Sport

Dagskráin í dag: Bland í poka á laugardegi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Green Bay Packers mætir San Fransisco 49ers í nótt.
Green Bay Packers mætir San Fransisco 49ers í nótt. Andy Lyons/Getty Images

Laugardagar eru nammidagar og því er það vel við hæfi að bjóða upp á bland í poka á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Golfararnir taka daginn snemma, en klukkan 07:00 hefst bein útsending frá Abu Dhabi Championship á Stöð 2 Golf.

Golfið heldur svo áfram í kvöld. Klukkan 19:00 hefst bein útsending frá Tournament of Champions á Stöð 2 Golf, en það er hluti af LPGA-mótaröðinni. The American Express á PG-mótaröðinni slær svo botninn í golfdaginn klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4.

Klukkan 12:25 mætir Wayne Rooney með lærisveina sína í heimsókn til Nottingham Forest í ensku 1. deildinni á Stöð 2 Sport 2.

Þá er einn leikur á dagskrá í Olís-deild kvenna í handbolta, en klukkan 13:30 taka Eyjakonur í ÍBV á móti Haukum á Stöð 2 Sport.

Amerísku íþróttirnar leiða okkur svo inn í nóttina. Einn leikur er á dagskrá í NBA-deildinn í körfubolta, en það er viðureign Milwaukee Bucks og Sacramento Kings. Útsendingin hefst á slaginu miðnætti á Stöð 2 Sport 3.

Að lokum eru tveir leikir á dagskrá í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Annars vegar er það viðureign Tennessee Titans og Cincinati Bengals klukkan 21:30 á Stöð 2 Sport 2, og hins vgar viðureign Green Bay Packers og San Fransisco 49ers klukkan 01:10 eftir miðnætti á sömu rás.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.