Sport

Dagskráin í dag: Golf, fótbolti, körfubolti og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
West Bromwich Albion og Nottingham Forest eigast við í ensku 1. deildinni í kvöld.
West Bromwich Albion og Nottingham Forest eigast við í ensku 1. deildinni í kvöld. Zac Goodwin/EMPICS/PA Images via Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á fimm beinar útsendingar á þessum fína föstudegi.

Það er golfið sem hefur leik í dag, en klukkan 10:00 hefst útsending frá Joburg Open á Stöð 2 Sport 4, áður en Andalucia Costa del Sol Open de Espana Femenino tekur við klukkan 13:30 á Stöð 2 Golf.

Klukkan 17:50 eigast Fjölnir og Sindri við í 1. deild karla í körfubolta á Stöð 2 Sport.

West Bromwich Albion tekur á móti Nottingham Forest í ensku 1. deildinni klukkan 19:55 á Stöð 2 Sport 2.

Vodafonedeildin í CS:GO lokar deginum en hægt verður að fylgjast með viðureignum kvöldsins á Stöð 2 eSport frá klukkan 20:15.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.