Handbolti

Orri Freyr: Við þjöppum okkur saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Orri og strákarnir hafa ekkert gefist upp.
Orri og strákarnir hafa ekkert gefist upp. vísir/getty

Orri Freyr Þorkelsson spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti gegn Dönum og verður áfram í horninu gegn Frökkum í kvöld.

„Ég hef náð mér niður og nú er fulleinbeiting á Frakkana og ná fram sigri þar,“ segir Orri Freyr en hvernig leið honum á gólfinu?

„Bara vel og var ótrúlega spenntur að fá þetta tækifæri. Ég reyndi að gera mitt besta og mikill heiður fyrir mig að fá loksins slíkt tækifæri með landsliðinu á þessum vettvangi. Mér leið mjög vel og þetta var ótrúlega skemmtilegt.“

Það er eðlilega sérstök stemning í landsliðshópnum en menn reyna að gera gott úr hlutunum.

„Það er skrítið að missa alla þessa stráka út og þetta er óvenjulegt. Hópurinn er samt góður þó svo við söknum góðra manna. Við þjöppum okkur saman þó svo það sé kannski orðið fullmikið um covid-próf.“

Klippa: Orri Freyr spennturFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.