Toomey með fullt hús eftir þrjár greinar - Björgvin Karl áfram í toppbaráttu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 19:40 Toomey er með algjöra yfirburði í Madison. Robert Cianflone/Getty Images Tia-Clair Toomey, heimsmeistari síðustu fjögurra ára í CrossFit, er með fullt hús stiga eftir sigur í hverri einustu af fyrstu þremur greinum dagsins á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þriðja greinin var öllu einfaldari en þær tvær fyrstu. Eftir gífurlega erfiðar fyrstu tvær greinar á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum tók öllu einfaldari þriðja grein við. Keppendur höfðu synt og verið á kajak í fyrstu grein og gert gríðarerfiðar æfingar á þrautabraut í þeirri annarri. Sú þriðja var hins vegar spretthlaup upp á 500 metra, án allra flækindastiga. Körlunum var skipt í fjóra hópa og var Björgvin Karl Guðmundsson í þeim síðasta. Björgvin hafði staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur greinunum og var jafn þeim Lazar Djukic og Brent Fikowski í öðru sæti fyrir hlaupið. Björgvin Karl átti þar glæsilegan endasprett og kom langfyrstur í mark í sínum hópi. Hann galt hins vegar fyrir það að fjórði hópurinn var sá hægasti og dugði tími hans upp á 1:17,68 mín. honum aðeins í níunda sæti í greininni. Til samanburðar átti Finninn Jonne Koski besta tímann, 1:15,15 mín., rúmum tveimur sekúndum styttri en tími Björgvins Karls. Koski vann einnig fyrstu grein dagsins og er á toppnum í karlaflokki með 270 stig. Björgvin Karl er annar með 237 stig en Kanadamaðurinn Brent Fikowski er þriðji með 225 stig. Brasilíumaðurinn Guilherme Malheiros stökk þá upp í fjórða sætið með næstbesta tímanum í hlaupinu en hann er með 220 stig. Katrín Tanja sneggst íslensku keppendanna Fjórfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey frá Ástralíu heldur áfram að hafa mikla yfirburði í kvennaflokki. Eftir sigur í fyrstu tveimur greinunum fylgdi sá þriðji í hlaupinu. Hún kom í mark á 1:24,17 mín., rétt á undan Brooke Wells sem var næst fljótust í mark á 1:24,43. Haley Adams, sem er önnur á eftir Toomey, var þriðja í mark. Katrín Tanja Davíðsdóttir var fyrst í mark af íslensku keppendunum og sjötta í heildina, á 1:27,49. Þuríður Erla Helgadóttir var næst sneggst íslensku kvennana á 1:29,55 mín. og var fjórtánda í heildina en Annie Mist Þórisdóttir var 23. í mark á 1:31,36 mín. Toomey er líkt og áður segir á toppnum með 300 stig en Haley Adams gefur lítið eftir og er í öðru sæti með 270 stig. Góður tími hinnar norsku Kristinar Holte í hlaupinu skýtur henni upp í þriðja sætið með 252 stig. Katrín Tanja er efst íslensku keppendanna kvennamegin með 201 stig í sjöunda sæti. Annie Mist er í 15. sæti með 167 stig og Þuríður er í 20. sæti með 142 stig Keppendur fá nú örlitla pásu eftir aðra og þriðja grein dagsins. Fjórða og síðasta greinin hefst klukkan 21:55 að íslenskum tíma og má nálgast beina útsendingu frá henni í tenglinum að ofan. CrossFit Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Eftir gífurlega erfiðar fyrstu tvær greinar á heimsleikunum í CrossFit sem fram fara í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum tók öllu einfaldari þriðja grein við. Keppendur höfðu synt og verið á kajak í fyrstu grein og gert gríðarerfiðar æfingar á þrautabraut í þeirri annarri. Sú þriðja var hins vegar spretthlaup upp á 500 metra, án allra flækindastiga. Körlunum var skipt í fjóra hópa og var Björgvin Karl Guðmundsson í þeim síðasta. Björgvin hafði staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur greinunum og var jafn þeim Lazar Djukic og Brent Fikowski í öðru sæti fyrir hlaupið. Björgvin Karl átti þar glæsilegan endasprett og kom langfyrstur í mark í sínum hópi. Hann galt hins vegar fyrir það að fjórði hópurinn var sá hægasti og dugði tími hans upp á 1:17,68 mín. honum aðeins í níunda sæti í greininni. Til samanburðar átti Finninn Jonne Koski besta tímann, 1:15,15 mín., rúmum tveimur sekúndum styttri en tími Björgvins Karls. Koski vann einnig fyrstu grein dagsins og er á toppnum í karlaflokki með 270 stig. Björgvin Karl er annar með 237 stig en Kanadamaðurinn Brent Fikowski er þriðji með 225 stig. Brasilíumaðurinn Guilherme Malheiros stökk þá upp í fjórða sætið með næstbesta tímanum í hlaupinu en hann er með 220 stig. Katrín Tanja sneggst íslensku keppendanna Fjórfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey frá Ástralíu heldur áfram að hafa mikla yfirburði í kvennaflokki. Eftir sigur í fyrstu tveimur greinunum fylgdi sá þriðji í hlaupinu. Hún kom í mark á 1:24,17 mín., rétt á undan Brooke Wells sem var næst fljótust í mark á 1:24,43. Haley Adams, sem er önnur á eftir Toomey, var þriðja í mark. Katrín Tanja Davíðsdóttir var fyrst í mark af íslensku keppendunum og sjötta í heildina, á 1:27,49. Þuríður Erla Helgadóttir var næst sneggst íslensku kvennana á 1:29,55 mín. og var fjórtánda í heildina en Annie Mist Þórisdóttir var 23. í mark á 1:31,36 mín. Toomey er líkt og áður segir á toppnum með 300 stig en Haley Adams gefur lítið eftir og er í öðru sæti með 270 stig. Góður tími hinnar norsku Kristinar Holte í hlaupinu skýtur henni upp í þriðja sætið með 252 stig. Katrín Tanja er efst íslensku keppendanna kvennamegin með 201 stig í sjöunda sæti. Annie Mist er í 15. sæti með 167 stig og Þuríður er í 20. sæti með 142 stig Keppendur fá nú örlitla pásu eftir aðra og þriðja grein dagsins. Fjórða og síðasta greinin hefst klukkan 21:55 að íslenskum tíma og má nálgast beina útsendingu frá henni í tenglinum að ofan.
CrossFit Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira