Fleiri fréttir

Fórnarlömbum Hillsborough slyssins fjölgar úr 96 í 97

Hingað til hefur verið sagt frá því að Hillsborough slysið hafi kostað 96 stuðningsmenn Liverpool lífið. Í gær bættist sá númer 97 við þegar hinn 55 ára gamli Andrew Devine lést meira en þremur áratugum eftir slysið.

Norðurá aflahæst af laxveiðiánum

Nýjar vikutölur voru birtar á vef Landssambands Veiðifélaga í morgun og nú ber svo við að Norðurá er aflahæst laxveiðiánna.

Ráku þrjá leikmenn fyrir kynþáttafordóma

Enska C-deildarliðið Portsmouth rak í dag þrjá unga leikmenn úr akademíu félagsins vegna rasískra skilaboða sem þeir sendu sín á milli í Snapchat-hópi liðsins. Skilaboðin urðu opinber og hefur Portsmouth ákveðið að segja upp samningum leikmannana eftir rannsókn á málinu.

Dagskráin í dag: Heldur Breiðablik uppi heiðri Íslands í Evrópu?

Karlalið Breiðabliks í fótbolta stendur upp úr í dagskrá dagsins á rásum Stöðvar 2 Sport í dag er liðið keppir í Sambandsdeild Evrópu seinni part dags. Þá verður farið yfir nýliðna umferð í Pepsi Max-deild kvenna og keppt er á Evróputúrnum í golfi.

Björgvin Karl fjórði og Katrín Tanja sjötta eftir fyrsta daginn

Björgvin Karl Guðmundsson er fjórði í einstaklingskeppni karla eftir fyrsta keppnisdaginn á heimsleikunum í CrossFit í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir stendur best af íslensku konunum þremur, og er í sjötta sæti.

Andri: Þær verðskulduðu þetta stig svo sannarlega

Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega sáttur með að hafa náð í stig í blálokin gegn sterku liði Breiðabliks í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli þar sem Norðankonur jöfnuðu leikinn í uppbótartíma.

Sest í helgan stein eftir áttundu Ólympíu­leikana

Fimleikakonan Oksana Chusovitina er sest í helgan stein eftir nær fjögurra áratuga feril. Chusovitina keppti á sínum áttundu og síðustu Ólympíuleikum, í Tókýó í Japan, en hún hefur keppt á hverjum einustu leikum frá árinu 1992 þegar leikarnir fóru fram í Barcelona.

Rúnar Már skoraði og lagði upp er Cluj fór áfram

Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eitt og lagði upp annað er lið hans Cluj frá Rúmeníu fór áfram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kjölfar sigurs á Lincoln Red Imps frá Gíbraltar í kvöld.

Viðar Ari á skotskónum í sigri Sandefjord

Þrír Íslendingar voru í eldlínunni er fjórir leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Viðar Ari Jónsson var sá eini sem fagnaði sigri en hann skoraði í þokkabót.

Tólf stiga tap Íslands í Eistlandi

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 91-79 fyrir Eistlandi í æfingaleik ytra í dag. Ísland leiddi í hálfleik en strembinn þriðji leikhluti hafði sitt að segja.

Annað grátlegt tap hjá strákunum hans Alfreðs

Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu urðu að sætta sig við tap fyrir Frakklandi, 30-29, í þriðja leik sínum í A-riðli Ólympíuleikanna í Tókýó.

„Vekur marga til umhugsunar um það álag sem er á herðum þessara keppenda“

Sú ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum til að huga að andlegri heilsu sinni gæti haft mikil áhrif til frambúðar og skapað aukna umræðu um það umhverfi sem stærstu íþróttastjörnur heims lifa og hrærast í. Þetta segir Haukur Ingi Guðnason, fyrrverandi fótboltamaður sem hefur starfað við og kennt íþróttasálfræði.

Phelps styður Biles: Í lagi að vera ekki í lagi

Sigursælasti keppandi í sögu Ólympíuleikanna, Michael Phelps, styður ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles um að draga sig úr keppni í úrslitum fjölþrautarinnar á leikunum í Tókýó.

Sjá næstu 50 fréttir