Fleiri fréttir

Flughrædda mamman flaug til að sjá kveðjuleikinn eftir 26 ára feril

Ef hægt er að tala um goðsagnir í fótbolta þá hlýtur hin brasilíska Formiga að vera ein sú mesta. Hún hefur nú lagt landsliðsskóna á hilluna en flughrædd móðir hennar, sem aldrei hafði séð dóttur sína í landsleik, náði að telja í sig kjark til að sjá kveðjuleikinn.

Conte vill fá Bailly

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, vill fá Eric Bailly, varnarmann Manchester United. 

NBA stjarnan sem neitar að mæta í vinnuna stefnir í gjaldþrot

NBA körfuboltamaðurinn Ben Simmons neitar enn að mæta í vinnuna hjá Philadelphia 76ers sem ætlaði að borga honum fjóra milljarða íslenskra króna fyrir þetta tímabil. Fyrir vikið fær hann ekki útborgað og það er að koma karlinum í vandræði.

Skallaði andstæðing og ógnaði dómara

Leikmaður Stál-úlfs í 2. deild karla í körfubolta hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann vegna framgöngu sinnar í leik gegn Þrótti Vogum fyrr í þessum mánuði.

NBA-meistari vann stærsta dansþátt heims

Körfuboltamaðurinn Iman Shumpert gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari í Dancing with the Stars. Um var að ræða þrítugustu þáttaröð þessa gríðarvinsæla dansþáttar.

Brentford mun ekki gefa út nýja búninga fyrir næsta tímabil

Sú hefð hefur skapast í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem og víðar, að lið láti hanna nýja búninga fyrir hvert tímabil. Líklega er það gert í gróðaskyni, en nýliðar Brentford ætla sér að endurnýta sína búninga á næsta tímabili til að vera sjálfbærari og spara stuðningsmönnum sínum aurinn.

Alfons og Albert komnir í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar

Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt tryggðu sér sæti í útsláttakeppni Smbandsdeildarinnar með 2-0 sigri gegn CSKA Sofia og Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar tryggðu sér sigur í sínum riðli er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Jablonec.

Tottenham með bakið upp við vegg fyrir lokaumferðina

Slóvenska liðið NS Mura vann óvæntan og dramatískan 2-1 sigur gegn Tottenham Hotspur í næst síðustu umferð G-riðils Sambandsdeildar Evrópu þar sem að seinasta snerting leiksins réði úrslitum.

Teitur og félagar með þrjá sigra í röð

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í þýska liðinu Flensburg unnu sinn þriðja Meistaradeildarleik í röð er liðið heimsótti Dinamo Búkarest í B-riðli í kvöld, 28-20.

Stórt tap í úrslitaleiknum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri þurfti að sætta sig við 11 marka tap er liðið mætti Serbíu í úrslitaleik undankeppni Evrópumóts U18 ára landsliða kvenna í Sportski Centar “Vozdovac” í Belgrad, 31-20.

Arteta segist vilja fá Wenger aftur til Arsenal

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segist vilja sjá Arsene Wenger, fyrrverandi stjóra félagsins, snúa aftur til Arsenal í einhverri mynd í framtíðinni. Hann segist enn fremur vera búinn að ræða við Wenger um mögulega endurkomu.

Konfettísprengja og Carlsen byrjar með svart

Fyrsta skákin í heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Ian Nepomniachtchi hefst klukkan 12:30 að íslenskum tíma í morgun. Teflt er í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Körfuboltinn enn á ný í samkeppni við sjálfan sig

Það er enginn að fara að sjá Meistaradeildarleiki í fótboltanum í miðjum landsleikjaglugga en það er staðreyndin sem körfuboltamenn hafa þurft að búa við í mörg ár og mun eflaust glíma við áfram.

Sjá næstu 50 fréttir