvikudag.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira