Skallaði andstæðing og ógnaði dómara Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 07:30 Lið Stál-úlfs er í 6. sæti í 2. deildinni. Facebook/@stalulfur Leikmaður Stál-úlfs í 2. deild karla í körfubolta hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann vegna framgöngu sinnar í leik gegn Þrótti Vogum fyrr í þessum mánuði. Leikmaðurinn, Karolis Venclovas, skallaði einn af leikmönnum Þróttar í höfuðið og ógnaði einnig dómara leiksins, að því er fram kemur í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Karolis mun hafa skallað andstæðing sinn án aðdraganda og fyrirvara. Fyrir það fékk hann óíþróttamannslega villu sem síðar var uppfærð í brottrekstrarvillu. Karolis brást mjög illa við því og gekk að dómara leiksins „með ógnandi fasi og framkomu,“ samkvæmt atvikaskýrslu. „Kærði hafi sett brjóstkassa sinn upp að brjóstkassa dómara og fært andlit sitt í persónulegt rými dómara, að því er virtist mjög meðvitaður um hæðarmismun þeirra. Loks hafi kærði látið orð falla á móðurmáli sínu sem dómari hafi túlkað sem niðrandi í ljósi aðstæðna,“ segir þar jafnframt. Aga- og úrskurðarnefnd studdist við myndband af atvikinu til að komast að sinni niðurstöðu. Í greinargerð frá formanni körfuknattleiksdeildar Stál-úlfs fordæmir félagið hegðun leikmannsins og bendir á að beðist hafi verið afsökunar á henni eftir leik. Fordæma hegðunina en segja dómgæsluna slaka Í greinargerð Stál-úlfs segir þó einnig að mikill hiti hafi verið í leiknum vegna slakrar dómgæslu þar sem hallað hafi á Stál-úlf. Hún hafi bitnað á Karolis sem hafi fengið tvær villur dæmdar á sig fyrir lítið en síðar hafi mótherji ekki fengið villur þegar um augljósa snertingu hafi verið að ræða. Hann hafi því verið kominn úr jafnvægi þegar hann og andstæðingur hans mættust, haus í haus, og orðið fyrri til að ýta eða skalla mótherjann. Það sem á eftir hafi gengið hafi verið algjör óþarfi. Karolis mun ekki geta spilað aftur með Stál-úlfi fyrr en á næsta ári þegar banninu lýkur. Liðið er í 6. sæti af tíu liðum í 2. deild með sex stig eftir fimm leiki, eftir að hafa tapað leiknum gegn Þrótti 94-79 en unnið b-lið Tindastóls í næsta leik, 103-79. Körfubolti Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Leikmaðurinn, Karolis Venclovas, skallaði einn af leikmönnum Þróttar í höfuðið og ógnaði einnig dómara leiksins, að því er fram kemur í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Karolis mun hafa skallað andstæðing sinn án aðdraganda og fyrirvara. Fyrir það fékk hann óíþróttamannslega villu sem síðar var uppfærð í brottrekstrarvillu. Karolis brást mjög illa við því og gekk að dómara leiksins „með ógnandi fasi og framkomu,“ samkvæmt atvikaskýrslu. „Kærði hafi sett brjóstkassa sinn upp að brjóstkassa dómara og fært andlit sitt í persónulegt rými dómara, að því er virtist mjög meðvitaður um hæðarmismun þeirra. Loks hafi kærði látið orð falla á móðurmáli sínu sem dómari hafi túlkað sem niðrandi í ljósi aðstæðna,“ segir þar jafnframt. Aga- og úrskurðarnefnd studdist við myndband af atvikinu til að komast að sinni niðurstöðu. Í greinargerð frá formanni körfuknattleiksdeildar Stál-úlfs fordæmir félagið hegðun leikmannsins og bendir á að beðist hafi verið afsökunar á henni eftir leik. Fordæma hegðunina en segja dómgæsluna slaka Í greinargerð Stál-úlfs segir þó einnig að mikill hiti hafi verið í leiknum vegna slakrar dómgæslu þar sem hallað hafi á Stál-úlf. Hún hafi bitnað á Karolis sem hafi fengið tvær villur dæmdar á sig fyrir lítið en síðar hafi mótherji ekki fengið villur þegar um augljósa snertingu hafi verið að ræða. Hann hafi því verið kominn úr jafnvægi þegar hann og andstæðingur hans mættust, haus í haus, og orðið fyrri til að ýta eða skalla mótherjann. Það sem á eftir hafi gengið hafi verið algjör óþarfi. Karolis mun ekki geta spilað aftur með Stál-úlfi fyrr en á næsta ári þegar banninu lýkur. Liðið er í 6. sæti af tíu liðum í 2. deild með sex stig eftir fimm leiki, eftir að hafa tapað leiknum gegn Þrótti 94-79 en unnið b-lið Tindastóls í næsta leik, 103-79.
Körfubolti Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira