Neitaði að taka við bolta frá áhorfendum á leik Íslands og Danmerkur Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2022 11:00 Danir áttu litríka stuðningsmenn í MVM-höllinni í Búdapest í gærkvöld, rétt eins og Íslendingar, og misjafnt var hvort menn notuðu smitvarnagrímu eða ekki. Getty/Sanjin Strukic Danir óttast mjög að kórónuveirusmit fari að greinast í landsliðshópi þeirra á EM í handbolta. Engin smit voru í hópnum fyrir leikinn við Ísland sem var án sex leikmanna sem höfðu greinst með veiruna. Tugir leikmanna hafa smitast af veirunni á EM. Danski landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur beðið alla þá sem eru á 35 manna leikmannalista Dana, en komust ekki í 20 manna hópinn sem fór á mótið, að fara í PCR-próf daglega og vera tilbúnir að fylla í þau skörð sem kunna að myndast. „Getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er“ Í grein TV 2 segir að danski hópurinn gæti ítrustu varkárni til að koma í veg fyrir smit í hópnum og að hingað til hafi það borið árangur. Eitt dæmi um það hve varlega menn fari hafi sést í hálfleik í leik Danmerkur og Íslands í gær. Þá hafi Niclas Kirkelökke verið að hita upp og átt skot í þverslána. Boltinn skaust upp til áhorfenda sem köstuðu honum aftur inn á völlinn en Kirkelökke ákvað þá að sparka boltanum í burtu í stað þess að snerta hann með höndunum. Niclas Kirkelökke og félagar í danska landsliðinu hafa sloppið við kórónuveirusmit á EM hingað til.EPA-EFE/Zsolt Czegledi „Ég veit svo sem ekki hvort það breytir einhverju en við getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er á meðan við erum hérna. Við sjáum að fólk er að smitast svona seint á mótinu, þó að það sé í sínum búbblum, svo við getum alveg eins farið varlega,“ sagði Kirkelökke við TV 2. Á meðan á Evrópumótinu hefur staðið hafa yfir 60 leikmenn greinst með kórónuveiruna. Samkvæmt mótsreglum kallar það á fimm daga einangrun og þurfa leikmenn svo að skila inn tveimur neikvæðum smitprófum til að mega spila að nýju. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. 20. janúar 2022 22:37 Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Gísli Þorgeir líka smitaður Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid. 20. janúar 2022 16:27 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira
Tugir leikmanna hafa smitast af veirunni á EM. Danski landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur beðið alla þá sem eru á 35 manna leikmannalista Dana, en komust ekki í 20 manna hópinn sem fór á mótið, að fara í PCR-próf daglega og vera tilbúnir að fylla í þau skörð sem kunna að myndast. „Getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er“ Í grein TV 2 segir að danski hópurinn gæti ítrustu varkárni til að koma í veg fyrir smit í hópnum og að hingað til hafi það borið árangur. Eitt dæmi um það hve varlega menn fari hafi sést í hálfleik í leik Danmerkur og Íslands í gær. Þá hafi Niclas Kirkelökke verið að hita upp og átt skot í þverslána. Boltinn skaust upp til áhorfenda sem köstuðu honum aftur inn á völlinn en Kirkelökke ákvað þá að sparka boltanum í burtu í stað þess að snerta hann með höndunum. Niclas Kirkelökke og félagar í danska landsliðinu hafa sloppið við kórónuveirusmit á EM hingað til.EPA-EFE/Zsolt Czegledi „Ég veit svo sem ekki hvort það breytir einhverju en við getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er á meðan við erum hérna. Við sjáum að fólk er að smitast svona seint á mótinu, þó að það sé í sínum búbblum, svo við getum alveg eins farið varlega,“ sagði Kirkelökke við TV 2. Á meðan á Evrópumótinu hefur staðið hafa yfir 60 leikmenn greinst með kórónuveiruna. Samkvæmt mótsreglum kallar það á fimm daga einangrun og þurfa leikmenn svo að skila inn tveimur neikvæðum smitprófum til að mega spila að nýju.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. 20. janúar 2022 22:37 Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Gísli Þorgeir líka smitaður Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid. 20. janúar 2022 16:27 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira
„Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. 20. janúar 2022 22:37
Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00
Gísli Þorgeir líka smitaður Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid. 20. janúar 2022 16:27