Körfubolti

Tólf stiga tap Íslands í Eistlandi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur Íslendinga í dag.
Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur Íslendinga í dag. vísir/valli

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði 91-79 fyrir Eistlandi í æfingaleik ytra í dag. Ísland leiddi í hálfleik en strembinn þriðji leikhluti hafði sitt að segja.

Ísland mætti með reynslulítinn hóp til Eistlands þar sem hópurinn er að mestu skipaður leikmönnum sem spila hér heima. Bjarni Guðmann Jónsson var auk þeirra Davíðs Arnars Ágústssonar og Ragnar Arnar Bragasonar, úr meistaraliði Þórs Þorlákshafnar, að leika sinn fyrsta landsleik í dag.

Leikurinn var jafn framan af þar sem Ísland var þó með yfirhöndina. Liðið leiddi 27-25 eftir fyrsta leikhluta og hélt sama tveggja stiga forskoti í hálfleik, 49-47.

Í þriðja leikhlutanum spýttu Eistar hins vegar í lófana og voru með 13 stiga forskot að honum loknum, 74-61. Ísland náði ekki að brúa það bil í lokaleikhluta leiksins og varð tólf stiga tap niðurstaðan, 91-79 fyrir heimamenn.

Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig en Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig.

Liðin mætast öðru sinni á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.