Mátti ekki spila, mátti svo spila, mátti svo ekki spila en mátti loks spila Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2022 15:31 David Mandic á ferðinni í tapinu gegn Svartfjallalandi í MVM-höllinni í Búdapest í gær. Getty/Sanjin Strukic Segja má að sóttvarnamál séu í ólestri á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu, þar sem kórónuveirusmitum fjölgar stöðugt. Það hvernig haldið er utan um sóttvarnamál hefur sennilega bitnað verst á David Mandic, hornamanni Króatíu. Mandic fékk á endanum að spila með Króatíu gegn Svartfjallalandi í gær, í milliriðli Íslands, en skoraði aðeins eitt mark í 32-26 tapi Króata. Í aðdraganda leiksins fékk hann hins vegar mjög misvísandi skilaboð frá mótshöldurum um það hvort hann mætti spila. Forsaga málsins er sú að Mandic lék fyrsta leik Króatíu, gegn Frakklandi, og var þar rekinn af velli og tók út leikbann í næsta leik, gegn Serbíu. Hann missti hins vegar líka af leik þrjú, gegn Úkraínu, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Þar virðast hins vegar hafa orðið ansi slæm mistök, og því hefur verið haldið fram að ruglingur hafi orðið með sýni og að Matej Mandic, þriðji markvörður Króata, hafi verið hinn smitaði. David Mandic, sem hafði farið heim til Zagreb eftir að hann átti að hafa greinst jákvæður, greindist alla vega tvisvar með neikvæð sýni þar og aftur með neikvætt sýni eftir að hann kom til Búdapest til að freista þess að spila áfram með króatíska landsliðinu. Hann var afar ósáttur þegar hann var spurður út í málið eftir leikinn í gær: „EHF verður að gera eitthvað því það er ekkert vit í þessu. Ég mætti á hótelið og var sagt að ég myndi pottþétt ekki fá að spila [gegn Svartfjallalandi] en að ég myndi spila gegn Danmörku. Síðan var sagt að ég gæti spilað. Ég mætti svo í höllina og þá var fyrst sagt að ég mætti ekki spila. Þetta var lýjandi fyrir mig. Ég leit ekki vel út, fann til í bakinu, en það þýðir ekkert að vera með afsakanir og maður fórnar sér fyrir Króatíu. Þetta er búið að vera mjög kaotískt og ég veit bara ekki hvað er hægt að segja,“ er haft eftir Mandic á vef Naslovnica. Ísland og Króatía mætast á mánudaginn en fyrst mætir Króatía liði Danmerkur á laugardaginn, og Ísland liði Frakklands. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Mandic fékk á endanum að spila með Króatíu gegn Svartfjallalandi í gær, í milliriðli Íslands, en skoraði aðeins eitt mark í 32-26 tapi Króata. Í aðdraganda leiksins fékk hann hins vegar mjög misvísandi skilaboð frá mótshöldurum um það hvort hann mætti spila. Forsaga málsins er sú að Mandic lék fyrsta leik Króatíu, gegn Frakklandi, og var þar rekinn af velli og tók út leikbann í næsta leik, gegn Serbíu. Hann missti hins vegar líka af leik þrjú, gegn Úkraínu, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Þar virðast hins vegar hafa orðið ansi slæm mistök, og því hefur verið haldið fram að ruglingur hafi orðið með sýni og að Matej Mandic, þriðji markvörður Króata, hafi verið hinn smitaði. David Mandic, sem hafði farið heim til Zagreb eftir að hann átti að hafa greinst jákvæður, greindist alla vega tvisvar með neikvæð sýni þar og aftur með neikvætt sýni eftir að hann kom til Búdapest til að freista þess að spila áfram með króatíska landsliðinu. Hann var afar ósáttur þegar hann var spurður út í málið eftir leikinn í gær: „EHF verður að gera eitthvað því það er ekkert vit í þessu. Ég mætti á hótelið og var sagt að ég myndi pottþétt ekki fá að spila [gegn Svartfjallalandi] en að ég myndi spila gegn Danmörku. Síðan var sagt að ég gæti spilað. Ég mætti svo í höllina og þá var fyrst sagt að ég mætti ekki spila. Þetta var lýjandi fyrir mig. Ég leit ekki vel út, fann til í bakinu, en það þýðir ekkert að vera með afsakanir og maður fórnar sér fyrir Króatíu. Þetta er búið að vera mjög kaotískt og ég veit bara ekki hvað er hægt að segja,“ er haft eftir Mandic á vef Naslovnica. Ísland og Króatía mætast á mánudaginn en fyrst mætir Króatía liði Danmerkur á laugardaginn, og Ísland liði Frakklands.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira